Stjarnan - 01.08.1945, Side 6
62
STJARNAN
guð þinn átt þú að tilbiðja og þjóna hon-
um einum.” (Matt. 4, 3—10). v
Heimselska, valda- og metorðagirnd,
dramb og hroki — alt það, sem dregur
mennina frá guði, var falið í þessari miklu
freistingu Krists.
Satan bauð Kristi heiminn og öll auð-
æfi hans, ef hann vildi sýna hinu vonda
valdi lotningu sína. Á sama hátt heldur
Satan fram þeim hagsmunum, sem vér
getum orðið fyrir, með því að breyta illa.
Hann hvíslar að oss: “Til þess að kom-
ast áfram í þessum heimi, verður þú að
þjóna mér. Láttu þér ekki svona ant um
sóma þinn og sannleiksást. Fylg ráði mínu,
og eg mun gefa þér auðæfi, heiður og
hamingju.”
Með því að fylgja slíku ráði, tilbiðjum
vér Satan í stað guðs, þetta mun verða tii
falls og volæðis fyrir oss.
Kristur hefir sýnt oss, hvað vér eigum
að gjöra, þegar vor er freistað. Þegar hann
sagði við Satan: “Vík burt”, gat freistar-
inn ekki staðist skipun hans. Hann hlaut
að fara.
Með sviknum vonum og skjálfandi af
reiði og hatri yfirgaf uppreistnarforinginn
frelsara heimsins.
Baráttunni var lokið í þetta sinn. Sigur
Krists var álíka fullger og fall Adams.
Þannig getum vér staðið á móti freist-
ingunum og yfirunnið Satan. Drottinn seg-
ir við oss: “Standið gegn djöflinum, og
þá mun hann flýja frá yður. Nálægið yður
guði, og þá mun hann nálgast yður.” (Jak.
4, 7. 8).
Grundvöllur vonar vorrar
Yfirstandandi tími er fyrir marga ör-
væntingar tímabil, en hinn sannkristni
þarf alls ekki að láta hugfallast. Hjá hon-
um skín trúin á sigur sannleikans því skær-
ara, sem dimmra er umhverfis. Meðan
heimsins börn tala um eyðileggingu sið-
menningarinnar, óvissu framtíðartilrauna
og þriðja alheims stríðið, þá flettir hinn
trúaði upp í Biblíu sinni og les:
“Hjarta yðar skelfist ekki, trúið á Guð
og trúið á mig. í húsi föður míns eru mörg
híbýli. Væri ekki svo hefði eg sagt yður
það. Eg fer burt til að tilbúa yður stað,
og þegar eg er burt farinn og hefi tilbúið
yður stað, þá mun eg koma aftur og taka
yður til mín að þér séuð þar sem eg er.
Þér vitið hvert eg fer og þekkið veginn.”
Jóh. 14:1—4.
Hvernig geta orð verið skýrari eða hugg-
unar ríkari en þetta? Vér getum ávalt ver-
ið fullvissir um að Guð þekkir og sér alt,
sem fram fer í heiminum og hann mun
framkvæma áform sitt að frelsa manninn
frá því skelfingar hyldýpi, sem hann hefir
fallið í. Fjöldi manna lætur hugfallast nú
á tímum af því þeir sjá að guðir vísinda
og uppgötvana, sem þeir hafa reitt sig á,
hafa engan kraft til að stöðva hin illu
öfl, sem náð hafa valdi yfir mannkyninu.
Slíkir guðir hafa augu en sjá ekki veg
réttlætisins. Þeir hafa eyru en heyra ekki
sannleika Guðs orðs, þeir hafa fætur og
feta heljarslóðir. Vísindi og uppgötvanir
hafa verið notuð af illum öndum til að
eyðileggja heiminn og hafa þeir haft mik-
inn framgang í þá átt. En þeir sem g'jarnan
vildu bjarga mannkyninu eru ekki sam-
lyndir og vita ekki hvernig þeir eiga að
snúa sér.
Sannkristinn maður reiðir sig á Guðs
orð, en ekki á vizku manna Honum kem-
ur ekki óvörum, það sem fram fer í heim-
inum. Spámennirnir sögðu það fyrir. Þeg-
ar hann sér óhug og örvæntingu annara,
þá tekur hann hina blessuðu bók og fær
þaðan hughreysting og öruggan trúarstyrk
sem bygður er á Jesú eigin loforði um að
koma aftur og frelsa börn sín.
Kristindómurinn byggist á loforði Jesú
um að koma aftur. 1 því loforði sameinar
hann trú á Guð og trú á komandi heimi,
þangað sem hann mun taka okkur þegar
hann kemur aftur. Ef grafinn er grund-
völlurinn undan þessum stólpa kristin-
dómsins þá kollvarpast kirkjan.
Kraftleysi og áhugaleysi hinnar svo-
nefndu kristnu kirkju orsakast eins mikið
af því menn treysta ekki lengur loforðinu
um endurkomu Krists, eins og af nokkurri
annari ástæðu. Kirkjurnar hafa mist þá
von, sem áður hélt uppi starfi þeirra og
áhuga. Alstaðar eru þær ásakaðar fyrir
skort á ákveðnum boðskap, skort á fram-
kvæmdasömum áhuga, fyrir innbyrðis
sundurlyndi og elsku til heimsins.
Of margir af leiðtogum kirkjunnar, ekki