Stjarnan - 01.09.1955, Qupperneq 1
STJARNAN
SEPTEMBER, 1955 LUNDAR, MANITOBA
Heimurinn þarf vitnisburð Guðs barna
Kristna kirkjan stendur nú andspænis
alvarlegu prófi. Heimurinn heimtar á-
kveðna leiðbeiningu, sýnilegan kraft og
örugga von á þessu myrka tímabili.
Kristin kirkja verður að benda ráðviltum,
vonsviknum mönnum á hinn örugga rétta
veg. Hún þarf að leiða menn á hærra
andlegt sjónarsvið. Kristna kirkjan verður
að láta leiðast af Guðs heilaga anda, biðja
alvarlega og án afláts um leið og hún
veitir sjálfsfórnandi þjónustu.
Hin brýnasta þörf yfirstandandi tíma er
andlegt ljós og kraftur, boðskapur lifandi
vonar. Aldrei fyrr hefir neyðarópið verið
svo hávært eða þörfin svo bráð. Margir
þrá að fá áreiðanlega leiðbeiningu, er sýni
þeim veginn út úr vandræðunum.
Menn spyrja: Hefur kristindómurinn
nokkuð að bjóða sem hjálp sé að? Getur
loforð Jesú um hvíld og frið hugsvalað
hjörtum manna, sem nú horfast í augu
við óvissu og ringulreið yfirstandandi
tíma?
Svarið er ákveðið „já.“ Margar af ræðum
Krists bentu á tímabilið rétt á undan
endurkomu hans og þar finnum vér von
fyrir yfirstandandi tíma. Það var hann
sem sagði við lærisveina sína þegar þeir
voru hræddir og kvíðafullir: „Hjörtu yðar
skelfist ekki né hræðist. Trúið á Guð og
trúið á mig“. Trú á Guð var meðalið
sem Jesús bauð þeim til að útrýma ótta
þeirra og kvíða. Það er vegna þess að
trúin er orðin svo veik eða nær því horfin,
að hjörtu manna fyllast ótta og örvænt-
ingu. Þetta má ekki svo vera. Ásettu þér
og taktu þá stefnu sem Jesús býður:
„Trúið á Guð og trúið á mig.“
Jesús hafði áður sagt þeim hvað gæti
veitt þeim rósemi, en þeir trúðu því ekki
eða gátp ekki gripið það. Alvarleg atvik
höfðu truflað rósemi þeirra, svo þeir
gleymdu því sem Jesús hafði sagt þeim,
hið sama á sér stað hjá oss. Ástand heims-
ins er nú eins og hann sagði það mundi
verða rétt áður en hann kemur aftur, en
menn hafa gleymt orðum hans, eða aldrei
lesið þau. Þeir hafa svo mörg erfið við-
fangsefni að þeir vita ekki hvernig þeir
eiga að snúa sér.
Fyrir nokkru síðan voru send bréf með
pósti til þúsunda manna af öllum stéttum
mannfélagsins. Allir voru spurðir að því
sama, sem var þetta: „Ef þú gætir fengið
svar við aðeins einni spurningu, hvers
mundir þú spyrja?“ Þegar svörin voru
lesin og athuguð þá skiptust þau í fimm
flokka, en hver flokkur fyrir sig var eitt-
hvað viðvíkjandi framtíðarlífi mann-
kynsins.
Kraftur til að mæta óvissu nútímans og
öruggleiki fyrir framtíðina er það, sem
menn óska eftir framar öllu öðru. Aðeins
hinir andlega sterku geta mætt vanda-
málum nútímans.
Guð segir: „Reynið mig hér með.“ Hann
hvetur oss til að gefa.honum tækifæri til
að sýna oss trúfesti sína. Hann vill vér
treystum honum fullkomlega. Þrátt fyrir
spillingu heimsins, ráðaleysi þjóðanna og
yfirsjónir þeirra, sem bera kristið nafn,
þá stendur hann enn við stjórnina, al-
máttugur, óumbreytanlegur og trúfastur.
Postularnir skildu þetta ekki til fulls
fyr en eftir úthellingu andans á hvíta-
sunnudaginn. Þá mintust þeir loforða
Meistara síns og tóku þau bókstaflega,
leituðu hans í bæn og urðu ekki fyrir von-
brigðum. Hann svaraði bænum þeirra
fram yfir það sem þeir vonuðust eftir, og