Stjarnan - 01.04.1954, Side 5

Stjarnan - 01.04.1954, Side 5
STJARNAN 29 eitthvað betra en læknislyf fyrir taug- arnar á þessum óvissu, erfiðu tímum, og Guð hefir það, sem er miklu betra fyrir oss. Bæn er bezta meðal sem til er fyrir þá, sem taugaveiklaðir eru. Hún styrkir bæði sál og líkama. Læknar jafnvel kann- ast við gildi hennar, þegar engin önnur meðul duga. Dr. Hyslop, nafnkunnur sér- fræðingur í sinnisveiki, sagði frammi fyrir fjölda lækna: „Bezta meðalið, sem ég hef fundið í læknisreynslu minni, er bæn. Bænaiðjan hjá þeim, sem æfa hana, er án efa vissasta meðalið bæði fyrir taugarnar og skaplyndi manna“. Bæn bendir á skyldur vorar. Hún veitir mönnum og konum þekking á skyldum þeirra, ef þau einlæglega óska eftir að gjöra Guðs vilja, hún minnir á hvers Guð væntir af oss. Bænin leiðir oss út úr fang- elsi sjálfselskunnar inn á veg sjálfsfórnar og þjónustu í þarfir mannkynsins. Anna Johnson Flint var undirbúin að verða kenslukona, en þá veiktist hún í liðagift í nær því öllum liðamótum líkamans. Hún bað Guð að sýna sér, hvað hún ætti að gjöra. Hún þjáðist mjög og fór að sknfa. Koddum var hlaðið kringum hana í stóln- um, og vinahendur stunduðu hana. Hún sagði heiminum frá, hvernig friður fylti sálu hennar. Þú hefir að líkindum lesið ljóð hennar og heyrt sálmana, sem hún orti. íbúar heimsins hafa notið blessunar af því að Anna Johnson Flint bað til Guðs. Bæn styrkir hið andlega líf mannsins. Hún veitir honum von og hugrekki, hún er fæða fyrir hið andlega líf, eins og brauðið er fyrir líkamann. Jesús lifði bænalífi þar sem hann ferðaðist manna á milli á Gyðingalandi. Það er 17 sinnum minst á bænalíf frelsarans í Guðspjöllun- um. Bænin veitti honum nýjan kraft og hugrekki. Vér munum öðlast sömu reynslu ef vér fylgjum dæmi frelsarans. Bæn göfgar hugarfarið. Sorg og erfið- leikar eru almenn reynsla í þessum heimi. Það er óhjákvæmilegt. Hvaða áhrif hafa þau á oss? Gjöra þau oss kaldlynd, gröm og öfundsjúk, eða tökum vér mótlætið sem verkfæri í Guðs hendi til að um- mynda, fegra og fullkomna innræti vort? Það er hughreystandi að mæta manni eða konu hverra líf hefir göfgast og styrkst gegn um þjáningar og erfiðleika og bæn. „Bæn breytir mörgu. Hún breytir þér“. Þessi einfalda setning var prentuð á 500 auglýsingaspjöld í neðanjarðargöngum New York borgar. Fleiri miljónir manna, sem ferðuðust með lestunum gegn um göngin, hafa hlotið að lesa hana þennan mánuð, sem hún var fest þar upp. Bæn veldur miklum breytingum, en mesta breytingin á sér stað í lífi þess manns eða konu, sem iðkar stöðuga bæn. Bænarandi er það, sem vér þurfum að sækjast eftir og hafa. „Hafið hugann á hinu himneska“. Það sem vér þurfum í dag fremur öllu öðru er að láta hugann og hjartað, þrá vora og eftirsókn snúast að Guði, hans ríki og réttlæti,- það mun veita oss sannan, ævarandi frið og gleði. —ERNEST LLOYD ■-----:---☆---------- Mig mun ekkert bresta Mig mun ekki bresta fæðu. Jesús sagði: „Ég er brauð lífsins. Þann mun ekki hungra, sem til mín kemur“. Jóh. 6:35. Mig mun ekki bresta drykk. „Ef nokk- urn þyrstir, þá komi hann til mín og drekki“. Jóh. 7:38. Ég get haft nóga hvíld. „Komið til mín, allir þér sem erfiðið og þunga eruð hlaðn- ir og ég mun veita yður hvíld“. Matt. 11:28. Ég hef öruggan leiðtoga. „Ég er vegur- 'inn“. „Fylgið mér“, segir Jesús. Mig mun ekki bresta góðan félagsskap. „Ég hef kallað yður vini“. „Sjá, ég er með yður alla daga alt til veraldarinnar enda“. iVIatt. 28:20. Mig mun ekki bresta fögnuð. „Þetta hef ég talað til yðar til þess fögnuður minn sé hjá yður og fögnuður yðar fullkominn“. Jóh. 15:11. Heiður mun mig ekki bresta. „Þann sem mér þjónar mun Faðirinn heiðra“. Jóh. 12:26. Mig mun ekki skorta huggun. „Hjörtu yðar skelfist ekki“. „Hann mun senda yður annan huggara, svo hann sé hjá yður eilíflega“. Ekkert gott mun mig bresta. „Hvers þér biðjið föðurinn í mínu nafni það mun ég veita“. „Ekkert gott mun hann neita þeim um sem framganga í ráðvendni“.

x

Stjarnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.