Stjarnan - 01.07.1954, Side 6

Stjarnan - 01.07.1954, Side 6
54 STJARNAN risu Krists, þrátt fyrir alla erfiðleika og ofsóknir, sem þeir mættu. Þá munum vér mæta píslarvottunum, sem liðu ofsóknir og pyntingar fyrir sannleikans málefni og innsigluðu trú sína með blóði sínu. Þar munu foreldrarnir mæta börnum sínum, og börnin umfaðma foreldra sína. Konan mun mæta manni sínum, sem dauðinn hreif frá henni, og eiginmaðurinn mun aftur sjá sína elskuðu, sem hann syrgði svo mjög. Já, allir sem hér hafa elskað frelsarann og þráð tilkomu hans, munu aftur mætast þar og njóta eilífs friðar og fagnaðar. Hvílíkur fagnaðardagur það verður. Látum oss því „gleyma því, sem bak við oss er, en seilast eftir því, sem fyrir framan er, og skunda til takmarksins, til þess himneska hnossins, sem Guð fram- býður oss fyrir Jesúm Krist“. —N. P. NEILSEN -----------*----------- Undirbúningur undir komu Krists „Hver sem hefir þessa von til hans hreinsar sjálfan sig eins og hann er hreinn“. 1. Jóh. 3:3. „Óttastu Guð og haltu hans boðorð, því það á hver maður að gjöra, því Guð mun leiða sérhvert verk fyrir dóm, sem hald- inn verður yfir öllu því, sem hulið er, hvort sem það er gott eða ilt“. Préd. 12:13.-14. „Hver sem brýtur eitt af þessum minstu boðorðum, og kennir mönnum það, hann mun verða kallaður minstur í himnaríki“. Matt. 5:19. „Þótt einhver héldi alt lögmálið, en hrasaði í einu atriði, þá er hann orðinn sekur við öll boðorð þess“. Jak 2:10. „Liðið er á nóttina, en dagurinn er í nánd, leggjum því af verk myrkursins og klæðumst hertýjum ljóssins. Framgöng- um sómasamlega eins og á degi, ekki í ofáti né ofdrykkju, ekki í ólifnaði né saurlífi, ekki í þrætu né öfund, heldur íklæðist Drotni Jesú Kristi, og alið ekki önn fyrir holdinu svo að það verði til að æsa girndir“. Róm. 13:12.—14. ----------------------- Japan hefir um 1500 jarðskjálfta á ári hverju, segir Washington „Star“, eða svo sem svarar 4 kippi hverja 24 klukkutíma. „Leitið fyrst Guðs ríkis" Mannfjöldinn, sem hlýddi á ræðu Krists, beið með óþreyju eftir að fá eitt- hvað að heyra viðvíkjandi ríki Gyðinga. Sú spurning, sem var efst í huga margra, meðan Jesús var að sýna þeim hina him- nesku fjársjóði, var á þessa leið: munum vér tryggja oss betri framtíð hér í heimin- um, ef vér göngum honum á hönd? Jesús sýnir þeim, að þegar tímanlegir hlutir séu mesta umhugsunarefni þeirra, þá líkist þér heiðingjaþjóðunum, sem bjuggu í ná- grenni við þá, og lifðu eins og enginn Guð væri til, er ber kærleiksríka umhyggju fyrir því, sem hann hefir skapað. „Eftir öllu þessu sækjast heiðingjarn- ir“. „Yðar himneski faðir veit, að þér þarfnist alls þessa. En leitið fyrst Guðs ríkis og hans réttlætis, og þá mun og alt þetta veitast yður að auki“. Lúk. 12:30. Ég er kominn til að opna fyrir yður ríki kærleikans, réttlætislns og friðarins. Opn- ið hjörtu yðar og meðtakið þetta ríki, og látið það vera yðar háleitasta áhugamál að veita því þjónustu. Enda þótt það sé andlegt ríki, skuluð þér ekki bera kvíð- boga fyrir því, að ekki verði séð fyrir því, sem þér þurfið með til þessa lífs. Ef þér gangið í þjónustu Drottins, þá mun hann, sem hefir alt vald á himni og jörðu, veita yður það, sem þér þarfnist. Jesús leysir oss ekki undan því að gjora skyldu vora í því að afla oss dag- legs brauðs; en hann segir, að vér eigum að láta hann vera hið fyrsta, hið síðasta og hið bezta í öllu. Vér megum ekki fást við nein fyrirtæki, nein störf eða sækja neinar þær skemmtanir, er hindra það, að rétt- læti hans komi í ljós í lunderni voru og líferni. Hvað helzt, sem við gjörum, verð- um vér að gjöra af hjarta eins og það væri fyrir Drottin. Meðan Jesús dvaldi hér á jörðunni, sýndi hann fram á hina háleitu þýðingu lífsins í öllum atriðum þess, með því að halda dýrð Guðs fram fyrir mönnunum og með því að taka vilja Föðursins fram yfir alt. Ef vér fylgjum dæmi hans, þá ábyrg- ist hann oss, að alt, sem er nauðsynlegt fyrir þetta líf, muni veitast oss „að auki“. Fátækt eða auðæfi, sjúkdómar eða heil- brigði, einfeldni eða vizka — fyrir öllu þessu er séð í fyrirheitinu um náð hans.

x

Stjarnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.