Stjarnan - 01.12.1949, Blaðsíða 5
STJARNAN
93
Jim gekk inn í bakarabúðina og keypti
stykki af skorpusteik, sem hann át, svo
spurði hann bakarakonuna um börnin sem
hann hafði séð. Hún sagði honum að móð-
irin væri heilsulítil, faðirinn hefði verið
atvinnulaus í fleiri mánuði og bætti svo
við:
„Mr. Warner fékk vinnu í gær, en hann
fær enga borgun fyrr en eftir jól, og hann
skuldar meira fyrir matvöru heldur en
hann fær þá. Ég vildi ég gæti gjört meira
fyrir þau, en tímar eru erfiðir og ég hef
líka stóra fjölskyldu“.
„Hvers vegna er fólk að gefa jólagjaf-
ir?“ spurði Jim, „mér finst það svo
heimskulegt".
Konan leit undrandi á Jim og spurði:
„Hefir þú ekki heyrt um fyrstu jólin,
drengur?“
Jim hristi höfuðið og svaraði: „Ég get
varla sagt það. Ég held ég hafi heyrt jólin
nefnd á skólanum, en ég hef lítið gengið
á skóla“.
Konan sagði honum nú í fáum vel
völdum orðum frá fæðingu frelsarans lífi
hans og starfi, og svo hvernig hann gaf líf
sitt á krossinum fyrir syndir mannanna.
„Ég get ekki séð hvað hann hafði upp
úr því að gefa líf sitt á þennan hátt“, sagði
Jim. „Hann var ekki að hugsa um sjálfan
sig, drengur. Hann elskaði okkur og þú
veist það er gleðiefni að gjöra eitthvað
fyrir þá sem við elskum“, sagði konan eins
og í ásakandi málrómi.
Jim hélt leiðar sinnar með hendina í
vasanum þar sem peningarnir voru, sem
áttu a,ð fara fyrir bílinn. Seinna um kvöld-
ið kom hann aftur í bakarabúðina, þar
var fult af fólki. Tvö af litlu börnunum
sem hann hafði séð áður stóðu fyrir utan
búðargluggann og horfðu á fallega köku,
sem þar var til sýnis, og töluðu um hvað
þau langaði til að fá fyrir jólin.
Ný löngun vaknaði í hjarta Jims er
hann gekk í burt. Án þess að veita neinu
eftirtekt gekk hann yfir strætið og bað
í hálfum hljóðum: „Ó guð, ég veit svo
lítið um þig, en hún sagði þú elskaðir mig,
og gafst son þinn fyrir mig. Enginn hefir
elskað mig síðan mamma dó. Ég er svo
glaður að þú elskar mig. Ég skal sýna þér
að ég meina það. Ég ætla að hætta við að
kaupa bílinn, en hjálpa litlu börnunum
þarna að hafa regluleg jól“. Alt í einu
heyrði hann aðvörunar hróp, og einhver
greip í handlegg hans. Svo var þögn.
Þegar hann raknaði við lá hann í
þokkalegu, þó fátæklegu rúmi í herberg-
inu þar sem hann hafði séð börnin. Anna
stóð hjá honum og drengurinn sat þarna
í hjólastólnum, veikluleg kona og lög-
reglumaður voru þarna líka.
Jim settist upp og leit í kring um sig.
Hann fann ekki að neitt væri að sér nema
kúla yfir vinstra auganum. „Hvað kom
fyrir? Því er ég hér?“ spurði hann.
Lögreglumaðurinn sagði að maður sem
staddur var á götunni hefði hjálpað til að
bera hann þarna inn, samkvæmt beiðni
litlu stúlkunnar. „Þú hafðir farið yfir
strætið áður en græna ljósið gaf merki til
að þú mættir fara. Þú fórst rétt fyrir fram-
an bíl, litla stúlkan þarna reyndi að vara
þig við, en bíllinn slengdi henni niður
líka“.
Jim leit á Önnu. Undrun og þakklæti
skein úr augum hans. Hún hafði sett líf
sitt í hættu til að frelsa hann, og hún hafði
aldrei séð hann áður. Hún var lík mann-
inum sem bakarakonan sagði honum frá.
Hún hafði ekki hugsað um sjálfa sig. Hann
reyndi að þakka henni en hún vildi ekki
hlusta á það, heldur snéri sér að móður
sinni, sem rólega spurði hvort hann vildi
ekki bíða og hafa kvöldmat með þeim.
Hann borðaði þessa máltíð, sem var sú
fyrsta er hann hafði neytt á heimili þar
sem ekki var þræta eða ósamlyndi milli
barnanna. Eftir að máltíðin var á enda
kallaði hann Önnu afsíðis og sagði henni
frá áformi sínu. Hún mótmælti og sagði
þau gætu ekki tekið á móti peningum
hans. Þegar yngri börnin voru komin í
rúmið sagði hún foreldrum sínum frá ráða
gjörð hans.
„Það er fallega hugsað af þér sonur“,
sagði Mr. Warner. „En við getum ekki
þegið það, það væri rangt gagnvart þér,
því við mundum aldrei geta endurgoldið
það“.
„Jú, þið getið það“, sagði hann. „Ég
hef aldrei haft nein jól á æfi minni. Ég
vissi aldrei hvers vegna jól eru haldin,
eða að Jesús kom af því hann elskaði mig
fyr en í dag. að bakarakonan sagði mér