Stjarnan - 01.04.1954, Síða 8

Stjarnan - 01.04.1954, Síða 8
32 STJARNAN STJARNAN Authorized as second class mail, Post Office Depart- ment, Ottawa. Published monthly. Price §1.00 a year. Puhlishers: The Can. Union Conference of S. IX A., Oshawa Ontario'. Ritstjórn og afgreióslu annast: MISS S. JOHNSON, Lundar, Man. Can. lagslífsins, skelfingar af hálfu náttúru- aflanna, neyð og fátækt þjóðanna, — alt þetta bendir á nálægð hins mikla dags. Framfarir í öllum vísindum, hóflaus eftirsókn í skemtanir og ástand það sem lýst er í 2 Tím. 3:1.—5. að muni eiga sér stað á síðustu dögum, er alt ótvírætt vitni um nálægð endurkomu Krists. Tíma- reikningur Biblíunnar bendir á hið sama, einnig meiri og meiri takmörkun á ein- staklingsfrelsi. Já, það er ekki á því að villast að endir allra hluta er í nánd. Jesús kemur bráðum. Alvarleg eru augnablikin, sem nú eru að líða. Allt sem mannshjartað hefir þráð og vonast eftir mun oss veitast innan skamms í yfirgnæfanlegri dýrð, sem ekki verður með orðum lýst. Getta er áreiðanlega sannleikur. Nótt sorgar og eymda er þegar liðin. Hinn dýrð- legi morgun rennur upp. Trúir þú þessu? Ert þú reiðubúinn? „Seilist eftir því sem fyrir framan er og keppið þannig að markinu, til verð- launanna, sem himinköllun Guðs fyrir Krist Jesúm býður,‘. —SANFORD WHITMAN ---------☆----------- Aðeins þrjár mínútur Dr. A. J. Gordon var beðinn að heim- sækja ungan mann, sem var að dauða kominn. Þegar Dr. Gordon kom inn til hans, sagði hann formálalaust: „Vinur minn, ég sé þú ert mjög veikur, ertu reiðubúinn að mæta því sem fram undan er?“ „Ef ég aðeins væri það,“ svaraði ungi maðurinn, og augnaráð hans bar bæði vott um örvæntingu og ósk um hjálp. „Ef ég gæti lifað tvær eða þrjár vikur ennþá, vona ég að geta verið undirbúinn, en læknirinn segir mér ég geti aðeins lifað nokkrar klukkustundir.“ Svo greip hann hönd prestsins eins og druknandi maður mundi halda sér við björgunarbeltið. „Þrjár vikur,“ sagði presturinn. „Til hvers þarftu þrjár vikur?“ Ungi maðurinn sagðist þurfa þann tíma til að rannsaka sitt liðna líf og verða sannfærður um synd. „Þrjár vikur til að frelsast,“ sagði prestur undrandi. „Ég skal segja þér, hvernig þú getur orðið frelsaður á þremur mínútum“. Svo las hann í Biblíunni: „Svo mörgum sem hann meðtóku gaf hann kraft til að verða Guðs börn, þeim sem trúa á nafn hans". Jóh. 1:12. „En hvernig get ég meðtekið hann?“ spurði ungi maðurinn. Prestur las svar upp á þá spurningu í Biblíunni: „Ef þú játar með munni þínum Drottinn Jesúm og trúir í hjarta þínu, að Guð hafi reist hann frá dauðum, þá munt þú hólpinn verða“. Róm. 10:9. „Nú sagði presturinn: „Ef þú óskar að verða frelsaður, þá meðtaktu Jesúm sem frelsara þinn og segðu honum, að þú með- takir hann“. Svo féll prestur á kné við rúm hins deyjandi manns og hvatti hann til að endurtaka þessa einföldu bæn: „Drottinn Jesús, ég kem til þín. Ég er syndari, þú ert frelsarinn. Ég bið þig að frelsa mig. Ég treysti þér, ég meðtek þig. Ég legg mig með lífi og sál í þínar hendur“. Þegar presturinn kom þangað aftur síðari hluta dagsins, sagði konan, sem leit eftir sjúklingnum: „Þú hefðir átt að heyra hann tala eftir að þú fórst. Hann kallaði okkur inn og sagði: ,Er það ekki dásam- legt? Presturinn sýndi mér, hvernig ég gæti öðlast frelsun á þremur mínútum‘. Aldrei fyr hef ég séð jafn gleðiríkan við- skilnað frá þessum heimi“. —J. W. HALLIDAY ---------.•&.------- Það er miklu meira hungur eftir kær- leika og hluttekningu í heiminum heldur en eftir brauði. ‘ —SUNSHINE MAGAZINE ☆ ☆ ☆ Hvílík breyting yrði í þessum heimi ef menn hlustuðu á þá sem hefðu meiri þekk- ingu í stað þess að sækjast eftir að ná í eitthvað frá þeim, sem eiga meira. —FORBES

x

Stjarnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.