Stjarnan - 01.08.1946, Page 5

Stjarnan - 01.08.1946, Page 5
STJARNAN 61 Lækning við sárum átríðsins Meðalið sem gjörir enda á stríði finst í starfi og boðskap Jesú Krists. Hann kom í heiminn til að “Lækna hin særðu hjörtu, að kunngjöra hinum herteknu frelsi og hinum fjötruðu lausn.” Til að hugga syrgendur og “gefa 'þeim höfuð- djásn fyrir ösku, fagnaðar viðsmjör fyrir hrygð.” Hinn mikli læknir heimsótti borgir og þorp, og er hann gekk um strendur Galíleu vatnsins flutti hann hin- um nauðstöddu fagnaðar boðskap og lækn- aði þá sjúku. Alstaðar sem hann hafði ferðast um landið hljómaði gleði og lof- gjörðarsöngur þeirra sem hann hafði hjálpað. Nú eru miljónir manna frá eyðilögðum heimilum sem hrópa: “Sorg vor er óbæri- leg, sár vor ólæknandi.” En minnist þess, niðurbeygðu vinir mínir, að himin og jörð eru ekkert fjarlægari hvort öðru heldur en þegar Jesús var hér á meðal vor. Jarðar börn hafa engin sár sem vor himneski faðir ekki geti læknað. Margur hermaður á orustuvellinum hefir sent upp bæn um hjálp og öðlast þá rósemi, traust og frið, sem yfirgengur mannlegan skilning. Hjarta hans varð rólegt og taugarnar styrkar. Áður en Jesús var líflátinn sagði hann þessi huggunarorð til lærisveina sinna : “Hjörtu yðar skelfist ekki né hræðist.” Sami kærleiksríki vinur og frelsari segir til þín í dag. “Kom þú með alla þína gleði og sorg, hræðslu og hjartasár fram fyrir Guð, þú getur ekki þreytt hann. Hann þekkir alt og honum er mjög umhugað um þig og velferð þína. í allri sorg, undir öllum krigumstæðum, þegar útlitið er dimt og framtíðin óviss og þú finnur þig einmana og hjálparlausan, þá mun rósemi, gleði og friður hans anda verða sent þér sem svar uppá trúaða bæn þína. Kringustæðurnar geta skilið þig frá Öllum jarðneskum vinum, en ekkert, engin fjarlægð getur skilið þig frá vorum kær- leiksríka frelsara. Hvar sem þú ert þá full- vissar hann þig um návist sína, huggun hjálp og aðstoð. Vinur minn, engin annar friður getur jafnast við þann frið sem manni veitist fyrir innilegt lifandi samfélag við Jesúm Krist. Slí'kt samfélag er trygging fyrir og for- smekkur hinnar himnesku gleði og þess fullkomna friðar , sem Guðs börn munu síðar njóta með Guði í hans himneska heimkynni. Einhvern þessara komandi daga mun vor himneski faðir lækna öll sár barna sinna og viðvíkjandi hinum nýja heimi er oss gefin þessi gle^ilega fullvissa: að “Guð mun íþerra hvert tár af þeirra augum. Dauðinn mun ekki framar til vera, hvorki ‘harmur kvein né mæða mun framar til vera því hið fyrra er farið.” Op. 21:4. —R. F. Cottrell. Til er það, sem ekki breytiát Heimurinn er að breytast. Þjóðir rísa upp, komast til valda og falla svo niður í duftið. Hið nýja ryður hinu gamla í burtu. Hugmyndir og venjur gjörbreytast. En þrátt fyrir þetta þá er það til sem ekki breytist. Lög þau sem stjórna reik- ningsfræði, eðlisfræði, ljósi, rafurmagni, hita, kulda, afli, lit og hljóði, og ýmiskonar lífi, frá hinu stærsta til hins minsta í þess- um efnum fylgir alt stöðugum reglubundn- um, óumbreytanlegum lögum. Hinn nafnkunni Jóhannes Kepler hróp- aði: “Ó Guð, eg er að hugsa þínar hugsanir eftir þér.” Já, bak við sólkerfin, bak við hin- ar fögru litbreytingar sólarlagsins, og feg- urð rósanna, bak við lögmál eðlisfræðinn- ar, bak við hveiti 'ekrurnar og alt hið marg- breytta líf á hnettinum, stendur höfundur lífsins, skapari alheimsins. Hann sem gaf veðrinu sína þyngd (Job 28:25) og setti hafinu skorður (Job 38:10. II.) hann sem framleiddi fegurð og reglu alstaðar hann gaf líka börnum sínum lífs- reglur til að breyta eftir. Þegar ísraelsbörn til forna settu her- búðir sínar við fjallið Sínaí þá krýndi dýrð Guðs fjallstoppinn eins og logandi eldur, og raust hans heyrðist er hann gaf 10 stutt boðorð eða skipanir, sem ef þeim er fylgt tryggja manninum hamingjusamt og far- sælt líf. Þau standa í 2 Mós. 20:3-17. i

x

Stjarnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.