Stjarnan - 01.08.1946, Side 4
J
STJARNAN
60
hegningin kæmi niður á honum fyrir sví-
virðuverk hans; en hann fann ekki til
neinnar verulegrar sorgar yfir því, að hafa
svikið hinn saklausa Guðs son
Jesús sakfeldi hann þó ekki, en leit
með hrygð og meðaumkvun á hann og
mælti:
“Þess vegna er eg kominn að þessari
stundu.”
Það heyrðust undrunaróp frá mann-
fjöldanum, yfir miskunnsemi Jesú við
svikara sinn. Júdas sá nú að bænir hans
voru árangurslausar, og hann stökk út úr
salnum með þetta hróp á vörum sér:
“Of seint! Of seint!”
Hann fann að hann gat ekki lifað það,
að vera vitni að því að Jesús yrði kross-
festur, og í örvæntingu gekk hann burt
og hengdi sig.
Seinna, þenna sama dag, þegar Gyð-
ingar voru að fara með Jesúm frá Pílatusi
til Golgata, staðnæmdist þessi óguðlegi
manngrúi og hróp hans og háðsyrði hættu
skyndilega, því þegar hann fór fram hjá
eyðistað nokkrum sást lík Júdasar liggja
þar hjá visnu tré.
Þetta var viðbjóðsleg sjón. Snaran,
sem hann hengdi sig í, hafði slitnað af
þunganum, og þegar líkið datt hafði það
tæst í sundur, og nú voru hundarnir að
eta það. '
Hinar jarðnesku leifar Júdasar, voru
strax greftraðar; en nú heyrðust ekki jafn-
mörg háðsyrði og fyr, og margt fölt andlit
lýsti órósemi og innbyrðis ótta. Það var
líkast því að þeir, sem voru orsök í að
blóði Jesú var úthelt, væru strax farnir að
taka út endurgjaldið.
Biblía hefir fundist í Adelaide, Austra-
lia, með ártalinu 1664, og nafn John
Bunyans stendur á henni með hans eigin
handar skrift. Sagt er að Bunyan hafi
átt þessa Biblíu þegar hann var í fang-
elsinu í Bedford og skrifaði “För Píla-
grímsins.”
4-4-4-
íbúar Bretlands, 45 miljónir, menn,
konur og börn, brúkuðu hér um bil 220
aniljón pund af te á ári hverju. Það er
meir en helmingur af því sem framleitt
er af því í heiminum. . . .
Undralækning
Fyrir nokkru gerðist það undur á Elli-
heimilinu í Reykjavík, að gamalil maður,
Gísli Gíslason, sem nm margra ára skeið
hefur staulazt áfram hálf farlama, með
staurfót og berfklasár á mjöðminni, ivarð
skyndilega alheill. Hann var að hlýða á
útvarpsmessu. Presturinn, séra Árni Sig-
urðsson, talaði um iama onanninn, sem
Jesús læknaði.
Mér er sagt að læknar gefi enga skýr-
ingu á iþessu fyrirbæri, en gamlli maður-
inn er ekki :í neinum vafa eða vandræðum
með skýringu. Það var Kristur, sem krafta-
verkið gerði á honum. Eg átti tal við Gísla
Giíslason, ihlýddi á frásögn hans og virti
hann nákvæmlega fyrir mér. Hann hoppaði
upp á 'gólfinu, hristi sig allan og skók, sýndi
mér hve liðugur han var í liðamótum þess
fótar, ;Sem áður hafði varið stífur og ó-
sveigjanlegur. Hann fór í krók við mig með
öðrum fingrinum, sem hafði verið kreppt-
ur inn d lófann í mörg ár. Bæði prikin, sem
hann hafði notað undanfarið til þess að
styðja sig við, hanga uppi á þili 1 herberg-
inu. Rúmgaflarnir í herberginu báru þess
ljósan vott, hvernig gamli maðurinn var
vanur að vega sig upp með því að grípa í
báða rúmgaflana, öll málning var slitin af,
þar sem hann var vanur að grípa til. Hann
ljómaði allur, er hann sagði frá og sýndi
sig, og vegsaimaði Guð, sem hafði gert
fyrir hann mikla hluti.
Mö-rg ár ihafði gamli maðurinn ekki
getað lesið neitt nema með gleraugum.
Nú hefur hann fengið aftur það góða sjón,
að glerauigun eru gersamlega óþörf. Þann-
ig faefur hann allur orðið nýr maður.
Sjálfsagt gerast alls konar undur á með-
al manna, þótt þeim sé oft lítill gaounur
gefinn og menn sikilji Iþau ýmist illa eða
alls ekki. Dr. Alexis Carrel segir: “1
læknisstarfi mínu hef eg horft á menn,
meðan faænin faefur lyft þeim upp úr sjúk-
dómi og þunglyndi, þegar allar aðrar iækn-
ingatilraunir reyndusit árangurslausar.
Menn kalla þetta kraftaverk. Þótt minna
beri á því, á þetta sér stað á hverri klukku-
stundu í hjörtum þeirra, sem uppgötvað
hafa, áð fyrir bænina streymir til þeirra
styrlkjandi kraft-ur í hfsbaráttu þeirra.”
Úr bindindisblaðinu Eining.
*