Stjarnan - 01.08.1945, Qupperneq 4

Stjarnan - 01.08.1945, Qupperneq 4
60 STJARNAN VII. — Skírnin Var nú komið að þeim tíma, er Kristur skyldi byrja á kennarastarfi sínu; fór hann því fyrst til árinnar Jórdan og þar skírði Jóhannes skírari hann. Jóhannes hafði verið sendur til að greiða frelsaranum veg. Hann hafði prédikað í eyðimörkinni og sagt: “Tíminn er fullnaður og guðs ríki er nálægt, gjörið iðrun og trúið fagnaðarboð- skapnum.” (Mark. 1, 15). Mikill mannfjöldi safnaðist kringum hann. Margir játuðu syndir sínar og voru skírðir af honum í Jórdan. Guð hafði opinberað Jóhannesi, að Messías mundi einhvern tíma koma til hans og beiðast skírnar af honum. Hann hafði heitið að gefa honum merki, svo að hann gæti vitað hver Jesús væri. Þegar Jesús kom, sá Jóhannes á ásjónu hans svo glögt merki hins heilaga lífernis, að hann neitaði honum um skírn og sagði: “Mér er þörf að skírast af þér, og þú kemur til mín!” En Jesús svaraði og sagði við hann: “Lát það nú eftir, því að þannig ber okkur að fullnægja öllu réttlæti”. (Matt. 3, 14. 15). Þá er hann sagði þetta, sást í ásjónu hans, hin sama himneska birta sem Símeon hafði séð. Jóhannes lét þá Jesúm stíga niður í hina fögru Jórdan, og skírði hann í augsýn alls lýðsins. Jesús var ekki skírður til þess, að hann iðraðist syndanna, því að hann hafði aldrei syndgað. Hann gjörði það oss til eftir- breytni. Jafnskjótt og hann var stíginn upp úr vatninu, kraup hann niður á ár- bakkanum og bað. Aldrei höfðu englarnir heyrt slíka bæn. Þeir þráðu að mega flytja fyrirliða sínum boðskap um velþóknun föðursins. En svo fór ekki, heldur svaraði faðirinn sjálfur bænum sonarins. Beint frá hásætinu skein dýrðarljóminn. Himnarnir opnuðust, “og hann sá guðs anda ofan stíga eins og dúfu og koma yfir hann”. Guðs dýrðarljómi umkringdi hann, og sjá rödd heyrðist af himnum, sem sagði: “Þessi er sonur minn, hinn elskaði, sem eg hefi velþóknun á.” (Matt. 3, 16. 17). Þegar dýrð guðs umkringdi Jesúm og röddin af himnum heyrðist, þá vissi Jó- hannes, að hann hafði skírt frelsara heims- ins. Heilagur andi hvíldi yfir honum og hann benti á Jesúm og hrópaði: “Sjá, lambið guðs, sem ber synd heimsins!” (Jóh. 1, 29í. Þessi dýrð, sem ljómaði kring um Krist, er merki um kærleika guðs til vor. Frelsarinn kom oss til fyrirmyndar; og eins og það er víst, að guð heyrði bæn hans, svo er það líka víst að hann heyrir vorar bænir. Hinir stærstu syndarar, þeir sem bágstaddastir eru, þeir sem allir fyrir- líta, geta fengið aðgang til föðursins. Þegar vér komum til hans í nafni Jesú, þá mun röddin, sem hljómaði til Jesú, einnig hljóma til vor, segjandi: “Þetta er barn mitt hið elskaða, sem eg hefi vel- þóknun á.” + 4- ♦ VIII. — Freistingin Jesús var af andanum, eftir skírnina, leiddur út á eyðimörkina, til þess að hans skyldi verða freistað af djöflinum. Kristur var leiddur af guðs anda, þá er hann gekk út á eyðimörkina. Hann fór ekki til þess, að láta freista sín. Hann langaði til að vera einn, svo að hann gæti hugsað um köllun sína og það starf, sem hann nú átti að byrja. Með föstu og bæn, átti hann að búa sig undir þann blóðuga veg, sem hann átti fyrir höndum að ganga. En Satan vissi, hvert frelsarinn fór; og hann kom þangað til þess að freista hans. Þegar Kristur fór burt frá Jórdan, ljóm- aði dýrð guðs af ásjónu hans, en eftir að hann var kominn út á eyðimörkina, hvarf hún. Synd heimsins var lögð á hann; ásjóna hans bar vott um slíka sorg og angist, að þvílíka hefir enginn maður fundið. Hann leið fyrir syndarana. í Eden höfðu Adam og Eva sýnt óhlýðni við guð, með því að eta af hinum for- boðna ávexti. Það var óhlýðni þeirra, sem flutti synd, sorg og dauða í heiminn. Kristur kom til þess, að gefa oss eftir- dæmi með hlýðni sinni. Eftir að hann hafði fastað fjörutíu daga úti á eyði-

x

Stjarnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.