Stjarnan - 01.03.1949, Side 5

Stjarnan - 01.03.1949, Side 5
STJARNAN 21 frelsar þig úr snöru fuglarans, frá drepsótt glöttunarinnar, Hann skýlir þér með fjöðr- um sínum, undir vængjum hans mátt þú hælis leita, trúfesti hans er skjöldur og verja. Eigi þarft þú á óttast ógnir nættur- innar, eða örina sem flýgur'um daga, drep- sóttina, sem reikar um í dimmunni, eða sýkina sem geysar um hádegið. Þótt þús- und fallir þér við hlið, og tíu þúsund þér til hægri handar, þá nær það ekki til þín. Þú horfir aðeins á með augunum, sér hversu óguðlegum er endurgoldið. Því að þitt hæli er Drottinn. Þú hefir gjört hinn hæsta að þínu athvarfir, engin ógæfa hend- ir þig, og engin plága nálgast tjald þitt, því að þín vegna býður hann út englum sínum til þess að gæta þín á öllum vegum þín- um.” Sálm. 91:1-11. Engin örk bíður vor til þess að varð- veita oss frá hinum komandi stormi. Eng- in örk lík Nóa örk gæti staðist þann storm. Vér verðurm að finna vort athvarf hjá Guði, velja hinn, hæsta oss til varnar. Lát- um hann nú þegar vera vort hæli. Þrumur dóms hans geysa með meiri há- reisti dag frá degi, og vitnisburðirnir auk- ast og margfaldast um það alt í kring um oss að dómsdagur sé nálægur og á fleygi- ferð keppist áfram eins og hermaður. Vér megum því ekki tefja tímann, heldur gefa Drotni hjörtu vor fyrir tíma og eilifð, og gjöra það áður en tækifærið tapast fyrir fult og alt. Ef vér höfum látið eitthvað ógjört sem oss bar að gjöra, ef vér höfum haldið við einhverja synd, eða framið ranglæti sem vér ættum að leið rétta, sé um einhverja fórnfærslu að ræða, sem vér höfum van- rækt, eða vingjarnlegt orð sem vér hefðum átt að mæla, en ekki gjört, þá látum oss ekki draga að uppfylla skyldur þær sem vér vitum af, því nú er ekki langur tími eftir. “Ógæfa, já ógæfa kemur. Endirinn kemur.” Ez. 7:6 Moffatt. Tíminn er svo stuttur. A. S. MAXWELL ------------4------------- Vér kvörtum oft yfir að geta ekki fehg- ið það sem vér óskum eftir, í stað þess ættum vér að vera þakklátir fyrir að vér oft fáum ekki það, sem vér verðskuldym. Canning Trade Varanlegar byggingar “Líttu á þessi borg var að mestu leiti eyðilögð með sprengjum árið 1945, en nú eru 60 hundruðustu af henni bygt upp aftur. Það eru engir kofar heldur. Við reisum varanlegar byggingar.” Þetta sagði Colonel James Hyland, yfir- maður herstjórnarinnar í Fukui, Japan, við fréttaritara Carl Mydans, er hann tal- aði við hann um eftirmiðdaginn 28. júní 1948 er hann var að lýsa því hve fljótt það gengi að endurreisa borgina, með 85 þús- und íbúum, sem hafði verið að mestu eyði- lögð gegn um stríðið. Þremur klukkustundum seinna kom jarðskjálfti. Borgin var eyðilögð. 1600 manns dóu í jarðskjálftanum og auk þess voru 10 þúsund særðir. “Það var engin aðvörun gefin,” sagði símskeytið sem Mydans sendi heim. Hann var í stjórnarbyggingunni þegar jarð- skjálftinn kom. “Gólfið hófst upp undir fótum vorum og stykki af steinsteypu úr þaki og veggjum féll umhverfis okkur. Við reyndum að komast að dyrum og glugg- um en duttum hver um annan og féllum á gólfið. Við dyrnar reyndi ég að halda mér við steinstólpa, en hann hristist svo að ég gat ekki haldið mér við hann. Stein- steyptur keyrsluvegurinn fyrir framan bygginguna sprakk upp méðan ég var að komast yfir hann, og stykki af steinsteypu féll niður úr húsinu ofan á veginn. Við reyndum allir að liggja niður á flötinni þegar við komumst þangað, en jörðin hrist- ist svo ákaflega eins og popkorn á pönnu. Gult ryk breiddist yfir borgina, svo kom hvass vindur, fyrst úr einni átt, svo úr annari. Það komu fyrir augnablik sem alt var þögult, en svo heyrðist í fólki köll og hróp sem hljómuðu um alla borgina.” Eins og á sér stað í öllum stærri jarð- skjálftum þá byrjaði eldurinn brátt eyði- leggingarstarf sitt. Mydans, sem hljálpaði yfirmönnum hersins við björgunarstarfið, lýsti útliti borgarinnar um miðnættisleitið: “Svo langt sem við gátum séð var alt jafnað við jörðu og glóandi rautt meðan eldurinn hafði eitthvað sem gat brunnið. Undir rúst- unum mátti sjá jarðsprungur sem voru hálft annað fet á breidd.” í dögun var borgin eyðilögð — borgin

x

Stjarnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.