Stjarnan - 01.10.1946, Blaðsíða 6

Stjarnan - 01.10.1946, Blaðsíða 6
78 STJARNAN og hann hafði lofað, ihinn sami JesÚB, til að taka þá heim til sín. Horfum til himins í dag meðan heim- urinn er hjúpaður myrikri 'hörmungar, sorga og örvæntingar. Horfum til him- ins, treystum Guði og væntum þeirrar hjálpar sem hann einn getur veitt. Hann mun aldrei bregðast þeim sem á hann vona. G. F. Lögmái Guðs Lögmál Guðs, tíu boðorðin eru hið dýrmætasta rit sem menn eiga í eigu sinni. Það er skýrt og gagnort og felur í sér allar skyldur manna. Fyrst og fremst er það grundvallarlög alheimsins. Það er undir- staða allra mannlegra laga, styrkur og trygging þjóðfélagsins og siðmenningar- innar, verndari frelsisins, góðs siðferðis og heimilisl'ífsins, og trygging ríkisins. Hlýðni við boðorð þess veitir hamingju, frið og velgengni; en óhlýðni hefir í för með sér stjórnleysi, sorg og tjón. Menn og þjóðir hafa gjört gys að því, prédikarar og leikmenn hafa reynt að nema það úr gildi. Vondir menn og svikarar hafa fótum troðið það, og fjöldinn fyrirlitið boð- orð þess, en þó er það ennþá viðurkend grundvallarregla fyrir breytni mafma. Það byggir upp göfugt innræti, ávítar synd, og er sem leiðarljós í lífi manna. “Lögmálið er heilagt, réttlátt og gott.” Guðs börn elska það, syndarar hata það. Lögmálið hvetur til dygðar og ráðvendni og til lotningar fy.rir Guði. Konungar skelfast við orð þess; dómaf þess hrista hásætin. Það fer ekki í manngreinarálit. Það talar jafnt til konungssonarins og kot- ungsins. Það er hin óumbreytanlega regla fyrir framferði manna, óskeikul leiðbein- ing samvizkunnar, og dómari sem að lok- um ákveður hin eilífu kjör manna. Mikinn frið hafa þeir sem halda Guðs boðorð; sá sem þau varðveitir hefir mikil laun. M. L. Andreasen. Föðurkærleiki Læknir í Vestur ríkjunum var einu sinni beðinn að heimsækja veikann mann, sem virtist aðkominn dauða af tæringu. Maðurinn hafði nóga peninga en enga ættingja né vini. Hann bjó einsamall. Póst- urinn kom aldrei með bréf til hans og hann sendi aldrei bréf frá sér. Enginn heimsótti hann og nú virtist hann vera við dauðans dyr. Læknirinn rannsakaði sjúklinginn, en fann engan sérstakan sjúkdóm, en þó sýnd- ist lífið vera að fjara út. “Hefir þú nokkra hugmynd um hvað er orsökin að ástandi þínu?” spurði læknirinn. “Já, það er ótrúlegt atvik. Eg er ekki að deyja af sjúkdómi, heldur af hjartasorg. Eg kom hingað, ekki til að byggja upp heilsuna, heldur til að fá að deyja í friði og einsamall.” “En átt þú enga vini?” spurði læknir- inn. “Enga sem eg get gjört kröfu til,” svar- aði hann og bætti svo við: “Hið umliðna er grafið í skugganum af voðalegum glæp. Eg er álitinn dauður af öllum sem þektu mig, og ekkert minnismerki má finnast á gröf minni.” “Svo þú. viðurkennir að þú ert glæpa- maður?” spurði læknirinn. Hinn deyjandi maður hvíslaði í hálfum hljóðum: “Nei, en eg lét það líta svo út til að frelsa annan — einkason minn.” Það var farið að dimma og sjúklingur- inn átti erfitt með andardráttinn. Nú var dauðaþögn. Svo sagði hinn deyjandi mað- ur með daufum málrómi: “Hann drap mann, og eg lét sem eg hefði drýgt glæpinn. Svo flúði eg, ekki til að forðast verðskuld- aða hegningu, heldur til að hl'ífa syni mín- um við þeirri smán að faðir hans hefði dáið fyrir glæp sinn.” Læknirinn spurði hljóðlega: “Er langt síðan?” Svarið kom seinlega: “Tólf — löng — ár.” Öll þessi ár hafði hann lifað sem flótta- maður, farið úr einum stað í annan, gamall og einmana. Það var orðið dimt, slagæðin var orðin óregluleg. Læknirinn hvíslaði vingjam- lega: “Viltu segja mér meira?”

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.