Stjarnan - 01.04.1954, Síða 7

Stjarnan - 01.04.1954, Síða 7
STJARNAN 31 Starfsmaður vor fór heim aftur fagn- andi yfir því, hvernig Guð hafði greitt úr vandræðunum. iÞetta fréttist út um alt bygðarlagið og skólarnir voru vel sótt- ir, og fólkið opnaði hjörtu sín fyrir fagn- aðarerindinu. Nú gengur starfið vel áfram í þessu héraði. Guðs andi starfaði vissulega gegn um innlenda prestinn okkar. „Kröft- ug bæn réttláts manns megnar mikið“. Vér þurfum gjöf heilags anda til að biðja réttilega. I stríði voru við synd og freistingar er hann sá kraftur sem veitir sigur. Til að byrja með verðum vér að gefa oss fullkomlega Guði á vald og þá mun andi hans taka sér bústað hjá oss. Þá erum vér eitt með Jesú og ávalt fúsir að gjöra hans vilja í öllu. Vér lifum þá hans lífi, eða réttara sagt, hann lifir sínu lífi í oss, og bænir vorar eru uppfyltar. Þegar Guð er með oss þá er ekkert að óttast. Þetta kom skýrt fram í reynslu vorri á trúboðsstöð einni í Tanganyika. Við Ikizu skóia vorn í Tanganyika vorum við í vandræðum með vatn bæði fyrir skólann og fólkið sem bjó um- hverfis. Ár og lækir þornuðu upp og regn var sjaldgæft. Vér ásettum oss að byggja flóðgarð yfir gjá nálægt skólanum til að geyma vatnið þar frá rigningartímanum. Vér urðum að fá leyfi frá héraðshöfð- ingjanum til að byggja flóðgarðinn. En höfðinginn var ekki vinveittur starfi voru og netaði oss um leyfi, svo trúboðinn kall- aði saman starfsfólk sitt og þetta var lagt fram fyrir Guð í bæn. Að lokinni bæn datt trúboðanum í hug að fara til um- boðsmanns héraðsins og segja honum frá kringumstæðunum. Umboðsmaðurinn tók vel máli trúboðans og heimsótti höfðingj- an sjálfur. Árangurinn varð sá að okkur var leyft að byggja flóðgarðmn. Þetta var mikilsvert bæði fyrir skólann og fólkið í nágrenninu, sem alt gladdist yfir þessum góðu fréttum. Flóðgarðurinn var bygður og við höfðu mnóg vatn. Leggjum öll vor áhugamál og alla vora erfiðleika fram fyrir Guð, og látum ávalt leiðast og stjórnast af Guðs heilaga anda. Kröftug bæn réttláts manns fær ætíð áheyrn. —J. M. MNATYSHYN Fyrir dyrum „Herrann drottinn gjörir ekkert án þess að hann hafi opinberað þjónum sín- um, spámönnunum, ráðsályktun sína“. Amos 3:7. Þetta er eitt af hinum dýrmætu lof- orðum Guðs í Biblíunni. Á vorum tíma er þetta loforð sérstaklega áríðandi. Nú, þegar alt er í slíkri óreiðu og óvissu í heiminum þá er hughreystandi að vita, að Guð hefir opinberað áform sín með heiminn og íbúa hans fyrir þjónum sín- um spámönnunum, og þeir hafa kunn- gjört oss það. Hver eru áform Guðs? Þau eru mörg eins og þættir í kaðli ,sem allir eru snúnir saman í eina heild. Tilgangur þeirra allra er frelsun mannkynsins og endurreisn þess, sem glatað var. Vér, sem nú erum uppi, lifum á hinu alvarlegasta og dýrðlegasta tímabili, ekki aðeins í sögu þessa heims, heldur í sögu eilífðarinnar. Hvað er hið mikilvægasta og alvarlegasta við yfirstandandi tíma? Atburður sá, sem Guðs börn hafa lifað í voninni um, er nú rétt fyrir dyrum. Von manna gegn um 6000 ár verður bráðum uppfylt. Endurkoma Krists í dýrð og veldi, upprisa réttlátra, ummyndun lifandi Guðs barna, eyðilegging óguðlegra, satan ‘bund- inn, og jörðin í eyði — alt þetta mun eiga sér stað, þegar Jesús kemur. Höfum vér vissu fyrir þessu? Já, það er ekkert efamál. Alt frá Enok til Jó- hannesar þá benda spádómar forfeðra, spámanna og postula á vora tíma sem hina síðustu daga, þegar alt þetta muni koma fram. Grundvöllur allra þessara spádóma er vitnisburður frelsarans sjálfs. Hann lýsir ástandi vörra tíma og bætir svo við: „Þannig skuluð þér og vita, að þegar þér sjáið þetta fram koma, er Guðs ríki í nánd“. Rétt fyrir dyrum. Opinberun Daníels- bókar vitnar um þetta. Sól- og tungl- myrkvinn 19. maí 1790 og stjörnuhrapið 1833 vitna hið sama. Flutningur gleði- boðskaparins út um allan heim vitnar um þetta, einnig útbreiðsla og aukin áhrif katólsku kirkjunnar, baráttan milli vinnu- veitenda og verkamanna og andleg aftur- för mótmælendasafnaðanna, spilling fé-

x

Stjarnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.