Stjarnan - 01.02.1954, Qupperneq 3

Stjarnan - 01.02.1954, Qupperneq 3
STJARNAN 11 Framtíðarvon Guðs barna „Jesús fór burt að tilbúa okkur stað“. Jóh. 14:2.—3. Þegar hann kemur í skýjun- um mun hann taka öll Guðs börn heim til sín. „Því sjálfur Drottinn, með höfuð- engilsraust, og með básúnu Guðs mun stíga niður af himni, og þeir sem dánir eru í trú á Krist munu fyrst upp rísa, síðan munum vér sem lifum, sem eftir erum, verða ásamt þeim hrifnir burt í skýjum, til fundar við Drottinn í loftinu, og síðan munum vér vera með Drotni alla tíma“. 1 Þess. 4:16.—17. Þessi heimur og öll mannvirki í honum verða eyðilögð. „En dagur Drottins mun koma sem þjófur, og þá munu himnarnir með miklum gný líða undir lok, frumefnin sundur- leysast í brennandi hita, og jörðin og þau verk sem á henni eru, upp brenna“. 2 Pét. 3:10. Guð mun skapa nýján himin og nýja jörð upp úr þessari jörð, þegar hún hefir verið hreinsuð með eldi. „Því sjá, ég skapa nýjan himin og nýja jörð, og hins fyrra skal ekki minst verða og það skal engum í hug koma“. Jes. 65:17. Hinir endurleystu munu erfa jörðina og búa þar eilíflega. „Sælir eru hógværir, því að þeir munu landið erfa“. Matt. 5:5. Hin nýja Jerúsalem verður höfuðborg nýju jarðarinnar. „Og ég sá nýjan himin og nýja jörð, því að hinn fyrri himin og hin fyrri jörð var horfin, og hafið er ekki framar til. Og ég sá borgina helgu, nýju Jerúsalem, stíga niður af himni frá Guði, búna sem brúði er skartar fyrir manni sínum“. Op. 21: 1 — 2. Hinir endurleystu munu hafa verulegan heim að búa og starfa í. „Því sjá, ég skapa nýjan himin og nýja jörð, og hins fyrra skal ekki minst verða . . . . Þeir munu reisa hús og búa í þeim, og þeir munu planta víngarða og eta ávöxtu þeirra". Jes. 65:17.—21. Enginn söknuður eða dauði dregur úr hamingju hinna endurleystu. „Hann mun þerra hvert tár af augum þeirra, dauðinn mun ekki framar til vera, hvorki harmur né vein né kvöl er framar til“. Op. 21:4. Engin endurminning sorgar eða þján- inga liðinna tíma mun skyggja á sælu Guðs barna á hinu nýja heimili þeirra. „Hins fyrra skal ekki minst verða og það skal engum í hug koma“. Jes. 65:17. Það eru viss skilyrði, sem allir verða að mæta til að fá inngang í borgina helgu. „Sælir eru þeir sem breyta eftir hans boðorðum, svo þeir nái að komast að lífs- trénu, og megi innganga um borgarhliðin inn í borgina". Op. 22:14. „Hættið og viðurkennið að ég er Guð" —Sálm. 6:10 Þetta er skipun. Hversu oft þegar vér vorum börn ámintu foreldrar vorir oss um að vera kyrlát. Vera má vér töluðum of mikið eða gjörðum annan hávaða. Full- orðna fólkið vildi fá að tala, eða hvíla sig, svo oss var boðið að vera kyrlát. En í þessum texta er Guð ekki að tala við börn heldur við menn og konur. Hann býður þeim að vera hljóð. Tilgangur hans með þetta er að menn megi öðlast þekk- ingu, læra að þekkja hann, og það er eilíft líf að þekkja hann og þann sem hann sendi, Jesúm Krist. Það er nær því ómögulegt í þessum hringlandi, hávaðasama heimi að finna pláss þar sem alt er kyrt og hljótt. Alt er á ferð og flugi. En mitt í hávaða og glaumi lífsins býður Drottinn oss að hætta eða vera hljóðir. Þér finnst ef til vill erfitt að fmna stund til að leggja til hliðar annríki lífsins og hugsa um Guð, en það er sá típai sem bezt er varið. Ef þú getur fundið rólegt pláss, sest niður, hvílt þig, hugsað og beðið til Guðs í hálfan klukkutíma, þá munt þú við það öðlast bæði líkamlega og andlega hressingu.

x

Stjarnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.