Stjarnan - 01.04.1954, Qupperneq 6

Stjarnan - 01.04.1954, Qupperneq 6
30 STJARNAN Líf mun mig ekki bresta. „Ég er kom- inn til þess þeir hafi líf og hafi nægtir“. Jóh. 10:10. Ekki mun mig skorta eilíft líf. „Ég fer burt að tilbúa yður stað og þegar ég er burtfarinn og hefi tilbúið yður stað mun ég koma aftur og taka yður til mín, svo þér séuð þar sem ég er“. Jóh. 14:2.—3. „Gæfa og náð fylgja mér alla æfidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa æfi“. Sálm. 23:6. ---------☆---------- Leyndardómur kröftugrar bænar Allir, ungir og gamlir, ættu að læra að biðja þannig, að þeir geti fengið svar upp á bæn sína. Bæn er lífsnauðsyn í stríði voru við synd og freistingar, hún veitir sigur og hugrekki í baráttu lífsins. „Kröft- ug bæn hins réttláta megnar mikið“. Hver er leyndardómur kröftugrar bænar? Ibúð heilags anda í hjörtum vorum er leyndardómurinn við áhrifamikla bæn. „Vér vitum ekki hvers vér eigum að biðja eins og ber, en sjálfur andinn biður fyrir oss, með andvörpunum sem ekki verður orðum að komið“. Þegar Guðs andi stjórn- ar bæn vorri, er vissa fyrir því að henni verður svarað, og þetta veitir oss sigur og hugrekki. Einn af innlendum prestum vorum í Afríku starfaði fyrir skömmu síðan í erfiðu héraði. Hvítu prestarnir þar reyndu að koma honum í burtu. Stundum voru kennararnir í skólum vorum ofsóttir, barðir og ásakaðir um að þeir stælu nem- endum frá þeirra rómversk-katólsku skól- um. Innlendi presturinn heimsótti um- boðsmann stjórnarinnar í þessu héraði o'g kvartaði um framkomu þessara manna. Umboðsmaðurinn lofaði að rannsaka mál- ið, en litlu seinna kom einn hvítu prest- anna til innlenda prestsins okkaj og sagð- ist vera að binda enda á starf hans. Hann kvaðst hafa lokað öllum skólum vorum, tekið bækurnar og skipað kennurunum að fara burt. Nú skipaði hann presti vor- um að fara, en afhenda sér fyrst allar bækur hans. Innfæddi presturinn sá, að • fylgdarmenn hvíta prestsins báru skóla- bækurnar, sem þeir höfðu tekið, og það leit helzt út fyrir, að hann yrði að gefast upp. En áður en hann svaraði hvíta prest- inum fór hann inn og bað Guð um leið- beiningu. Þegar hann kom út datt honum í hug að spyrja prestinn, hvort hann hefði bréf frá stjórninni, sem leyfði honum eða skipaði að loka skólum vorum. Hvíti presturinn reiddist mjög þeirri spurningu. Starfsmaður vor sagði honum ennfremur, að hann hefði ekki fengið neina skipun um að loka skólunum eða hætta starfi. Við þetta reiddist prestur svo ákfalega að hann hafði hótanir í frammi. Starfsmaður vor sagði rólega, að hann skyldi sjálfur fara til umboðsmanns stjórnarinnar til að yita hvernig í öllu jlægi. Þá svaraði hvíti prest- urinn að hann skyldi sjá um, að hann fengi ekki ferðaleyfi út úr héraðinu. Starfsmaður vor lagði alt þetta fram fyrir Guð í bæn, fór svo á járnbrautar- stöðina og keypti farseðil til að heimsækja umboðsmanninn. Þegar þangað kom á næstu járnbrautarstöð bað hann Guð a£\ opna sér veg til að sjá umboðsmanninn, því hann hafði ekki fengið leyfi til að fara út úr héraði sínu. Þegar hann gekk niður gangstéttina sá hann Evrópumann, trúboða frá öðru félagi, sem hafði mikinn farangur, svo hann bauðst til að bera nokkuð af því sem hann hafði meðferðis og var það með þakklæti meðtekið. Af því að hann bar farangur trúboðans hélt maðurinn sem gætti hliðsins að þetta væri þjónn hans og spurði því ekki eftir ferða- leyfi hans. Þegar þeir voru komnir yfir landamerkin sagði bróðir vor trúboðanum að hann hefði hjálpað til að svara bæn hans og inti honum frá framkomu hvíta prestsins. Trúboðinn skildi þetta vel, því að hann hafði líka orðið fyrir áreitni hvítu prestanna. Daginn eftir heimsótti bróðir vor um- boðsmann stjórnarinnar og sagði honum frá hvað gjörst hafði. Yfirmaðurinn og félagar hans undruðust yfir slíkri aðferð og sögðu starfsmanni vorum að bíða þar þangað til þeir hefðu kallað hvíta prest- inn og dæmt mál hans. Árangurinn varð sá, að bókunum var öllum skilað aftur og skólarnir voru strax opnaðir, en hvíti presturinn var sendur burt úr héraðinu.

x

Stjarnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.