Stjarnan - 01.07.1953, Qupperneq 4
52
STJARNAN
Hann gaf oss fyrirmynd í fullkominni
hlýðni við föðurinn. Hjarta sem fylt er af
elsku til Guðs getur eins og hann sagt: „Að
gjöra þinn vilja minn Guð er mér yndi, og
lögmál þitt er hið innra í mér.“ Hinn síð-
asti söfnuður Guðs verður hlýðinn öllum
skyldum sínum bæði til Guðs og manna.
Þegar Jesús kemur aftur þá má segja þetta
um þá sem vænta hans: „Hér eru þeir sem
varðveita boðorð Guðs og trúna á Jesúm.“
Ef allir íbúar heimsins vildu taka Jesúm
sér til fyrirmyndar, þá yrðu engar mis-
munandi trúarkenningar, og engin hræsni
í líferni manna, þá þyrftu menn engar
friðarnefndir og engar vopnaverksmiðjur.
Þá yrði engin þörf fyrir lögreglumenn, því
enginn mundi stela, myrða, hata eða fremja
nokkra aðra glæpi. Þá mundi kærleiki,
gleði og friður ríkja alstaðar meðal manna.
—W. B. OCHS
----------☆----------
„Glatt hjarta veitir góða
heilsubót"
Ástand hjartans og hugarfarsins er
mjög áríðandi. Hjartveiki er helzta dauða-
meinið í Bandaríkjunum nú sem stendur.
Hinn vitri hefir mikið að segja um ásig-
komulag hjartans og gefur beztu ráðlegg-
ingu til lækningar hjartveiki.
Þessi sjúkdómur hefir farið mjög í vöxt
síðustu áratugi, þetta orsakast án efa mikið
af áhyggjum manna yfir ástandinu milli
þjóða og einstaklinga nú á tímum. „Þessi
vandræða veröld“, er algeng setning í út-
breiddustu dagblöðum stórborganna. Það
má óhætt fullyrða, að íbúar heimsins hafa
aldrei liðið eins mikið, vegna stríðs og
ófriðartíðinda, vegna óráðvendni hærri
stétta mannfélagsins, og vegna sundrunga
heimilanna, eins og nú.
Hjartað er miðstöð tilfinninganna. Alt
sem vér gjörum og verður oss að vana á
rót sína ,að rekja til tilfinninga vorra. Af
þessu leiðir að tilfinningar vorar, elska,
hatur, gleði eða sorg hefir beinlínis áhrif
á hið líkamlega ásigkomulag hjartans. Til-
finningalíf vort og líkami vor er ein heild.
Það sem hefir áhrif á annaðhvort þeirra
hefir áhrif á hvorutveggja. Heilbrigðisráð
Salómons hafa aldrei verið meir áríðandi
en nú.
Nú kunna menn að spyrja: „Hvað er
glatt hjarta? Hvernig geta menn öðlast
það?“ „Glatt hjarta veitir góða heilsubót“,
segir Salómon. Glatt hjarta sýnir sig í hug-
rekki og öruggleik. Þetta er í samræmi við
skipun Krists: „Verið hughraustir“, ekki
aðeins við viss tækifæri, heldur altaf í
sorg og mótlæti engu síður en þegar alt
gengur að óskum. „f heiminum munuð þér
hafa þrenging.“ Þrenging meinar ákafleg
vandræði og erfiðleika. Glatt eða ham-
ingjusamt hjarta er það sem væntir betri
tíma og gleðst stöðugt í voninni um þá.
Traust á Guði og meðbræðrum vorum er
grundvöllurinn sem hugrekki og rólyndi
byggist á.
Sorg er allra manna hlutskifti. Jesús
grét við gröf Lazarusar. En hann var viss
um að sjá vin sinn aftur, því hann sagði
lærisveinum sínum: „Ég fer nú til að
vekja hann.“ Glatt hjarta er það sem hefir
örugga, stöðuga trú og von undir öllum
kringumstæðum. Ritningin gefur mörg
dæmi upp á glatt hjarta mitt í þyngstu
erfiðleikum. Páll og Sílas eru dæmi upp
á það. Þeir höfðu verið barðir, bundnir og
fætur þeirra settir í stokk, en þeir sungu
lofsöngva. Glatt hjarta missir aldrei von-
ina, og vonin er ein af þeim eiginleikum
sem eru varanlegir.
Hvernig getum vér öðlast þessa gleði
og hugrekki? Ég skal nú fyrst taka því
fram, að það heimtar ákveðið áform að
eignast glatt hjarta fult af hugrekki. Áður
en Jesús bauð lærisveinum sínum að vera
hughraustir mitt í þrengingum, þá hafði
hann sagt þeim að vera stöðugir í honum.
„Ég er vínviðurinn, þér eruð greinarnar,
sá sem er stöðugur í mér og ég í honum,
hann ber mikinn ávöxt.“ Ef Jesús býr í
hjartanu þá finnast þar allar dygðir og
þar á meðal kærleiki, gleði og friður. Þetta
eru ávextir andans ásamt öðrum dygðum,
sem upp eru taldar og fylla glatt hjarta.
Salómon segir, þegar hann talar um
mann, sem leitar eftir hamingju: „Eins og
hann hugsar svo er hann.“ Þetta er aðal-
atriðið. Að hugsa rétt er góð byrjun, en
það er ekki nóg. Vér þurfum að láta í ljósi
■hugsanir vorar. Það er hægt að gjöra bæði
í orði og verki. Vingjarnlegt orð eða hjálp-
semi getur breytt lífsstefnu annars manns
og jafnvel vorri eigin. „Eins og þér viljið
að aðrir breyti við yður, svo skuluð þér og