Stjarnan - 01.08.1945, Síða 8

Stjarnan - 01.08.1945, Síða 8
64 STJARNAN STJARNAN kemur út einu sinni á mánuði. Verð: $1.00 á ári. Borgist fyrirfram. Publishers: The Canadian Union Conference of S. D. A., Oshawa, Ont. Ritstjórn og afgreiðslu annast Miss S. Johnson, Lundar, Man. Can. Hudson Taylor og skip- stjórinn Skipið barst með straumnum, því lengi hafði verið blíðalogn. Það leit út íyrir að skipið mundi hrekjast upp að eyju einni þar, sem mannætur bjuggu. Allir á skip- inu voru ráðalausir. Þeir sáu að villimenn- irnir voru að undirbúa hátíðahaldið þegar þeir næðu í skipbrotsmennina, sem þeir töldu sér víst herfang. Skipstjórinn fór nú til trúboðans og spurði: “Ef þú trúir að Guð gefi gaum að bæn- um manna, þá ákallaðu hann nú. Ef bæn- in er árangurslaus þá erum við allir glat- aðir.” “Eg skal biðja Guð um vind til að flytja okkur frá eyjunni með því skilyrði að þú látir setja upp seglin til að nota vindinn, sem Guð mun senda okkur,” svaraðai trúboðinn. Skipstjórinn, sem var vantrúarmaður af- sagði að gjöra sjálfan sig að aðhlægi með því að setja upp segl í blíðalogni meðan ekkert merki sást um að von væri á vindi. En trúboðinn neitaði ákveðið að biðja fyr en skipstjóri væri reiðubúinn að nota sér svarið upp á bænina. Skipið nálgaðist eyjuna stöðugt svo skipstjóri skelfdist og lét nú í flýti setja upp seglin, þó ekki fyndist hinn minsti andvari. Taylor gekk þá strax niður í klefa sinn og lagði málið fram fyrir Guð. Meðan hann enn var að biðja er barið á klefadyr hans, og skipstjóri spurði: “Ertu ennþá að biðja um vind.” “Já.” “Þá er best þú hættir strax, því við höfum þegar fengið svo mikinn vind, sem skipið þolir.” Þegar skipið var aðeins fáeina faðma frá landi kom sterkur vindur, sem flutti skipið svo fljótt í burt frá eyjunni að þeir mistu sjónar á henni og voru nú úr allri hættu. “Kröftug bæn hins réttláta megnar mik- ið.” Jak. 5:16. E. S. Litla Mattie Mae Wiatt, hafði sparað saman 57 cent. Þegar hún var dáin, fanst þetta fé vafið innan í pappírsmiða og utan á var skrifað: Þetta á að hjálpa til að stækka kirkjuna svo fleiri börn geti komið á sunnudagaskólann.” Þessi atburður var notaður til að safna fé til fyrirtækisins, og eftir 5 ár var 57 centa sjóðurinn orðinn að 250 þúsund dollurum. Guð einn veit hve miklu fórn barnsins hefir komið til leiðar til eflingar Guðs ríki. Smávegis Hreindýr geta stokkið yfir 7 feta háa girðingu og 20 feta breiða sprungu. 4- 4- 4- Hinn 23. apríl í ár fóru Bretar aftur að lýsa upp hjá sér í borgum og bæjum eftir af hafa myrkur öll kvöld og allar nætur í fimm ár og 7 mánuði. Fimm mílur inn frá sjávarströndinni var þó ekki lýst upp. 4-4-4- Northwestern og Rock Island járnbraut- irnar hafa nú sett upp svo björt ljós á öftustu vagnana í lestunum að þau sjást í 8 mílna fjarlægð að nóttu til, en þrjár mílur í dagsbirtu. Þetta er gjört til að koma í veg fyrir árekstur. 4-4-4- Skorkvikindi eyðileggja fleiri tré ár hvert heldur en skógareldar. 4-4-4- Það er þess vert að muna næsta vetur, að ef þú leysir upp hnefa af salti í sein- asta vatninu, sem þú notar til að hreinsa þvottinn, þá frýs hann ekki meðan þú ert að hengja hann til þerris.

x

Stjarnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.