Stjarnan - 01.04.1954, Qupperneq 1
STJARNAN
APRÍL, 1954 LUNDAR, MANITOBA
Einkenni Guðs barna
Einkenni Guðs barna er að þau gefa
gaum að Guðs orði og hlýða því, þau
fylgja kenning og dæmi frelsarans. Jesús
lýsir þeim þannig: „Mínir sauðir heyra
mína raust, ég þekki þá og þeir fylgja.
mér“. Jóh. 10:27. Svo segir hann hver
verður árangurinn af vali þeirra að fylgja
honum: „Ég gef þeim eilíft líf og þeir
skulu aldrei að eilífu glatast, og enginn
skal slíta þá úr hendi menni. Faðir minn,
sem hefir gefið mér þá, er öllum meiri, og
enginn getur slitið þá úr hendi föðursins..
Ég og faðirinn erum eitt“. Jóh. 10:28.—30.
I Jóh. 17. kap. 3. versi er oss sagt í
hverju hið eilífa lífið er innifalið: „f því
er hið eilífa líf fólgið, að þeir þekki þig
hinn eina sanna Guð og þann sem þú
sendir Jesúm Krist“. „Á því vitum vér að
vér þekkjum hann ef vér höldum boðorð
hans. Sá, sem segir: Ég þekki hann en
heldur ekki boðorð hans er lygari og sann-
leikurinn er ekki í honum“. 1 Jóh. 2:3.—4.
Einu sinni kom maður til Jesú og
spurði hvað hann ætti að gjöra til að
eignast eilíft líf. Jesús svaraði: „Ef þú vilt
innganga til lífsins þá hald þú boðorðin“.
Matt. 19:17.
Fyrst þekking á Guði og frelsaranum
er í því innifalin að halda Guðs boðorð,
og þekking á honum er eilíft líf, þá ættum
vér nákvæmlega að rannsaka boðorð hans
og bera líf vort saman við þau. Það verður
of seint að rannsaka þetta, þegar Jesús;
kemur til að „gefa hverjum eftir því sem
verk hans verða“.
Vér skulum nú taka til íhugunar fyrsta
boðorðið:
„Þú skalt ekki aðra Guði hafa“.
2 Mós. 20:3.
Páll postuli talar um þá sem eru óvinir
krossins Krists. „Afdrif þeirra er glötun,
guð þeirra er maginn .... þeir hafa hug-
ann á jarðneskum munum“. Fil. 3:19. og
í Róm. 16:19. talar hann um menn sem
„þjóna ekki Drotni vorum Jesú Kristi
heldur maga sjálfra þeirra“. Helzta áhuga-
mál þeirra er að eiga það gott.
Hvað sem tekur fyrsta pláss í huga
mannsins það er hans guð. Skartgripir til
að hengja utan á sig, dýrindis húsmunir,
skrautlegur bíll, fjársafn og fleira, er hjá-
guð margra. Hugurinn snýst mest um
þetta jarðneska, hverfula, en lítill eða
enginn tími er notaður til að rannsaka
Guðs orð til að laga líf sitt eftir því, og
bæn til Guðs er vanrækt! Hvernig stendur
þú, vinur minn, í þessu tilliti? Elskar þú
Guð af öllu hjarta eða hyllir þú einn eða
fleiri hjáguði?
AnnaS boðorS: Þú skalt enga líkneskju
gjöra þér . . . . þú skalt ekki tilbiðja þær
og ekki dýrka þær“.
Vér mótmælendur erum alls ekki freist-
aðir til að búa til líkneskjur eða falla
fram fyrir þeim. En vér þurfum vissu-
lega að gæta vor að vér ekki hyllum rót-
gróinn vana, gagnstæðan Guðs orði, álit
manna, auð, mentun, tignarstöðu eða hvað
annað sem talar til skilningarvitanna, en
freistar vor samtímis til að gleyma hinu,
ósýnilega og eilífa. Höfum hugann á hinu
himneska, „því hið sýnilega er stundlegt,
en hið ósýnilega eilíft“. 2 Kor. 4:18.
Þriðja boðorð: „Þú skalt ekki leggja
nafn Drottins Guðs þíns við hégóma“.
Það er orðið svo algengt að heyra
menn nota Guðs og frelsarans heilaga nafn
til áherzlu því, sem þeir eru að ræða um í
daglegu, veraldlegu tali, að menn veita því
varla eftirtekt. Börnin læra það sem fyrir
þeim er haft og svo gengur það mann
fram af manni. Það verður þungur reikn-
ingsskapur, sem menn hafa þar að mæta
frammi fyrir Guðs dómstóli, „því Guð