Stjarnan - 01.12.1949, Qupperneq 7
STJARNAN
95
hafna honum samkvæmt kröfu hans um
að hann er eini vegurinn til sáluhjálpar.
„Eg er vegurinn, sannleikurinn og lífið,
enginn kemur til Föðursins nema fyrir
mig.“ Jóh. 14:6. Trú hins sannkristna hefir
því miklu dýpri rætur en menn alment
ætla.
Nú snúum vér oss að hinu öðru skilyrði
sem krefst til þess að geta kallast kristinn,
það er ábyrgð vor og skyldur sem læri-
sveinar Krists.
Starf Krists var að endurreisa, um-
mynda menn til að lifa í samræmi við Guðs
heilaga vilja, syndlausu, heilögu lífi, og svo
endurskapa jörðina til fullkomnunar þar
sem „réttlætið mun búa.“ Lærisveinn
Krists tekur þátt í þessu í þessu starfi
hans, fyrst með því að laga líf sitt í sam-
ræmi við kröfur skaparans, það er: „Ótt-
astu Guð og haltu hans boðorð því það á
hver maður að gjöra.“ Préd. 12:13.
Hér dugar ekki valdboð annara til að
hlýða Guði. Miðpunkturinn í kenningu
Krists er að maðurinn hefir fjálsræði til
að kjósa. Ef hann ákveður að gefa Guði
líf sitt þá verður það að vera af
því hann sjálfur óskar að gjöra það, og
eftir að hann hefir tekið þessa ákvörðun
þá verður hann að leyfa Guði að hafa full-
komin yfirráð. Það er alvarleg ákvörðun.
Ef vér athugum fjallræðuna og útlegg-
ingu Krists á 10 boðorðunum þá sjáum vér
þau snerta allar skyldur lífsins: Áhugamál,
skemtanir og venjur, alt þetta stjórnast þá
af einni grundvallarreglu: „Gjörið alt Guði
til dýrðar.“ 1 Kor. 10:31.
Vegna þessarar nýju stefnu sem mað-
urinn hefir sjálfur kosið fær lhann lifandi
áhuga fyrir að vinna að eflingu Guðs ríkis.
Tími hans, peningar og hæfilegleikar
verður alt lagt fram Guð til dýrðar sem gaf
honum þetta.
Af þessu má sjá að sannkristinn maður
setur sér hátt takmark, svo hátt að ekki
er hægt að ná því nema með Guðs hjálp.
Þegar vér nú athugum þetta þá furðar
oss ekki að Jesús sagði: „Mjór er vegur-
inn,“ og „fáir þeir sem finna hann.“ Matt.
7:14. Vér undrumst miklu fremur yfir hin-
um mikla krafti Guðs, sem getur hafið
menn upp úr djúpi synda og spillingar og
ummyndað- þá eftir hugarfari og lífemi
Krists.
Ef þú stenst ekki prófið hvort þú sért
kristinn, þá láttu ekki hugfallast. Minstu
þess að Guðs fyrirgefandi náð nægir þér.
Snú þér alvarlega til Guðs og ásettu þér
með hans hjálp, hvað sem það kostar að
vera Guði trúr og þjóna honum með
óskiítu hjarta. Þá munt þú þegar Jesús
kemur finnast meðal þeirra sem eru „kall-
aðir eftir hans nafni.“
L. W. Normington
______________*______________
Gefðu öðrum með þér
Það var á kreppu árunum sem þessi
saga gjörðist. Vel búin hjón voru komin að
dyrum félagshússins, þar sem þau ætluðu
að hafa miðdagsverð, í sama bili kom mað-
ur, sjáanlega fátækur, og illa klæddur og
bað þau feimnislega um peninga til að
kaupa málsverð. Hann kvaðst engan mat
hafa bragðað þann dag.
Maðurinn sneri frá honum, taldi sjálf-
sagt 'hann vantaði peninga til að kaupa
áfengi. Konan sagðist ekki geta farið inn
til að hafa máltíð sem hún í rauninni hefði
enga þörf fyrir meðan þessi maður væri
hungraður.
„Hér er dollar,“ sagði hún vingjarn-
lega. „Kauptu þér eitthvað að borða og
vertu hughraustur, þó útlitið sé ekki sem
best. Það er vinna til handa þér einhver-
staðar. Eg vona þú finnir hana bráðum.“
Þegar maðurinn hafði stamað fram
þakklæti sitt og fullvissað hana um að pen-
ingar hennar mundu seðja hungur hans,
bætti 'hún við þessum orðum: „Nú kemur
þú til að éta Krists brauð, gefðu öðrum það
með þér.“
Fátæka manninum hitnaði um hjarta-
ræturnar. Honum var treyst. hann gat
fengið mat. Rétt á undan honum var gam-
all maður að staulast áfram. Hann leit út
fyrir að vera svangur líka.
„Nú fer þú að éta Krists brauð. Gefðu
öðrum með þér,“ hafði konan sagt. Svo
hann ávarpaði gamla manninn og bauð
honum inn með sér þar sem þeir gátu feng-
ið heita máltíð fyrir 50 cent hvor.
Fátæki maðurinn tók eftir því að þessi
nýi vinur hans vafði brauðið sitt innan í
servíettu. „Ætlar þú að geyma nokkuð til
morguns?“ dyrfðist hann að spyrja. En
gamli maðurinn var ekki að geyma til
morguns. Hann hafði séð blaðadrenginn á
horninu, og tárin renna niður grannleitu
kinnarnar hans. Svo þeir báðir vöfðu utan