Stjarnan - 01.04.1946, Side 4
28
STJARNAN
farið fram hjá, án þess eg drekki hann,
þá verði þinn vilji.”
Frelsarinn fellur nú dauðvona til jarðar.
Enginn lærisveinn er viðstaddur, sem hann
getur hallað sínu. þreytta höfði upp að,
hann er aleinn; enginn í heiminum veitir
honum aðstoð.
En guð tekur þátt í þjáningu sonar síns.
Englarnir virða fyrir sér ásjónu freisar-
ans. Það er þögn á himnum. Engin harpa
hljómar. Hefðu mennirnir getað séð hinn
mikla englaskara, sem dapur og undrandi
horfði á föðurinn, þá er hann burttók
geisla dýrðar sinnar.og kærleika, frá sín-
um elskaða syni, þá hefðu þeir betur skilið,
hversu andstyggileg syndin er í augum
hans.
Voldugur engill kemur nú til Krists og
lyftir hinu þjáða höfði hins guðdómlega,
sorgmædda frelsara upp að brjósti sér og
bendir til himins. Hann segir honum, að
hann hafi unnið sigur yfir Satan, og þess
vegna muni margar miljónir manna standa
sem sigurvegarar í hinu dýrðlega ríki
hans.
Yfir hinu blóðuga andliti frelsarans
hvílir nú himneskur friður. Hann hafði
þolað það, sem enginn maður nokkurn
tíma getur þolað, því hann hefir smakkað
dauðann fyrir alla menn.
Enn gekk Jesús til lærisveinanna, og
enn fann hann þá sofandi. Ef þeir hefðu
vakað og beðið með frelsara sínum, þá
hefðu þeir öðlast hjálp í þeirri reynslu,
sem lá fyrir þeim. En af því að þeir gjörðu
það ekki, höfðu þeir ekkert þrek, þegar á
þurfti að halda.
Jesú leit hryggur á þá og sagði: “Sofið
seinna ag hvílist! Sjá, stundin nálgast, og
mannsins sonur er framseldur í hendur
syndara.”
Meðan hann mælti þetta, heyrði hann til
flokksins, sem kom að leita hans. Og hann
sagði:
“Standið upp, förum; sjá, sá er í nánd,
er mig svíkur. (Matt. 26: 45-46).
Samkvæmt skrásetnigu á Colgate há-
skóla í New York eru nemendur sem nú
innritast þar að meðaltali um 17 og hálfs
árs að aldri, en fyrir 20 árum síðan voru
byrjendur þar flestir 21 árs að aldri.
Aron Haseboean
Aron' var fæddur á eyjunni Sumatra.
Á æskuárum vandist hann við alskonar
heiðna siði. En Guð sá að hér var drengur
sem mundi verða útvalið vitni til að vitna
um hann svo hann sá honum fyrir tæki-
færi til að þekkja hinn frelsandi boðskap
fagnaðar erindisins. Hann gekk á Renish
trúboðsskóla. Hann var skýr og áhuga-
samur svo námið gekk ágætlega. Að loknu
námi lét þetta trúboðsfélag hann kenna
skóla og aðstoða prest þann er starfaði í
nágrenninu.
Eftir nokkurn tíma varð hann hættu-
lega veikur og var fluttur á sjúkrahús.
Eftir langa legu fór honum smám saman
að batna, þó hægt færi. Einn dag rétti
hann hendina upp á hyllu sem var við
höfðalag hans, til að reyna að lyfta sér
upp, því hann var ennþá of máttfarinn til
þess að sitja uppi eða fara á fætur. Hann
fann eitthvað á hyllunni sem reyndist að
vera bók á Malaya máli. Titill bókarinnar
vakti strax athygli hans: “Frelsun Heims-
ins.” Hann hugsaði fyrst það hlyti að
vera s'tjórnmálarit, sem einhver hefði gef-
ið út til að berjast fyrir pólitízku sjálf-
stæði. Hann fór strax að lesa bókina.
Efni hennar var um frelsun frá synd, og
hafði það djúp áhrif á hann. Enginn vissi
hvernig bókin hafði komist þangað og
Aroni var gefin hún.
Hann faldi bókina í kofforti sínu, því
það hefði sett hann í vandræði ef einhver
hefði vitað að hann las hana. Nokkrum
mánuðum seinna fór Aron inn á matsölu-
hús; þar mætti hann bókasölumanni sem
bauð honum Tákn Tímanna á Malaya
máli. Honum leizt vel á bókasölumanninn,
hann hafði svo hreinar og hvítar tennur,
alveg gagnstætt því sem fjöldinn hafði,
sem tugði tóbak og betelhnetu. Aron
segir svo sjálfur frá: “Eftir að eg hafði
lesið blaðið, ásetti eg mér að hætta að
brúka tóbak. Það var erfitt fyrir mig.
En eg mætti öðrum þyngri erfiðleikum.
Þegar eg sagði konu minni að Sjöunda
dags Aðventistar væru hin sanna kirkja,
og eg ætlaði að sameinast þeim, þá varð
hún reið og hótaði að yfirgefa mig. Hún
reyndi alt mögulegt til.að fá mig til að