Stjarnan - 01.12.1951, Qupperneq 4

Stjarnan - 01.12.1951, Qupperneq 4
92 STJARNAN er rangt, en finst þú getir ekki hrint slík- um hugsunum frá þér. Meðalið við þessu er, strax þegar hugsanir þínar fara í ranga stefnu þá biður þú Guð einlæglega og al- varlega í hjarta þínu: „Faðir hjálpaðu mér að hrinda í burtu þessum hugsunum, en festa hugann við það sem er rétt og gott“. En þetta í sjálfu sér er ekki nóg, þú verð- ur líka ákveðið og af ásetningi að snúa huga þínum, jafnvel neyða hann til að hugsa um eitthvað gott og gagnlegt. Einhver getur álitið að hann ætti altaf að hafa Biblíuvers í huganum. Jafnvel þó þetta væri æskilegt þá getum við ekki Varið hverri einustu mínútu til að hugsa um Biblíutexta. Húsmóðirin verður að hugsa fyrir næstu máltíð handa fjölskyld- unni. Námsmaðurinn verður að hafa hug- ann við bókstafareikningi'nn, ensku mál- fræðina eða því um líkt. Verzlunarmaður- inn verður að hugsa um verzlunina sína og starf verkamanna sinna. En menn verða að snúa huga sínum frá því sem er ilt, óþarft eða gagnslaust. í sameining við Drottinn þinn og her’ra getur þú unnið sigur. Ert þú ánægður, reglulega hamingju- samur? Ert þú glaður að þú ert kristinn og þekkir Guð? Er fögnuður þinn í Drotni svo verulegur að hann kemur fram í lífi þínu og hugsunarhætti svo aðrir geta séð að hann er verulegur? Þú þjáist alls ekki af órósemi né kvíða ef trú þín er veru- leiki. Einhver bezta gjöfin sem Jesús veitti oss stendur í Jóh. 15:11. „Þetta hef ég talað til yðar til þess að fögnuður minn sé hjá yður og fögnuður yðar fullkomnist“. Rétt áður en Jesús sagði þetta hafði hann verið að tala um vínviðinn og grein- arnar til að benda þeim á.sambandið milli hans og lærisveina hans. Til þess að stofna þetta samband og halda því við sagði hann að þú yrðir að halda hans boðorð. Ef þú heldur boðorðin muntu standa stöðugur í elsku hans, og fögnuður hans verður þinn fögnuður. Þessi fögnuður er ekki það sem heim- urinn kallar skemtanir, sem svo margir sækjast eftir nú á dögum. Það er ekki hugsunarlaus hlátur veraldlegs samkvæm- is,'eða skemtanir þeirra sem hringsnúast í danssalnum á svo léttum fótum eins og þeir varla snerti gólfið. Heldur er það gleði sem ekki er bundin við ytri áhrif eða félagsskap vissra einstaklinga. Það er djúp, rótgróin, staðföst innri gleði, sem byggist á fullvissunni um það að þú ert á leiðinni til Guðs ríkis, og að hann sem er kærleiksríkur, alvitur og og almáttug- ur leiðir þig hver spor áfram. Þetta er hús bygt á bjargi sem enginn stormur getur kollvarpað. Að njóta fagnaðar Krists meinar ekki að vér aldrei fellum tár. Missir ástvina, villuráfandi barn, sjúkdómur á heimilinu eða syndir sem viðgangast í heiminum, alt þetta getur pressað tár af augum vor- um. Ef vér skiljum glötunarástand margra í heiminum og skyldu vora að flytja þeim fagnaðarerindið, þá vekur þetta sorglegar og alvarlegar tilfinningar, sem menn álíta að geti ekki samrýmst verulegri ham- ingju, en þetta getur þó ekki raskað þeirri rósemi né svift oss þeirri gleði sem Jesús hefir lofað lærisveinum sínum. Á dimm- ustu stundum sínum vissi Jesús að Faðir- inn var stöðugt hjá honum. Hvorki líkam- leg né andleg þjáning gat slitið sambandið milli hans og Föðursins. Þetta er það sem hann vill líka veita þér. „Og sjá, ég er með yður alla daga alt til enda veraldar- innar“. Hvílíkur fögnuður og gleði. Ó, hvílíkan öruggleika þetta loforð veitir þeim sem treysta Drotni. Og bak við alt þetta er hið eilífa komandi líf. Skortur, fátækt, þjáningar, heimilis- leysi, fyrirlitning og allskonar erfiðleik- ar — alt þetta sýnist svo lítils virði þegar Guðs andi opinberar fyrir manninum nýj- an himinn og nýja jörð, „því auga hefir ekki séð né eyra heyrt hvað Guð hefir þeim fyrirbúið sem hann elska, en oss hefir Guð opinberað það fyrir sinn anda“ lKor. 2:9.—10. Þegar sameinast hjá þér fögnuðurinn yfir að þekkja frelsarann hér og að eiga von á að vera með honum í eilífðinni, hvernig getur þá þunglyndi, kvíði eða órósemi fest rætur í hjarta þínu? Líf 1 samfélagi við frelsarann er í sann- leika hamingjusamt líf — hið eina veru- lega hamingjusama sem til er í þessum heimi. Þegar trú þín verður veruleiki þá nýtur þú þessarar hamingju. —T. H.JEMISON V

x

Stjarnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.