Stjarnan - 01.04.1954, Blaðsíða 3
STJARNAN
27
voru bænarinnar menn. John Wesley
hafði herbergi ,sem helgað var þeirri iðju.
Áður en hann gekk fram fyrir tilheyr-
endur sína dvaldi hann um stund frammi
fyrir Guði. Á einni blaðsíðunni í dagbók
hans stendur þetta:
„Ég er ákveðinn í að taka klukkutíma
bæði kvöld og morgun að biðja til Guðs í
einrúmi, engin hindrun, engar afsakanir,
tala við Guð augliti til auglitis í réttlæti og
hjartans alvöru“.
D. L. Moody var bænarinnar maður.
Einhver dýrmætasta reynslan í lífi hans er
sem hér segir frá:
Þegar Farwell Hall í Chicago brann
misti Moody samkomusal sinn og mest af
eigum sínum. Á leiðinni til New York
fanst honum lífstarf sitt eyðilagt Á leið-
inni bað hann Guð óaflátanlega að gefa
sér kraft til að starfa meira fyrir hann.
í veitingahúsinu í New York hélt hann
áfram að biðja svo klukkutímum skifti,
ýmist á kjám sínum eða meðan hann gekk
um gólf: „Drottinn gef mér vilja og kraft
til að vinna fyrir þig eins og þú vilt ég
vinni“. Um kvöldið kom vinur hans og
barði að dyrum, en þegar hann fékk ekkert
svar gekk hann inn. Þarna stóð Moody
með upplyftum, tárfyltum augum og bað:
„Drottinn þetta er nóg, ekki meira, ekki
meira“. Bæn hans hafði verið svarað. Guð
hafði fylt hans hungruðu sál. Svo byrjaði
hið undraverða prédikunarstarf hans bæði
í Ameríku og Evrópu, þar sem iðrandi
syndarar flyktust saman til að heyra
fagnaðarerindið og meðtaka Krist. Þetta
hlýtur að vera leyndardómur fyrir þá, er
efast um nauðsyn á krafti heilags anda,
er Guð veitir mönnum sem svar upp á
bæn.
í Lúkas 18. kap. segir Jesús að menn
ættu stöðugt að biðja og ekki þreytast,
en þó eru miljónir manna, sem ekki hafa
haft bænarorð á vörum svo árum skiftir.
Ef þeir nefna Guðs nafn, þá er það ein-
ungis til að leggja það við hégóma. Bæn
er alveg nauðsynleg til sáluhjálpar. „Það
er ekki alveg nauðsynlegt til sáluhjálpar
að lesa Biblíuna. Maður getur verið ólæs
eða blindur en þó haft Jesúm í hjarta
sínu. Það er ekki sáluhjálpar skilyrði að
heyra prédikun fagaðarerindisins. Maður-
inn getur verið þar sem ekkert tæki-
færi er til að heyra prédikun, eða hann
getur verið rúmfastur, eða heyrnarlaus.
En það er öðru máli að gegna með bæn.
Það er alveg nauðsynlegt sáluhjálpar skil-
yrði að biðja til Guðs“.
Bæn ætti að vera jafn eðlileg fyrir
kristinn mann eins og andardrátturinn.
Hann ætti að snúa sér til Guðs eins og
blómið snýr sér að sólinni. Bænin er það
sem sýnir einlægni mannsins. Maður gæti
prédikað í eigingjörnum tilgangi. Hann
gæti skrifað bækur, haldið hrífandi ræður
og gjört ýms góðverk, en þó líkst Júdas
ískaríot í hjarta sínu. En maður mun varla
úthella hjarta sínu í einrúmi fyrir Guði,>
nema honum sé alvara með málefnið.
Drottinn hefir sjálfur bent á bæn, sem
merki upp á sanna umvendun. Þegar hann
sendi Ananías til Sáls í Damaskus þá gaf
hann þetta merki upp á breytingu hins
innra lífs hjá Sál, þar sem hann segir:
„Sjá, hann biður“, Post. 9:11.
Guðs orð áminnir oss þannig: „Með alls
konar bæn og beiðni skuluð þér biðja á
hverri tíð í anda og verið árvakrir til
þessa með hinni mestu kostgæfni“. Efes
Ö:18. Hér er lögð áherzla á alls konar bæn,
stöðuga bæn, árvekni og kosikæfni í bæn.
Vegna þess vér höfum svo lymskan óvin,
þá þurfum vér altaf að standa á verði,
ávalt að vaka og biðja.
Vér eigum að „biðja í anda“, vera má
vér skiljum ekki á fyrsta augnabliki hvað
það meinar, en ef vér athugum starf og
áhrif Guðs anda þá munum vér skilja að
öll sönn bæn er framleidd og framborin
af Guðs anda. I Róm. 8:15. lærum vér að
Guðs börn eru þeir, sem leiddir eru af
Guðs anda. Iieilagur andi gefur oss nýtt
hjarta, nýtt samband við Guð og kennir
oss svo að nálgast vorn himneska föður og
tala við hann.
Að biðja í anda er að biðja samkvæmt
Guðs vilja, þegar Guðs andi stjórnar
beiðni vorri munum vér fá það, sem vér
biðjum um. Þá er engin eigingirni í bæn-
inni, heldur alt Guði til dýrðar. Margir
hafa án efa lesið Jóh. 14:13. og orðið hrifn-
ir af hinu takmarkalausa loforði í fyrri
hluta versins: „Hvað sem þér biðjið um í
mínu nafni, það mun ég veita“. En ef vér
athugum síðari hluta versins: „Til þess
faðirinn verði vegsamlegur í syninum", þá