Stjarnan - 01.12.1949, Qupperneq 1

Stjarnan - 01.12.1949, Qupperneq 1
STJARNAN DESEMBER, 1949 LUNDAR, MANITOBA Trú mannsins; viðtökurnar hjá guði Þegar heilagur andi hefur vakið sam- vizku þína, þá hefur þú séð nokkuð af illsku þeirri, sem fólgin er í syndinni, vald hennar, saknæmi og eymd, og þér býður við, er þú lítur til hennar. Þú finnur, að syndin hefur skilið þig frá guði og að þú ert í þrælkun hjá valdi hins illa. Því meir sem þú herðir að þér til þess að kom- ast undan, því betur sér þú vanmætti þitt. Hvatir þínar eru óhreinar, hjartað illt. Þú sérð, að líferni þitt hefur verið fullt sjálfs- elsku og synda. Þú þráir að fá fyrirgefn- ingu, að verða þveginn og frelsaður. Hvað átt þú að gjöra, til þess að komast í sam- ræmi við guð og líkjast honum? Þú þarfnast friðar — fyrirgefningar í himninum, friðar og kærleika í sálu þína. Eigi fæst hann keyptur fyrir fé, skynsem- in getur ekki gefið hann, vísindin ekki afl- að hans. Þú getur ekki gjört þér von um að öðlast hann nokkurn tíma fyrir kapp- kostun sjálfs þín. En guð býður þér hann að gjöf, „án silfurs og ókeypis“. Þú eignast hann, ef þú aðeins villt rétta út hendina til þess að handsama hann. Drottinn seg- ir: „Þó yðar syndir væru sem purpuri, þá skyldu þær verða hvítar sem snjór, og þótt þær væru rauðar sem skarlat, þá skyldu þær verða sem ull“. „Og ég vil gefa yður nýtt hjarta og koma nýjum anda í yðar brjóst“. Þú hefur játað syndir þínar af öllu hjarta og lagt þær niður. Þú hefur ásett þér að gefa guði sjálfan þig. Far þú nú til hans og bið þú hann að þvo burt syndir þínar og gefa þér nýtt hjarta. Trúðu svo, að hann gjöri það, af því að hann hefir lofað því. Jesús kenndi, þegar hann var hér á jörðunni, að sú gjöf, sem guð heitir oss, verði vor eign, þegar er vér trúum því að oss hlotnist hún. Jesús læknaði sjúk- leika manna, þegar þeir treystu mætti hans. Hann hjálpaði þeim í þeim efnum, er þeir gátu séð og skilið, og vakti þannig hjá þeim traust til sín að því er snerti það, er þeir gátu ekki séð. Þannig leiddi hann þá til þess að trúa því að hann gæti fyrir- gefið syndirnar. Þetta sagði hann með ber- um orðum, þegar hann læknaði limafalls- sjúka manninn: „En til þess að þér skuluð vita að mannins sonur hefur vald til að fyrirgefa syndir á jörðunni, þá segir hann til hins limafallssjúka: statt upp, tak sæng þína og gakk heim til þín“. Jóhann- es guðspjallamaður segir og, er hann talar um kraftaverk Krists: „En þetta er skrif- að, svo að þér tryðuð að Jesús er Kristur, sonur guðs, og svo að þér, sem trúið, hafið lífið í hans nafni“. Vér getum lært af hinni einföldu frá- sögn ritningarinnar um lækningar Jesú, hvernig vér eigum að trúa á hann til þess að öðlast fyrirgefningu syndanna. Við skulum lesa frásöguna um sjúka manninn við Bethesda. Vesalings sjúklingurinn gat enga björg sér veitt. Limi sína hafði hann eigi getað notað í 38 ár. En Jesús bauð honum: „Satt upp, tak sæng þína og gakk“. Nú hefði sjúklingurinn getað sagt: „Herra, ef þú vilt lækna mig, skal ég hlýða orðum þínum“. En það sagði hann ekki, því að hann trúði orðum Krists. Hann trúði, að hann væri heill orðinn og hlýddi boði hans þegar í stað. Hann ásetti sér að ganga og hann gekk. Hann gjörði það í trausti til orða Krists og guð gaf honum þrek. Hann varð heill. Þú ert að sínu leyti eins sjúkur af synd- inni. Þú getur ekki breytt hjarta þínu og helgað sjálfan þig. En guð lofar að gjöra þetta allt fyrir þig fyrir milligöngu Krists. Þú treystir þessu loforði, þú játar syndir þínar og felur sjálfan þig guði. Þú ásetur þér að þjóna honum. Svo framarlega sem

x

Stjarnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.