Stjarnan - 01.07.1953, Síða 3

Stjarnan - 01.07.1953, Síða 3
STJARNAN 51 út. Eftir langt umsátur tóku þeir borgina, en enginn kristinna manna fórst, þeir voru allir komnir í burtu. Jesús hafði sagt að Jerúsalems skraut- lega musteri yrði eyðilagt og það fór svo. Hann sagði að borgin yrði í annara þjóða höndum og það kom fram. Frá 70 eftir Krist og alt til þessa tíma hefir borgin verið undir yfirráðum Rómverja, Persa, Araba, Egypta og Tyrkja, Krossferða- manna og Breta. Spádómar Krists hafa komið fram. Fall Jerúsalemsborgar er táknmynd upp á endir heimsins, og er að- vörun til allra manna. Jesús fór fljótt yfir sögu í spádómum sínum um miðaldirnar, og gaf svo tákn upp á hina síðustu daga hins kristna tímabils, þegar lærisveinar hans spurðu hann: „Hvenær mun þetta verða, og hvert er tákn komu þinnar og enda veraldar?" 3. vers. Jesús svaraði þeim: „En þegar eftir þrengingu þessara daga, mun sólin sortna og tunglið eigi gefa skin sitt og stjörnurn- ar munu hrapa af himni og kraftar himn- anna munu bifast, og þá mun tákn manns- ins sonar sjást á himninum, og þá munu allar kynkvíslir jarðarinnar kveina og þær munu sjá manns soninn komandi á skýjum himins með mætti og mikilli dýrð.“ vers 29. 30. Hafa þessi tákn átt sér stað? Vissulega. Dimmi dagurinn var 19. maí 1780, en stjörnuhrapið 13. nóv. 1833. Lesum nú sama spádóminn í K. 13:24.—26. Já, Jesús þekti framtíðina, hann sagði fyrir atburðina alt til tímans enda. Það hefir alt komið fram. Hann leit líka fram yfir nútímann. Hann sá hinn komandi nýja heim og endurkomu sína til að frelsa sitt fólk. Hann sá dómsdag og hina nýju jörð, endan á sorg og sársauka. Hann sá þann tíma þegar dauðinn verður ekki framar til. Hann sá alt þetta og sagði það fyrir. Hann mum fullkomna það alt. En er ég reiðubúinn að mæta morgundeginum? Ert þú reiðubúinn? Vér ættum að vera það. Jesús segir til vor, er hann lítur fram í hina dýrðlegu framtíð: „Fyr'ir því skuluð og þér vera viðbúnir, því manns sonurinn kemur á þeirri stundu, sem þér eigi ætlið.“ — S. T. 1947 Jesús vor fyrirmynd Vér þurfum að hafa fullkomna fyrir- mynd til að breyta eftir. Jesús er þessi fyrirmynd. Pétur postuli segir um hann: „Kristur leið einnig fyrir yður og eftirlét yður fyrirmynd, til þess að þér skylduð feta í hans fótspor.“ 1 Pét. 2:21. Jesús'er vor sanna fyrirmynd, því hann íklæddist mannlegu holdi og var freistaður á allan hátt eins og vér, þó án syndar. Þegar hann var hér sagði hann: „Komið til mín . ... og lærið af mér.“ Til eins af lærisveinum sínum sagði hann: „Fylg þú mér.“ Vér eigum að hafa hann í huga og fyrir augum, til að þroska hjá oss sama lunderni og hann hafði. Vér eigum að keppa eftir að líkjast honum. Svo þegar hann birtist þá mun hann „ummynda lík- ama vorrar lægingar svo hann verði líkur hans dýrðarlíkama." Hann lifði fullkomnu lífi og hans líf á að opinberast í voru lífi. Þegar Job sagði: „Ég veit lausnari minn lifir,“ þá meinti hann ekki einungis að hann lifði í dýrð sinni, heldur lifði hann einnig í hjarta hans. Þetta er það, sem innifelst í orðum Páls postula er hann segir: „Ég er með Kristi krossfestur. Sjálfur lifi ég ekki framar heldur lifir Kristur í mér, en það sem ég enn lifi í holdi, það lifi ég í trúnni á Guðs son, sem elskaði mig og lagði sjálf- an sig í sölurnar fyrir mig.“ Gal. 2:20. Líf Krists er oss fyrirmynd í bæn, kær- leika og sjálfsfórn. Hann baðst fyrir meðan aðrir sváfu. Stundum var hann heilar nætur á bæn. Vér getum aldrei skilið kær- leika hans til fulls. Vér getum aðeins sagt með Jóhannesi: „Sjáið hvílíkan kærleika faðirinn hefir oss auðsýnt að vér skulum Guðs börn kallast.“ Líf hans var fullkomin sjálfsfórn. Hann gaf alt til þess vér vesælir syndarar mættum frelsast og öðlast ei- líft líf. Jesús gaf oss fyrirmynd í trú á Guðs opinberaða orð. Öll kenning, sem vér veit- um viðtöku þarf að vera bygð á Guðs orði. Jesús er miðpunktur allra kenningar atriða kristindómsins. Margar kenningar sem eru kallaður kristindómur eru í gagnstæði við orð Guðs í heilagri Ritningu. Sá sem kallar sig kristinn verður að sýna í breytni sinni að trú hans er bygð á Jesú og kenn- ingum hans.

x

Stjarnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.