Stjarnan - 01.04.1949, Qupperneq 2

Stjarnan - 01.04.1949, Qupperneq 2
26 STJARNAN Von heimsins “Á þeim degi mun sagt verða: Sjá þessi er vor Guð vér vonuðum á hann að hann mundi frelsa oss . .. fögnum og gleðj- umst yfir hjálpræði hans.” Jes. 25:9. Fólkið 1 heiminum getur haft örugga von. Framtíðin er ekki öll dimm, og ástand- ið milli þjóðanna er ekki svo vonlaust sem það lítur út. En von manna verður að vera til Guðs um varðveislú frá sprengingu, stríði og afleiðingum þess. Þetta er vor eina örugga von. Ef vér væntum að geta hjálpað oás sjálfir þá fer illa. En að treysta Guði fyrir framtíð vorri það er áreiðanleg frelsun. Vér verðum að leita Guðs og treysta honum þá fer alt vel. Frá mannlegu sjónarmiði er vonlaust með framtíðina. Einlægar 'tilraunir bestu mana heimsins til að koma á reglu og sam- vinnu eru árangurslausar. Stjórnendur og löggjafar þjóðanna, sem óska að bæta neyðarkjör landsmanna sinna, mæta beisk- um vonbrigðum. Fjármál eru alstaðar var- hugaverð. Menn og konur horfast í augu við erfiðleika, jafnvel ómögulegleika til að afla sér stöðugra lífsnauðsynja. Eignir, verðbréf og ábyrgðarskjöl er alt á valtari fótum en nokkru sinni fyr. Jafnvel þeir, sem eiga lönd til að framleiða lífsnauð- synjar geta ekki komist hjá hinum miklu áhyggjum sem orsakast af ósamlyndi í stjórnmálum þjóðanna. Undir þessum erfiðu kringumstæðum verður mörgum fyrir að spyrja hvort Guð muni ennþá stjórna kjörum mannkynsins. Hugsar hann ennþá um oss og lætur sér ant um Velferð vora? Lætur hann sig nokkru skifta hversu kvíðafullir vér horf- um á framtíðina? Hefur Guð sín áform um að bæta úr erfiðleikunum? Vissulega. “Því ríkið tilheyrir Drotni, og hann er drotnari yfir heiðingjunum.” Sálm. 22:29. “Hinn hæðsti ræður yfir kon- ungdómi mannanna.” Dan. 4:17.25. Hann stjórnar kjörum þjóðanna, þó menn sjái hann ekki. Heimurinn er eign Guðs. Hann skapaði hann og endurleysti. Guð skapaði oss og svo af náð sinni gaf hann okkur Soninn til að frelsa oss frá synd og eyði- leggingu. Gegn um gleðiboðskapinn starf ar Guð í öllum löndum heimsins. Meðan vér lifum í þessari vandræða veröld verðum vér að gjöra alt, sem vér getum til að efla þekkingu, létta neyðar- kjör manna, stofna kristilega skóla, sjúkra- hús, munaðarleysingjahæli, elliheimili og aðrar líknarstofnanir. En Guð ætlar söfn- uði sínum að gjöra meira heldur en að eins létta líkamlega neyð. Menn þurfa frelsun frá synd og sjálfselsku. Mestu vandræði mannsins er hans eigið spilta hjarta, ekki fjárhagur, slæmt veður, uppskerubrestur eða neitt þessháttar. Hjarta mannsins þarf að breytast fyrir þekking og trú á frelsar- ann, Drottinn Jesúm Krist. Ef miljónir manna yðru þannig ummyndaðar fyrir trú á Krist, þá mundu menn sjá stríð misskiln- ing og flokkadrætti hverfa af sjálfu sér. Vér leiðum athygli yðar að Jesú, “Guðs- lambinu er ber heimsins synd.” Öll vor von hvílir á honum. “Ekki er hjálpræði í neinum öðrum, því að eigi er heldur annað nafn undir himinum, er menn kunna að nefna, er oss sé ætlað fyrir hólpnum að verða.” Post. 4:12. Nafn hans þýðir “Frels- ari.” Matt. 1:25. “Svo elskaði Guð heiminn að hann gaf sinn eingetinn son, til þess að hver sem á hann trúir ekki glatist, heldur hafi eilíft líf.” Joh. 3:16. Heimurinn hefir gleymt þessu. Menn hafa dregið úr siðferðisreglunum svo þær gætu mætt óskum fjöldans. Guðs eilífu 10 boðorð hafa gleymst því allur hugur manns hefir snúist um að höndla skemtan- ir og þægindi. En siðferðislögmálið, 10 boðorðin eru í eðli sínu eilíf og óumbreyt- anleg, og samkvæmt þeim verða menn dæmdir. Guðs 10 boðorð er einmitt lífs- reglan, sem uppfyllir siðferðislegar þarfir vorar, og í Kristi er krafturinn til að halda boðorðin. Ef vér meðtökum hann öðlumst vér kraft hans. Vér getum ekki ásakað Guð fyrir erfið- leika vora. Hann hefir gjört alt sem hægt er að gjöra fyrir oss. Hverju getum vér vænst eftir nema glæpum, stríði og al- mennri sorg, þegar vér gleymum hinum Almáttuga og fyrirlítum son hans? Samviska vor þarf að vakna svo vér sjáum vorar siðferðislegu skyldur því “Jörðin vanhelgast undir fótum þeirra er á henni búa, því þeir hafa brotið lögin, brjálað boðorðunum og rofið sáttmálann eilífa, þess vegna eyðir bölvun jörðinni og íbúar hennar gjalda.” Jes. 24:5-6.

x

Stjarnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.