Stjarnan - 01.08.1945, Qupperneq 7
STJARNAN
63
einungis efa kenninguna um endurkomu
Krists, heldur jafnvel gjöra gys að þeim
boðskap. Einn háttstandandi kirkjumaður
skrifaði nýlega í bók: “Eg trúi því ekki að
heimurinn endi snögglega. Eg vonast ekki
eftir að hersveitir himinsins komi til jarð-
ar og leiðrétti alt í skyndi”. Þessi maður
vonar eins og margir fleiri, að maðurinn,
auðvitað með Guðs hjálp muni einhvern
tíma sjálfur setja alt í lag. Það geti stað-
ið lengi yfir, ef til vill þúsund ár, eða
tíu þúsund ár.
Nýtízku kirkjumaðurinn hefir orðið svo
gagnsýrður af framþróunar kenningunni
að hann hefir litla trú á orðum Krists. Einn
rithöfundur vorra tíma segir að “Margir
skynsamir mótmælendur,” álíti að Jesús
þegar hann talaði um endurkomu sína hafi
notað orðatiltæki sem þá voru algeng án
þess að meina bókstaflega það, sem hann
sagði. Aðrir álíta að menn skuli alveg
gleyma eða hætta að hugsa um það sem
Jesús sagði um endurkomu sína og dóm-
inn, en leggja alla áherzlu á siðfræðis-
kenslu hans og kenningu-hans um kær-
leika Guðs.
Spottarar spotta.
Þannig hafa g'uðfræðingar nútímans
rænt kristnina þeirri von og því ljósi, sem
hún þarfnast svo mjög í dag. Jesús talaði
um híbýli í húsi föðursins, og lofaði að
koma aftur og taka lærisveina sína til sín.
En þó finnast menn, sem segja að Jesús
hafi ekki meint neitt með þessu, heldur
gefið lærisveinunum falska von. Þetta er
sannarlega uppfylling spádómsins í 2Pét.
3:3.4. “Fyrst og fremst skuluð þér vita
að á síðustu dögum munu koma spottar-
ar, er sínum eigin girndum fylgja og segja:
Hvað verður úr fyrirheitinu um Krists
tilkomu, því frú því feðurnir sofnuðu
stendur alt við sama eins og það var í
öndverðu sköpunarinnar.”
Sanntrúaður kristinn maður lætur ekki
slíka vantrú hafa áhrif á sig. Hann heldur
fast við trú sína á þessum siðferðislega
myrka vantrúartíma. Vera má Drottinn
hafi frestað komu sinni, en nú sjáum vér
alt umhverfis tákn upp á að endurkoma
hans er nálæg. Og vér segjum með Pétri
postula: “En eftir fyrirheiti hans væntum
vér nýs himins og nýrrar jarðar þar sem
rættlætið mun búa.” 2Pét.3:13.
Hinn trúaði verður oft fyrir þugnri
reynslu. Menn, sem hann hefir borið
traust til afneita trú sinni. Vondir menn
sýnast að komast vel áfram, og fráfall er
alment meðal þeirra, sem játa kristna trú.
Sá, sem er trúarveikur eða efablandinn
stenst ekki slíka reynslu. En þeir, sem hafa
trú sína grundvallaða á hinum eilífa Guði
og loforðum hans eingetna sonar segja:
“Samkvæmt fyrirheiti hans væntum vér
nýs himins og nýrrar jarðar.” Það verður
ekki jörð, sem menn hafa endurbætt held-
ur, sem sköpuð verður með almættisorði
Guðs eftir að alt hið illa hefir verið eyði-
lagt.
Vér getum ekki vænt nýs himins og
nýrrar jarðar fyr en spádómur Malakía er
uppfyltur: “Því sá dagurinn kemur brenn-
andi sem ofn, þá skulu allir ósvífnir synd-
arar og þeir sem guðleysi fremja vera sem
hálmleggir, og dagurinn, sem kemur skal
kveikja í þeim, segir Drottinn allsherjar,
og hvorki eftir skilja þeim rót né kvist.”
Mal. 4:1.
Já, jörðin verður eyðilögð. Hvernig get-
ur það hugsast að réttlátur og náðugur
Guð leyfi þessari spiltu kynslóð enda-
laust að halda áfram að stela hver annars
eigum og drepa hver annan og gjöra jörð-
ina að eyðimörk. Guð mun taka í taum-
ana eins og orðið hefir sagt, og koma
skyndilega og óvörum hinum nafnkristnu
og blindu leiðtogum, sem gjört hafa gys að
trú þeirra, sem í einlægni reiddu sig á lof-
orð Guðs. Hinir vantrúuðu munu líta upp
og fyrir augnablik sjá mannsins son kom-
andi í dýrð sinni. Þá verður of seint að
hrópa: “Fyrirgefðu mér, eg hélt vísindi
heimsins mundu nægja.”
Hinir þar á móti, sem stöðugt hafa hald-
ið við trú sinni og öruggir beðið fyrir-
heita Drottins, þeir fá uppfyllingu vona
sinna. Þeir héldu fast við loforðið, og létu
hvorki vantrú né spillinguna umhverfis
raska trú sinni. Gegn um dimmu stríðsins
og þoku fráíallsins hefir vonin um endur-
komu Krists lýst upp veg þeirra.
Það má með sanni segja að loforðið um
endurkomu Krists er hið eina skæra ljós,
sem skín í dimmu. hins vonlausa eyðilagða
heims. Mennirnir hafa slökt öll önnur ljós.
F. L.