Stjarnan - 01.12.1949, Side 4

Stjarnan - 01.12.1949, Side 4
92 STJARNAN Guð gefur sinn heilaga anda þeim sem hlýðnast honum. Post. 5:32. og skrifar lög- mál sitt í hjarta hins trúaða. Hebr. 8:10. Jesús biður fyrir oss. Hebr. 7:25. 4. Hlutverk mannsins í frelsunar áformi Guðs. Maðurinn verður að koma til Guðs. „Snúið yður til mín og látið frelsast, þér gjörvöll endimörk jarðarinnar, því að ég er Guð og enginn annar“. Jes. 45:22. Maðurinn verður að trúa á Jesúm og játa syndir sínar. „Trúðu á Drottinn Jesúm Krist, þá verður þú hólpinn.11 Post. 16:31. „Ef vér viðurkennum vorar syndir þá er hann trúr og réttlátur svo hann fyrirgef- ur syndirnar og hreinsar oss af öllu rang- læti. IJóh. 1:9. Maðurinn þarf að biðja: „Skapa í mér hreint hjarta ó Guð og endurnýja í mér stöðugan anda“. Sálm. 51:10. Hann verð- ur að láta leiðast af Guðs orði og anda. „Allir sem leiðast af Guðs anda þeir eru Guðs börn“. Róm. 8:14. Hugsið um Jesúm og horfið stöðugt á hann, „höfund og fullkomnara trúarinn- ar“. Hebr. 12: 1.—3. 5. Hverju hefir Jesú lofað iðrandi syndara? „Þann sem til mín kemur mun ég eng- an veginn frá mér reka“. Jóh. 6:37. 6. hvernig getum vér frelsast ef vér vanrœkjum slíka frelsun, sem oss er fram- boðin i Jesú Kristi? Frelsun er ómöguleg ef vér höfnum henni eða vanrækjum hana. „Ef englun- um sem gjörðu uppreisn gegn Guði var kastað út og algjör eyðilegging bíður þeirra, hvernig getum vér þá sloppið, ef vér fyrirlítum náðartilboð Guðs um fyrir- gefning syndanna og kraft Krists til að lifa í hlýðni við Guðs heilaga vilja? --------------------b------------ Það telst svo til að 7,000 manns fari upp í strætisvagn eða önnur flutningstæki í Norður Ameríku (Bandaríkjunum og Canada) á hverri einustu sekúndu sólar- hringsins. + 4- -f Kæruleysi þeirra sem reykja orsaka fleiri eldsbruna í New York heldur en nokkuð annað, segir slökkviliðs stjóri F. J. Quayle. Sælla er að gefa en þiggja Jim Waynne hafði hægri hendina í kápuvasa sínum, þar hafði hann líka pen- ingabuddu úr leðri, og var hann nú á leið- inni niður á bílastöðina til að borga niður í gömlum, en þó brúkanlegum bíl. Þetta var rétt fyrir jólin og í öllum búðarglugg- um voru auglýst alskonar leikföng til sölu. Hann veitti þessu næstum enga eftirtekt. Hann hafði annað í huga. Jim hafði verið munaðarlaus síðan hann var 5 ára gamall. Nágrannar sem tóku hann hugsuðu aldrei neitt um jól, og þegar þau fluttu í burtu fór hann til Joe Bettie, sem áleit að jólahald væri að- eins til að hafa peninga út úr fólki, sem væri nógu heimskt til að leggja fé sitt í annað eins. Lítil stúlka, sem sjáanlega hafði grátið, hrinti upp lítilli hurð á steinvegg næst við bakarabúðina, þar • var steinlagður gang- ur niður, við endann á honum sá Jim dá- lítið autt pláss, þar sem fjögur lítil börn voru að leika sér að tómum tvinnarúll- um. Rétt hjá sat hér um bil 12 ára gamall dregur í hjólastól. Jim fór á eftir litlu stúlkunm niður ganginn, þá heyrði hann fatlaða drenginn spyrja í hálfum hljóðum: „Anna, hepnað- ist þér að fá vinnu?“ „Nei. Ég reyndi í öllum búðunum, en þeir hafa alla þá hjálp sem þeir þurfa til að vefja utan um böggla. Við verðum að hugsa upp eitthvað annað svo börnin verði ekki fyrir of miklum vonbrigðum, Tom. Ég ætla að gera mitt bezta að hindra þau frá að fara ofan á aðalstræti, svo þau sjái ekki leikföngin í gluggunum“. „Það verður þungbært fyrir þau, því þau geta ekki talað um annað en jólin og alt sem þau vonast eftir að fá“. „Vertu hughraustur Tom, það eru tveir dagar ennþá til jóla, það getur eitthvað greiðst úr því. Það verður ekki árangurs- laust að við höfum beðið Guð um hjálp“. Jim læddist burtu aftur án þess börnin yrðu hans vör. Hann barðist við sjálfan sig. í öll þau 17 ár sem hann hafði lifað hafði hann aldrei kent í brjósti um neinn nema sjálfan sig. Hann hafði verið eigin- gjarn.

x

Stjarnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.