Stjarnan - 01.12.1949, Blaðsíða 3
STJARNAN
91
það. Hlýð þú eigi á orð freistarans, held-
ur segðu: „Jesú dó, til þess að ég megi lifa;
hann elskar mig og vill ekki að ég glatist.
Ég á kærleiksríkan himneskan föður, og
enda þótt ég hafi hafnað kærleika hans,
enda þótt ég hafi sóað burt þeirri blessun,
er hann hefur veitt mér, ætla ég að rísa
á fætur, fara til föður míns og segja:
„Faðir, ég hef syndgað móti himninum og
fyrir þér og er ekki lengur verður að heita
sonur þinn. Far þú með mig eins og einn
af daglaunamönnum þínum?“ Dæmisagan
segir þér hvernig tekið verður á móti hin-
um týnda syni. „En er hann var enn nú
langt í burtu, sá faðir hans hann og kenndi
í brjósti um hann, hljóp og féll um háls
honum og kyssti hann“.
En svo viðkvæm og hjartnæm sem
þessi dæmisaga er, þá getur þó jafnvel hún
ekki sýnt til fulls hina dásamlegu miskun-
semi vors himneska föður. Drottinn lýsir
yfir þessu fyrir munn spámannsins: „Með
eilífri elsku elska ég þig, því hefi ég þér
náð varðveitta“. Meðan syndarinn er enn
langt frá húsi föður síns og eyðir eignum
sínum erlendis þráir hjarta föðursins hann;
og sérhver löngun til þess að snúa aftur
til guðs, sem vakin er í sálunni, er aðeins
hin vingjarnlega köllun andans, er hann
sannfærir og áminnir syndarann og laðar
hann að föðursins kærleiksríka hjarta.
Getur þú efast lengur, þegar þér eru
sýnd þessi dýrmætu fyrirheit ritningar-
innar? Geturðu trúað því, að drottinn sýni
syndaranum hörku og meini honum að
koma með iðrandi hjarta til fóta sinna,
þegar hann þráir að hverfa aftur og láta
af syndum sínum? Rým slíkum hugsunum
á braut! Ekkert má verða sálu þinni til
meira tjóns en að hugsa slíkt og þvílíkt
um þinn himneska föður. Hann hatar
syndina en elskar syndarann, og hann gaf
sjálfan sig í Kristi til þess að allir, sem
vilja, gætu orðið hólpnir og öðlast eilífa
blessun í ríki dýrðarinnar. Var honum
auðið að lýsa kærleika sínum til vor með
þýðingarmeiri og viðkvæmnisfyllri orðum
en hann hefur gjört? Hann gefur þenna
vitnisburð: „Hvort fær móðirin gleymt
brjóstbarni sínu og verið miskunarlaus við
lífsafkvæmi sitt? Og þó að hún geti gleymt
því, þá gleymi ég þér samt ekki“.
Lít upp, þú sem efast og titrar; því að
Jesús lifir og talar máli þínu. Þakkaðu
guði að hann gaf sinn ástkæra son og bið
þess að það verði eigi árangurslaust að
hann dó fyrir þig. Andinn kallar þig í dag.
Kom því með hjarta þitt til Jesú; þá getur
þú krafizt blessunar hans. E. G. W.
_____________*______________
VIII. Áform Guðs mönnum
til frelsunar
1. Hvað er synd?
Guð hefir eilíft, óumbreytanlegt lög-
mál, brot gegn því er synd. Hin 10 boðorð
Guðs eru grundvallarlögmál ríkis hans.
„Hver sem syndina drýgir, drýgir líka
lagabrot. Syndin er lagabrot“.
„Alt ranglæti er synd“. IJoh. 5:17. „Alt
sem ekki er af trú er synd“. Róm. 14:23.
Ef maður breytir móti betri vitund,
það er móti samvizku sinni, þá syndgar
hann. „Hver sem hefir vit á gott að gjöra
en gjörir það ekki, honum er það synd.“
Jak. 4:17.
2. Frá hverju þarf maðurinn að frels-
ast?
Frá syndinni, yfirráðum hennar og
hegningu syndarinnar: eilífum dauða.
„Allir hafa syndgað11 Róm. 3:23. og eru
dauðadæmdir, því „Laun syndarinnar er
dauði“. Róm. 6:23.
Holdlega sinnaður maður er í uppreisn
gegn Guði. Róm. 8:7. hann getur ekki frels-
að sjálfan sig.
3. Guðs verk til að frelsa menn frá
valdi syndarinnar og hegningu hennar.
„Svo elskaði Guð heiminn að hann gaf
sinn eingetinn son, til þess að hver sem
á hann trúir ekki glatist, heldur hafi eilíft
líf“. Jóh. 3:16. Jesús dó fyrir oss. IKor.
15:3.
Réttlæti Krists afplánar syndir þeirra
sem á hann trúa. Róm. 3:25.—26.
Guð gefur náð til iðrunar. „Gæska
Guðs leiðir þig til iðrunar“. Róm. 2:4.
Maðurinn getur ekki séð Guðs ríki
nema að hann endurfæðist“. Jóh. 3:3. Guð
endurfæðir þann, sem meðtekur Guðs orð
og hlýðir því.
„Þér, sem endurfæddir eruð, ekki af
forgengilegu sæði, heldur óforgengilegu,
Guðs lifandi, ævarandi orði“. IPét. 1:23.