Stjarnan - 01.04.1954, Side 2
26
STJARNAN
mun ekki láta þeim óhegnt sem leggja
nafn hans við hégóma“.
Þeir sem skírðir eru til nafns föður,
sonar og heilags anda, þeir taka nafn
Krists, kalla sig kristna, en ef þeir ekki
feta í Jesú fótspor, ekki lifa kristilegu lífi,
þá brjóta þeir þriðja boðorðið, jafnvel þó
þeir ekki nefni hans heilaga nafn í verald-
legum umræðum.
—S. J.
☆ ☆ ☆
„Sérhvert ónytjuorð, það er mennirnir
mæla, fyrir það skulu þeir á dómsdegi
reikning lúka, því að af orðum þínum
muntu verða réttlættur, og af orðum
þínum muntu verða sakfeldur". Matt.
12:36.-37.
----------☆----------
Samta! við Guð
Fleiri prestar voru saman komnir til að
ræða um ýms nauðsynjamál. Meðal ann-
ars kom upp spurning um það, hvernig
menn gætu hlýtt skipuninni: „Biðjið án
afláts“. Að lokum var einn prestanna kos-
inn til að skrifa grein um þetta efni, sem
hann svo átti að lesa upp fyrir þeim á
næsta fundi. Þjónustustúlka var nær-
stödd og heyrði þessa ákvörðun, hún sagði
undrandi: „Hugsa sér að taka heilan mán-
uð til að útskýra þennan texta, sem er
einhver sá léttasti og skýrasti í allri
Biblíunni“.
„Jæja, María“, sagði gamall prestur,
„hvernig skilur þú hann? Getur þú beðið
án afláts?“
„Vissulega ,herra minn“.
„Þú, sem hefir svo mikið að gjöra“.
„Auðvitað, því meir sem ég hef að
gjöra því meir get ég beðið. Fyrst þegar ég
lýk upp augunum á morgnana þá bið ég:
„Drottinn opnaðu augu míns hugskots“.
Þegar ég klæði mig bið ég: „íklæð mig
skikkju þíns réttlætis“. Þegar ég þvæ mér
þá bið ég: „Hreinsaðu mig af allri synd“.
Þegar ég fer að vinna bið ég um krafta
til að sinna skylduverkum mínum. Þegar
ég kveiki upp eldinn þá bið ég Guð að
endurnýja verk sitt í sálu minni, og þegar
ég sópa húsið þá bið ég Guð að hreinsa
hjarta mitt og hugarfar. Þegar ég undir-
bý matinn og neyti hans þá bið ég Guð
að fæða mig á hinu hulda himnabrauði og
hinni ósviknu mjólk hans heilaga orðs.
Þegar ég er upptekin við börnin, þá bið
ég um að vera leidd af hans anda svo ég
sé hans barn, svona gengur það allan
daginn. Hvað sem ég gjöri gefur mér nýtt
bænarefni“.
Vér vinnum svo margt sem er nauð-
synlegt fyrir vort líkamlega líf, en það er
aðeins eitt sem vér gjörum hvíldarlaust
nótt og dag, hvort sem vér vökum eða
sofum, það er að draga andann. Vér erum
altaf að draga andann. Vér gætum ekki
lifað án þess. Bænin er endardráttur sál-
arinnar, sem verður stöðugt að haldast við.
Vort líkamlega líf getur ekki haldið afram
nema vér drögum loftið að oss, og vort
andlega líf sloknar ef vér ekki biðjum án
afláts.
Hversu langan tíma nota kristnir menn
alment til bæna? Þrjár mínútur á dag eða
fimm mínútur, eða lengri tíma. Ég er
hræddur um að fimm mínútur sé lengri
tími heldur en þrír fjórðu hlutar safnaða
meðlima nota til bæna og guðsþjónustu á
degi hverjum. Það væri fróðlegt að vita,
hve mikinn tíma menn nota til bæna af
öllum þeim tíma sem Guð gefur þeim.
Flestir sofa 8 en vaka 16 tíma á sólar-
hringnum. Þá hefir maður 960 mínútur
vakandi sem hann getur notað eftir vild
sinni. Ef hann notar 5 mínútur til bæna-
halds, þá er það minna en helmingur af
einum hundraðasta af tíma hans. Hví
þessi vanræksla á bæn, þar sem bæn er
hið sterkasta afl í heiminum.
Prestur einn í New York segir frá
ungri stúlku, sem ferðaðist milli Brooklyn
og Manhattan. Það tekur 30 mínútur að
fara báðar leiðir fram og aftur. Áður en
hún lærði að biðja varði hún þessum dýr-
mætu mínútum til að lesa auglýsingar á
keyrsluvagninum og annars staðar. Svo
einn dag datt henni í hug að loka augun-
um og lesa yfir með sjálfri sér „Faðir vor“
og Biblíutexta, sem hún hafði lært. Hún
bað til Guðs viðvíkjandi skylduverkum
sínum, og fyrir ýmsum vinum sínum. Hún
fékk nú skilning á hvað það meinar að
biðja án afláts. Væri ekki gott fyrir okkur
alla að læra þá lexíu?
Ef vér rannsökum leyndardóma sannra
mikilmenna, þá munum vér finna að þeir