Stjarnan - 01.04.1946, Page 8

Stjarnan - 01.04.1946, Page 8
32 STJARNAN STJARNAN Authorized as second class mail, Post Office Départ- ment, Ottawa. Published monthly. Price $1.00 a year. Publishers: The Can. Union Conference of S. D. A., Oshawa, Ontario. Ritstjórn og afgreiðslu annast: MISS S. JOHNSON, Lundar_ Man., Can. á hann, til þess að geta mótmælt kenning- unni og haldið uppi heiðri kirkju sinnar. Fyrsta kvöldið talaði ræðumaður um kær- leika Guðs, og Guðs andi snerti hjarta Tejanos er hann hlustaði á þetta efni. Löngun hans til að mótmæla var horfin. Hann fór út án þess að tala orð við nokk- urn mann. Næsta kvöld kom hann aftur og hafði þá fjölskyldu sína með sér. Þau héldu áfram að korna og sannfærðust um að prédikarinn flut'ti hreint Guðs orð. Þau fundu ekkert sem þau gætu mótmælt. Þegar þau höfðu heyrt allan boðskapinn, réðu þau af að biðja um skírn og sam- einast söfnuði Aðventista. Þetta leiddi ofsóknir katólsku kirkjunnar yfir Tejano, og margir vina hans snérust einnig á móti honum. En hann stóð stöðugur með Guði. Nú mætti honum enn þyngri reynzla. Sjón hans bilaði svo hann varð nærri blindur. Fyrri vinir hans álitu þetta hegn- ingu fyrir að hann hefði yfirgefið katólsku kirkjuna. En Tejano reyndist trúr gegn um alla erfiðleika. Hann hafði svo mikla Iöngun til að vinna fyrir Guðsríki að hann lærði Biblíuvers utanbókar og bað um leyfi til að halda samkomur á heim- ilunum. Fyrst var honum ráðlagt að gjöra það ekki vegna sjónleysis hans. En svo kaus hann sér umtalsefni og lærði utan- bókar bæði spurningar og Biblíuvers þau er svöruðu spurningunum. Að lokum leyfðu bræðurnir honum að fara út til að kenna, og hann leiddi marga til þekkingar á sannleikanum. Einu sinni var hann grýttur meðan hann var að prédika. Hann hefir mætt miklum ofsóknum. Nágrann- arnir reyndu einu sinni að drepa gripi hans, en það tókst ekki. Hann stóð stöð- ugur gegn um allar ofsóknir og margir lifa fagnandi í trúnni á frelsarann fyrir starf og trúmensku simons Tejano. “Kom til Jesú, sjúka sál’ “Komið til mín.” segir Jesús, “Lærið af mér.” Þegar vér komum til Jesú og fylgj" um honum, þá notum vér náðargjafir hans öðrum til blessunar og þá léttir það vora eigin byrði. Sá sem heldur Guðs boðorð gengur með Jesú, eins og sagt er um Enok að “hann gekk með Guði,” sá maður hefir hjartað fult af kærleika Krists, og hefir fundið hvíld fyrir sálu sína. “Svo segir Drottinn: Gangið á veginn og litist um, spyrjið að hinni gömlu götu, hvar sé sá góði vegur, og gangið hann. Þá munuð þér finna hvíld yðar sálum.” Jer. 6: 16. Drottinn segir enn fremur: “Ef þú vildir gæta minna boðorða, þá mundi heill þín verða sem vatnstraumur, og hamingja þín sem bylgjur sjávarins.” Jes. 48: 18. Þeir sem taka Guð í orðinu fela honum sálu sína, og láta orð hans stjórna lífi sínu, þeir njóta friðar og öruggleika. Jesús er með þeim og návist hans fyllir þá djúpri og innilegri gleði. “Þú veitir fullkominn frið þeim sem eru stöðugir með þér, því þeir treysta þér.” Vér getum haft ótal erfiðleika í lífinu, en ef vér gefum oss skilyrðislaust í hendur skapara voks og Drottins, þá mun hann snúa öllum erfiðleikum vorum sjálfum sér til dýrðar og oss til blessunar. —E. G. W. “Guð er vort athvarf og styrkur, hjálp í þrengingum margreynd; því hræðumst vér ekkert þó jörðin fari úr lagir og fjöllin flytjist mitt í hafið, þó að sjórinn ólgi og æsist, svo að fjöllin hristist af hans ofsa.” ■f -f -f Hong Kong, Kína, er full af rottum eftir stríðið. Alvarlegar og víðtækar til- raunir hafa verið gjörðar til að útrýma þeim, en það hefir ekki gengið eins vel og vænta mátti, því þegar innfæddir menn þar heyrðu að borgun fengist fyrir hverja dauða rottu, þá fóru þeir að rækta rottur til að bæta tekjur sínar. -f -f -f Meðan á stríðinu stóð framleiddu Bandaríkin þrefalt fleiri flugvélar heldur en England.

x

Stjarnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.