Stjarnan - 01.07.1953, Side 6

Stjarnan - 01.07.1953, Side 6
54 STJARNAN Alt í gegn um aldirnar hefir Guð frels- að fólk sitt. Hann var með Jósef í ókunnu landi. Hann var með Móses til að leiða ísraelsmenn út úr þrældómshúsi Egypta- lands. Elísa spámaður var umkringdur eld- legum vögnum og riddurum, til að vernda hann fyrir sýrlenska hernum. Guð varð- veitti þrjá hebreska menn gegn um eldinn. Hann lokaði munni ljónanna svo þau gjörðu Daníel ekkert mein. Náð hans nægði Páli postula gegn um alla erfiðleika. Hann hefir lofað að varðveita sína útvöldu og leiða þá inn í sitt himneska ríki. 2 Tím. 4:18. „Engill Drottins setur vörð kring um þá er óttast hann og frelsar þá.“ Sálm. 34:8. Nú á þessar sprengjuöld er það alveg áreiðanlegt. „Hæli þitt er hinn eilífi Guð og hið neðra eru eilífir armar.“ 5 Mós. 33:27. —M. ABERCROMBIE ---------☆---------- Undirgefni undir Guðs vilja „Himneski faðir, verði þinn vilji í lífi mínu sem á himni.“ Yfir 20 ár hafa þessi orð endurhljómað í huga mínum, og altaf um leið minnist ég aldraða negra bróðurs- ins. Hann var altaf á bænasamkomum 1 sömu kirkjunni sem ég sótti í Panama borginni, meðan ég átti heima í því héraði. Ég held ég hafi aldrei heyrt þennan þjón Drottins flytja bæn án þess hann seint eða snemma í bæninni bæri fram þessa setn- ingu: „Verði þinn vilji í lífi mínu sem á himni.“ Hann bað um hjartalag og hugarfar Krist, er hann bað með orðum sálmaskálds- ins: „Að gjöra þinn vilja, Guð minn, er mér yndi, og lögmál þitt er hið innra í mér.“ Þegar Jesús dvaldi meðal manna í Pale- stínu sagði hann: „Ég kom frá himni, ekki til að gjöra minn vilja, heldur vilja þess er mig sendi.“ Já, hann kom til að gjöra föðursins vilja og það var gleði hans, því hann elskaði heiminn eins og faðir hans gjörði, og gaf líf sitt til að frelsa mann- kynið. „Ef Guð lofar,“ hversu oft heyrði ég þetta svar frá innfædda kristna fólkinu á trúboðssvæðinu. „Þú kemur aftur í fyrra- málið?“ spurði ég konu, sem hjálpaði mér í húsinu. „Já, ef Guð lofar verð ég hér,“ svaraði hún. Ég var að tala við nemanda í efsta bekk skólans og spurði: „Hvað ætlar þú að taka fyrir þegar þú útskrifast?11 „Ef Guð vill ætla ég að verða kennari," svaraði hann. Ég var hrifin af að heyra að fólkið óskaði í öllu að fylgja Guðs hand- leiðslu. Þetta var ein af þeim dýrmætustu lexíum, sem innfædda kristna fólkið kendi mér meðan ég hafði þau einkaréttindi að búa meðal þeirra. Fyrir nokkru síðan mætti ég vinkonu, sem ég hafði ekki séð í mörg ár. Hún var ágæt starfskona, sem ætíð hafði góð áhrif á mig. Hún og maður hennar voru óþreyt- andi í því að leita þess, sem glatað var og frelsa það. Eitt var það þó, sem hrygði mig, er ég mætti henni. Hún gekk við hækjur. Hún var svo að segja máttlaus í öðrum fætinum og læknar gátu ekkert gjört. „Ó, ég vona Guði þóknist að lækna þig bráðlega,“ sagði ég. „Já,“ svaraðþhún, „nema ég geti þjónað honum betur á þennan hátt.“ Hér var fullkomin undir- gefni undir Guðs vilja. Hún hafði lært að taka undir með Jesú og segja: „Að gjöra þinn vilja, minn Guð, er mér yndi.“ Oss er kent að biðja: „Verði þinn vilji svo á jörðu sem á himni.“ Er ekki inni- falið í þeirri bæn að vilji hans verði í voru lífi? Vissulega. En biðjum vér í ein- lægni um það? Viljum vér að Guð stjórni lífi voru? Einu sinni var General Booth stofnandi hjálpræðishersins spurður hvað væri leyndardómurinn við framgang hersins. Þessi guðrækni maður svaraði: „Eftir að ég sá ástand fátæklinganna í Lundúnum hefir Guð haft fullkomin umráð yfir lífi mínu.“ Já, þetta er leyndardómurinn. Undir- gefni undir Guðs vilja auðgar lífið og gjörir það líka blessunarríkt fyrir aðra. Það er örugg trygging fyrir góðum fram- gangi. Það er blátt áfram eini vegurinn til velgengni í þessum heimi, og eini veg- urinn til að ná inngöngu í Guðs ríki. Guðs vegur er altaf beztur. En það er ekki ætíð létt fyrir vor jarðnesku augu að sjá það og skilja. Stundum bendir Guð oss á grýtta braut, sem sýnist hættuleg. Erfiðleikar og þrengingar mæta oss, þetta skelfir oss og vér vildum helzt hörfa til baka. Með titrandi hjörtum göngum vér /

x

Stjarnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.