Stjarnan - 01.09.1948, Qupperneq 7

Stjarnan - 01.09.1948, Qupperneq 7
STJARNAN 71 ákveðið tilboð, sem að nokkru leiti hafi farið í þá átt að ryðja braut alþjóða friði og bjarga mannkyninu frá algerðri eyði- leggingu. Sannleikurinn er sá, að þegar tillit er tekið til almennra skoðana og sið- ferðis ástands þjóðanna, þá er vafasamt hvort nokkur stjórn þyrði að eiga það á hættu, því hún yrði sennilega rekin frá völdum við næstu kosningar og fordæmd miskunarlaust. Hið eina sem gæti veitt þeim hugrekki til þess væri hin ægilega sprengja eða hræðslan við hana. Það eitt er víst að einhvers konar al- þjóðastjórn verður að komast á fót eins og nú er öllu háttað. Hitt er eigi að síður víst, að engin alþjóðastjórn getur átt sér stað, nema þjóðirnar alment gefi, eða láti af hendi sérstjórn að miklu leiti hver í sínu landi. Ef alþjóðastjórn er stofnuð, þá liggur það í augum uppi að þær stjórnir, eða þau ríki sem að þeirri stofnun standa yrðu að vera viljug til að beygja sig undir þá alþjóðastjórn, undan- færslulaust og hvað sem það kostaði. Þetta þýðir að ef Alþjóðastjórnin segði við Bretland: “Til velferðar heimsins í heild sinni hefir verið ákveðið að þú látir Gibraltar af hendi við Spánverja og Hong Kong til Kína.” Bretar ættu að sjálfsögðu að láta þessi varnarvirki af h e n d i með fúsum og frjálsum vilja. Ef alþjóðastjórnin segði við Tyrki: “Til tryggingar h e i m s friði eruð þið beðnir að láta af hendi Istan- bul til Rússa.” Þá væri ætlast til að Tyrkir gerðu það þegjandi og möglunarlaust. Það þýðir einnig að ef Alþjóðastjórnin segði við Bandaríkin: “Til heilla fyrir verslunarmál heimsins hefir verið ákveðið að þið afhend- ið Panama skurðinn og flytjið burt þaðan varnaráhöld yðar.” Og Bandaríkin ættu að vera- reiðubúin til gera þetta með ánægju. Þegar litið er á þessa klípu sem þjóðirn- ar kæmust 1 þá er auðsætt að litlir mögu- legleikar eru til þess að Alþjóðastjórn geti komist á eða þrifist. En sú skoðun er ef til vill sprottin af því að vér lítum á hlutina og málefnin með sömu augum nú og vér gerðum áður en sprengjan kom til sögunn- ar, án þess að taka til greina alvöru málsins þegar þjóðirnar sjá að þar er aðeins um tvent að velja Alþjóðastjórn eða gereyðing. Hver veit nema þær þá Ýerði viljugar að láta af hendi hvað sem er, þegar þær sjá að annaðhvort verður að stofna alþjóða- stjórn ellegar. Ef nú þjóðirnar skyldu láta af hendi sérstjórn og sérstök réttindi til kjörinnar yfirstjórnar, mundi það frelsa heiminn frá glötun eða fresta heimsendi? Nei, als ekki, fyrir því er sama ástæðan sem bent var á í kafla hér að framan, hún er: syndin í manns hjartanu og viljaleysi mannsins til að láta Guð taka hana burt. Breytingin sem er nauðsynleg “Allur heimurinn þarf að breytast, ger- breytast,” sagði Davíd Lawrence í ritinu “United States News,” 14 desember 1945. “Þjóðir heimsins eru að fara í gegn um byltingar tímamil. Hið innra eru áflogin um atvinnu, fæði, klæði og heimili. Hið ytra berjast þær um stjórnarvöld, stöðu og náttúruauðæfi. Sundrungarefnin aukast fremur en minka . . . Stjórnmálamenn í öllum löndum eru æstir og andlega átta- viltir. Uppreistir eiga sér stað hér og par . . . en það sem yfir skyggir alt er sprengj- an eða leyndarmál hennar.” Svo bætir hann við: “Þeir sem vilja fá alþjóðastjórn, helst vísindamenn eru há- vaðasamir í þeim kröfum að mynduð sé samsteypustjórn allra stjórna eða allra flokka, þeir gleyma því að áldrei er hægt að byggja fyrst þakið á nokkra alþjóða- byggingu, fremur en á bygging af nokkru öðru tagi, fyr en grundvöllurinn hefir ver- ið bygður og engar hugmyndir um alþjóða félagskap, eða alheims stjórn getur hepn- ast nema því aðeins fólkið í öllum löndun- um taki sinnaskiftum, nema siðir, fram- koma og hugsunarháttur breytist, nema viðhorf vort gagnvart lífinu sjálfu breyt- ist.” Hann hefir rétt að mæla. Allur mann- heimur þarf að breytast, gerbreytast. Eng- in ráð til alþjóðastjórnar eða alheimsfrið- ar getur hepnast án þess. En hvernig er mögulegt að láta það verða? Lawrence heldur því fram að það hljóti að verða: “með því að breyta sálarlífi mannsins frá sálarlífi villidýrsins til mildara og siðferð- isríkara sálarlífs, og það”, segir hann, “þýð- ir að snúa sér til Guðs . . . iðka samvizku- semi, ráðvendni og sanngirni, og vilja til að fórnfæra meiru en vér höfum nokkurn tíma áður gjört. . . Vér verðum að gefa oss algerlega Guði á vald. Það er aðeins með því að vor andlegi maður vakni að oss

x

Stjarnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.