Stjarnan - 01.12.1951, Side 1

Stjarnan - 01.12.1951, Side 1
STJARNAN DESEMBER 1951 LUNDAR, MANITOBA Er trú þín veruleiki? Er Jesús Kristur einkavinur þinn? Fagnar þú tækifærinu að mæta honum að morgninum, gleðst þú yfir félagsskap hans allan daginn og treystir honum ör- uggur þegar nóttin kemur? Getur þú sest niður og talað við hann um viðfangsefni þín, sagt honum frá vonbrigðum þínum og því sem gleður þig og gengur þér að óskum? Kannast þú við að hann er þinn. frelsari, og að helzta áhugamál hans er að hjálpa þér til að lifa sigursælu lífi hér, °g svo flytja inn í heimilið sem hann er að undirbúa fyrir þig? Er ekki alt þetta fyrir þig? Er það ekki það sem þú þráir, væntir eftir og biður um, en hefir ennþá ekki hlotnast? Finnur þú stundum til hrygðar þegar aðrir segja frá hvernig þeir finna til Guðs nálægðar °g sjá, hvernig hann stjórnar öllu þeim til blessunar, meðan þú sættir þig við áð fylgja settum trúarbragðareglum, en finn- ur þó til þess að þig skortir hinn andlega lífskraft? Veruleiki er alveg nauðsynlegur í and- legri reynslu. En sumir skilja ekki að veruleiki geti átt sér stað í andlegum efnum. Er ekki hið andlega ósýnilegt og óáþreifanlegt? Vissulega er það, og það er erfitt fyrir skilning vorn að grípa þann veruleika, að ósýnilegar og andlegar verur eru félagar vorir og bænir til ósýnilegs Guðs fá áheyrn og eru uppfyltar, og að Guðs ósýnilegi heilagi andi getur tekið sér bústað í hjörtum manna og ummynd- að líf þeirra. En sannfæring um þennan veruleika er alveg nauðsynleg til að geta öðlast og viðhaldið kristilegri reynslu. Slík sann- færing er ekki ímyndun, því hið andlega or fullkomlega eins verulegt eins og hið osýnilega loft sem þú andar að þér og hið undraverða rafmagn sem lýsir hús þitt, og hið ósýnilega afl sprengjuéfnisins sem molar sundur klettana. Hvað veruleg eru trúarbrögð þín fyrir þig? Fáir safnaða meðlimir efast um veru- leika frelsunaráformsins. Jesús kom til að frelsa heiminn. Hann er skaparinn og endurlausnarinn. Návist hans, holdtekja, heilagt líferni, fórnardauði hans, upprisa hans, meðalgangara embætti hans og endurkoma hans, alt þetta er viðurkent af kristnum mönnum. En þegar til þess kem- ur að kannast við og segja: „Ég veit að Jesús er frelsari minn, hann dó fyrir mig og hann hefði dáið fyrir mig þó ég hefði verið sá eini 1 heiminum sem þurfti sálu- hjálpar“, þá hika margir. Hvers vegna? Blátt áfram vegna þess að þeir hafa aldrei náð fullkomnum skilningi á veruleika frelsunarinnar í Kristi. Jafnvel þótt fagnaðarerindið sé sett fram í orðum sem ná yfir alt mannkynið til dæmis: „Svo elskaði Guð heiminn“, (Jóh. 3:16.) „Mannsins sonur kom til að leita þpss, sem glatað var og frelsa það“, (Lúk. 19:10.) og „Hann dó fyrir alla“, (2Kor. 5:15.), þá skulum vér minnast þess að Jesús dó ekki fyrir alla sem heild, held- ur fyrir hvern einstakan meðlim mann- kynsins. Vér getum hugsað um biljónir íbúa jarðarinnar sem þjóðir, Ameríku- menn, Brazilíumenn, Kínverja, Englend- inga o. s. frv. En athygli Guðs er beint að einstaklingnum, aS þér. Honum er eins ant um velferð þína eins og þó þú værir hinn eini maður eða kona í heiminum. Jesús reyndi að gjöra þetta skýrt fyrir oss er hann sagði: „Eru ekki fimm spörvar seldir fyrir tvo smápeninga og þó er ekki einn af þeim gleymdur fyrir Guði, meira að segja, jafnvel hárin á höfði yðar hafa. öll verið talin, verið óhræddir, þér eruð meira verðir en margir spörvar“. Lúk.

x

Stjarnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.