Stjarnan - 01.07.1953, Blaðsíða 7

Stjarnan - 01.07.1953, Blaðsíða 7
STJARNAN 55 inn á hina erfiðu braut. En vér getum verið viss um að elskandi vinur er þar með oss. Hans náð nægir oss. Sorgarganga vor leiðir oss til dýrðlegs sigurs ef vér viljum læra að biðja eins og Jesús bað: „Ekki minn heldur verði þinn vilji.“ Þegar vér fetum lífsferil vorn í þeim anda, þá verður öll vor reynsla oss til blessunar. I gegn um sérhverja erfiða sorg eða reynslu sem oss mætir hefir Guð ein- hverja gjöf handa oss ef vér aðeins viljum þiggja hana. En vér lokum hjörtum vorum fyrir þeirri gjöf, ef vér möglum og kvört- um og viljum ekki taka lífinu eins og oss ber að gjöra með undirgefni undir Guðs vilja. Eftir því sem vér vinnum fleiri sigra og öðlumst meiri reynslu þá munum vér sjá að Guðs vegur er bezti vegurinn, og eini rétti vegurinn. Þá munum vér vilja taka undir með gamla negra bróðurnum og biðja af hjarta: „Faðir, verði þinn vilji í lífi mínu sem á himni.“ —MRS. E. E. ANDROSS Ský í loftinu Ameríkumaður einn reyndi að fá vega- bréf til Tyrklands. Tyrkneski sendiherrann lagði fram nokkrar spurningar viðvíkjandi hinni fyrirhuguðu ferð hans, og sagði hvers vegna hann kæmi með þessar spurn- ingar: „Þú veist það eru ský á hreyfingu í loftinu.“ Skýin myrkva loftið venjulega á undan illviðri. í táknmyndamáli eru skýin fyrir- boði voðalegra atburða, stríðs og óeirða. Zefanía spámaður segir: „Hinn mikli dagur Drottins er nálægur, hann er nálægur og hraðar sér mjög. Heyr, dagur Drottins. Beisklega kveinar þá kappinn. Sá dagur er dagur reiði, dagur neyðar og þrengingar, dagur eyðingar og umturnunar, dagur nayrkurs og níðdimmu, dagur skýþyknis og skýsorta, dagur lúðra og herblásturs gegn víggirtum borgum og háum múrtindum.“ Zef. 1:14.-16. Tyrkland er ekki hið eina land, sem hefir myrku skýin á hreyfingu yfir höfði sér. Starfsmenn Guðs ríkis verða að hraða sér með að flytja fagnaðarboðskapinn út um allan heim, áður en óviðrið skellur á. Sendiboði Guðs veit að hin myrka nótt er í nánd, svo hann verður að láta til sín heyra og aðvara fjöldann tafarlaust. Þegar Jesús fór frá lærisveinum sínum á Olíufjallinu, þá nam ský hann frá augum þeirra. Þeim fanst þetta sorgardagur, en svo komu tveir menn til þeirra í hvítum klæðum, hughreystu þá og sögðu: „Þessi Jesús, sem var uppnuminn frá yður til himins, mun koma á sama hátt og þér sáuð hann fara til himins.“ Post.. 1:11.. Meðal þessara lærisveina var Jóhannes postuli. Hversu hrifinn hlýtur hann að hafa verið, þegar hann nálægt 60 árum seinna sá x sýn sinn elskaða Drottinn og herra koma aftur. Hrifinn í anda segir hann: „Sjá, hann kem- ur í skýjunum og hvert auga mun sjá hann, og jafnvel þeir sem stungu hann, og allar kynkvíslir jarðarinnar munu kveina yfir honum.“ Op. 1:7. Eftir að Guðs börn hafa verið með Jesú þúsund ár í húsi föðursins, þá mun hann ásamt þeim koma aftur til jarðarinnar, svo verður jörðin hreinsuð af synd og syndurum, og ummynduð og endursköpuð til sinnar upprunalegu feg- urðar. Þá uppfyllist spádómurinn í 2 Sam. 23:4. „Hann er eins og dagsbirtan, þegar sólin rennur upp á heiðríkju morgni, þegar grasið sprettur í glaða sólskini eftir regn.“ Þannig er heiðskír morgun notaður sem táknmynd upp á réttlætis og friðarríki Krists. Þá, en ekki fyr, rætist það að „Jörðin mun verða full af þekkingu á dýrð Drottins, eins og djúp sjávarsins er vötnum hulið.“ Habakuk 2:14. Þegar vér því sjáum þykna í lofti af ófriðarskýjum, þá minnumst spádómanna, hressum upp hugann og hlýðum áminn- ingunni um að leita Drottins „meðan hann er að finna, og ákalla -hann „meðan hann er nálægur.“ „Lítið upp og upphefðjið yðar höfuð því lausn yðar er í nánd.“ —R. H. HARTWELL

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.