Stjarnan - 01.12.1949, Side 2

Stjarnan - 01.12.1949, Side 2
90 STJARNAN þú gjörir það, mun guð efna heit sitt við þig. Ef þú trúir fyrirheitinu, trúir því að þér sé fyrirgefið og þú hreinn gjör, þá lætur guð þetta rætast. Þú fær lækningu, eins og Jesús veitti hinum limafallssjúka manni kraft til að ganga, þegar hann trúði því að hann væri heill orðinn. Þetta er svo í raun og veru, ef þú trúir að það sé . Bíddu ekki þangað til þú finnur að þér sé batnað, heldur segðu: „Ég trúi því, það er svo; ég trúi því ekki af því að ég finni það, heldur af því að guð hefur lofað því“. Jesús segir: „Um hvað helzt þér biðjið guð, þá trúið, að þér munið það öðlast, og þá munuð þér fá það“. Þetta loforð er einu skilyrði bundið, nefnilega því, að vér biðj- um um það, sem er samkvæmt guðs vilja. En það er guðs vilji að gjöra oss, sem erum saurgaðir af syndinni, hreiná, gjöra oss að sínum börnum og gjöra oss færa um að lifa heilögu líferni. Vér verðum þannig að biðja um þessa blessun, trúa því að vér öðlumst hana og þakka guði fyrir að vér höfum þegar þegið hana. Vér höfum rétt til þess að koma til Jesú, verða hreinir gjörðir og vera lausir við blygðun og sam- vizkubit gagnvart lögmálinu. „Svo er nú engin fyrirdæming yfir þeim, sem eru í Kristi Jesú, sem ekki ganga eftir holdinu, heldur eftir andanum". Framvegis eigið þér yður ekki sjálfir. „Fyrir verð eruð þér keyptir“. „Þér eruð eigi endurleystir, með forgengilegu silfri eða gulli . . . heldur með dýrmætu blóði þess óflekkaða og lýtalausa lambsins, Krists“. Heilagur andi hefir vakið nýtt líf í hjarta þínu, með þeirri einni framkvæmd að koma þér til þess að trúa á guð. Þú ert eins og barn, sem fætt er í guðs ætt, og hann elskar þig eins og hann elskar sinn son. Þegar þú hefur gefið Jesú Kristi sjálfan þig, þá drag þig ekki í hlé. Farðu ekki frá honum, heldur segðu á hverjum degi: „Eg er Krists eign, ég hefi gefið honum sjáífan mig“. Bið þú guð að gefa þér sinn anda og varðveita þig í náð sinni. Eins og þú gjörðist barn guðs er þú fólst þig honum á vald og fórst að trúa á hann, þannig átt þú og að lifa í honum. Postulinn segir „Breytið því samkvæmt lærdómi drottins vors Jesú Krists, eins og þér hafið hann numið“. Svo virðist sem sumir ætli að þeir verði að standast reynslu nokkra og færa sönnur á betrun sína gagnvart drottni, áð- ur en þeir geti krafizt blessunar hans. En þeir geta þegið blessun guðs þegar í stað. Þeir verða að hafa náð guðs og anda Krists sér til styrktar í veikleik sínum; að öðrum kosti fá þeir eigi reist rönd við hinu illa. Jesús gleðst yfir því að vér komum til hans eins og vér erum, syndugir vanmegn- ugir og þurfandi hjálpar hans. Vér verð- um að koma með allan vorn veikleika, alla vora heimsku og allar vorar syndir og falla honum til fóta með iðrandi sál. Honum er það dýrð að vefja oss kærleiks- faðmi sínum, binda um sár vor og þvo af oss allan óhreinleika. Margar þúsundir manna hafa farið vilt í þessu efni. Þeir trúa því ekki að Kristur muni fyrirgefa þeim persónulega. Þeir treysta því ekki, að guð sé haldinorður. Allir þeir, sem uppfylla skilyrðið, standa í því efni öðrum betur að vígi, að þeir geta vitað með sjálfum sér að guð hefur af náð sinni að öllu fyrirgefið þeim hverja ein- ustu synd. Rektu þá ætlun burt úr huga þínum að fyrir heit guðs séu ekki stíluð til þín. Þau eru stíluð til sérhvers iðrandi syndara. Oss er gefið þrek og náð fyrir Krist, og þjónustusamir englar flytja þau sérhverri trúandi sál. Enginn er svo synd- ugur að hann geti ekki fengið þrek, hrein- leik og réttlætingu hjá Jesú, sem dó fyrir hann. Hann þráir að mega færa þá úr fat- inu, er syndin hefur saurgað, og klæða þá í hinn hvíta skrúða réttlætis síns. Hann býður þeim að lifa og deyja ekki. Guð breytir ekki við oss svo sem dauð- legir menn breyta hver við annan. Hugs- anir hans eru fullar miskunsemi, kærleika og viðkvæmrar meðaumkunar. Hann seg- ir: „Hinn óguðlegi láti af sinni breytni og illvirkinn af sinni hugsun og snúi sér til drottins, þá mun hann miskuna honum, og til vors guðs, því hann er fús á að fyrir- gefa“. Ég lét þínar misgjörðir burtu hverfa sem þoku, og þínar syndir sem ský“. „Eg hef enga vild á því að nokkur mað- ur devi; bætið því ráð yðar og lifið“. Satan bíður búinn til að ræna oss hinni dýrmætu fullvissu frá Guði. Hann leggur á það allan hug að svipta sálina sérhverjum ljósgeisla og allri von. En þú mátt ekki leyfa honum

x

Stjarnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.