Stjarnan - 01.05.1946, Page 2

Stjarnan - 01.05.1946, Page 2
34 STJARNAN F ramtí ðarheimilið Það sem vér vonum eftir og biðium um er heimur þar sem eilífur friður ríkir; heimur þar sem hvorki finst skortur né kvíði, sorg né sjúkdómur; þar sem einginn misskilningur á sér stað milli stétta, þjóða eða trúflokka, heldur eining' og bróðurhug- ur milli allra. Getur þetta orðið veruleg- leiki? Geta stjórnendur vorir lagt grund- völlinn undir varanlegan frið? í 19 hundruð ár hafa kristnir menn beðið: “Til komi þitt ríki.” Þegar þeirri bæn verður svarað munum vér hafa synd- lausan heim þar sem sorg og andvarpan munu flýja á burt. Þar verður hvorki sótt, sorg eða dauði. í skemtigarðinum við konungshöllina í Sundringham á Englandi er gröf. Yngri bróðir vors núverandi konungs dó á unga aldri. Faðir hans, þó hann stjórnaði ríki sem náði kring um hnöttinn, harmaði hann mjög. Prinsinn hafði altaf verið heilsu- lítill og læknar gátu ekkert hj álpað honum. Hann dó 14 ára að aldri. Á litla grafstein- inum sem stendur milli blómreitanna standa þessi orð: “f þínu ríki mun hann finna frið.” Hinn jarðneski faðir, þótt hann væri ríkur og voldugur, gat ekki veitt honum frið, en hann fulltreysti því að í ríki hins himneska Föður mundi hann finna frið og ró, því stjórnandi þess er friðarhöfðinginn, því vér lesum: “Þá skal Drottinn konungur vera yfir öllum lönd- urn.” Sak. 14: 9. Þetta efni er mikið talað um í Ritning- unni. Frá fyrstu Mósebók til Opinberunar- bókarinnar finnum vér talað um Paradís sem menn mistu, og Paradís sem menn munu öðlast aftur. Menn mistu hana vegna syndarinnar, en öðlast hana aftur fyrir sáluhjálpina í Jesú Kristi. Jesús sagði: “Mannsins sonur er kominn til að leita þess sem glatað var og frelsa það.” Lúk. 19: 10. Hann kom bæði til að frelsa mann- kynið og jarðríkið. Þegar hann byrjaði að kenna mönnum grundvallar atriði ríkis síns: “Sælir eru hógværir því þeir munu jarðríkið erfa.” Matt. 5: 5. Takið eftir, þeir áttu að erja jarðríkið, ekki kaupa það, stela því, eða berjast til að ná yfirráðum. 1 þess stað fá þeir það sem gjöf frá Guði. Veitið því einnig eftirtekt að það er jörðin, sem þeir eiga að erfa en ekki eitthvert annað pláss. Nú getur einhver hugsað eða sagt : “Þessi sundur tætta, blóði stokkna jörð a þó ekki að verða eilífðarheimili vort, vona eg, það hlýtur að vera eitthvað betra.” Já, vinur minn, það verður betra, miklu betra heldur en oss hefir nokkurn tíma dreymt um. “Auga hefir ekki séð, ekki eyra heyrt, og í einkis huga komið það sem Guð hefir fyrirbúið þeim sem hann elska.” Samt sem áður getum vér vitað nokkuð viðvíkj- andi ríkinu sem vér eigum í vændum, því “Guð hefir opinberað það fyrir sinna anda.” 1 Kor. 9: 9, 10. Innblásnir af heilögum anda hafa hinir helgu menn fyrri alda sagt oss frá fegurð þess dýrðlega heim- kynnis, þar sem ekkert merki syndar finst, né heldur afleiðingar hennar. “Sjá eg gjöri alt nýtt,” segir Drottinn. Op. 21: 5. Jörðin verður endursköpuð og undirbúin til að verða bústaður hinna endurleystu. Þar þekkist ekki stríð. í þínu landi skal ekki framar heyrast getið um ofríki, og ekki um nokkurt tjón eða eyðileggingu innan þinna landamerkja .... Drottinn skal vera þér eilíft ljós, og þinn Guð skal vera þín birta, og þínir hörmungardagar skulu enda taka.” Jer. 60: 18-20. 1 því dýrðlega landi verða engar jarð- arfarir. “Allur þinn lýður sikal vera rétt- látur og eiga landið eilíflega.” ó hve dýr- mætt loforð. Jafnvel dýrin verða annars eðlis en nú. Ljónið mun eta gras eins og nautin. “Þá mun úlfurinn búa hjá lamb- inu, og pardusdýrið liggja hjá kiðlingnum, kálfar, ljónskálfar og alifé ganga saman og smásveinn leiða þau.” Jes. 11: 9. Hér getum vér skilið aðeins að nokkru leiti. “Því nú sjáum vér gegn um gler í ráðgátu.” Þegar vér sboðum sólmyrkva, horfum vér í gegn um hálfsvart gler, ódæma birtan er of sterk fyrir augun, sömuleiðis er fegurð og birta hins dýrðlega lands of mikil nátturlegum skilningi mannsins. Fortjaldið verður numið burt, og vér munum með ódauðlegri sjón líta yfir hina óútmálanlegu fegurð landsins, í hinum ómælanlega alheimi Guðs. Þessi litli hnöttur, hinn eini dimmi blettur í alheiminum, þar sem syndin hefir ríkt, þar sem menn og illir andar hafa

x

Stjarnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.