Stjarnan - 01.09.1955, Page 5
’ STJARNAN
69
0
Móðurkærleikinn og þjónusta hennar
eru mjög dýrmæt, en fullnægja þó ekki
mannlegu hjarta. Einungis í Kristi getur
hún fundið visku og kraft til að mæta
hinum alvarlegu skyldum sannrar móður.
Hvert einasta heimili mætir fyr eða síðar
erfiðleikum, sorg og vonbrigðum. Þá er
enginn nema Jesús og lifandi trú á Guð,
sem getur greitt úr vandamálunum.
Móðir nokkur, sem var ekkja, var á-
hyggjufull út af dóttur sinni. Loks sagði
hún við sjálfa sig: „Ég ætla að afhenda
Jesú Judy dóttur mína. Hann hefir hjálp-
að mér og bænheyrt mig. Hann er vold-
ugur og kærleiksríkur. Ég ætla að gjöra
það nú strax. Hún lokaði svefnherbergis-
dyrunum, féll á kné og grátbændi Guð um
hjálp til að frelsa einkabarnið hennar.
Judy gekk fram hjá og heyrði nafn sitt
í bæn móðurinnar. Hún hraðaði sér út
um bakdyrnaí út í myrkrið. Þegar móðir-
in kallaði á hana litlu seinna fann hún
hana hvergi. Hún ætlaði að segja Judy
einu sinni enn, hve innilega hún elskaði
hana og langaði til að hjálpa henni. En
hún var farin. Móðirin grét, féll á kné
aftur og bað lengi.
Judy gekk rösklega til þorpsins til að
mæta heimslega sinnuðum vinum sínum.
Alt í einu heyðri hún söng, sálm, sem faðir
hennar hafði oft sungið. Hún staðnæmdist.
„Nafn mitt í bæn móður minnar. Nafn
mitt í bæn móður minnar, það eina orð ég
heyrði, nafn mitt í bæn móður minnar.“
„Undarlegt að heyra þetta nú,“ hugsaði
Judy þar sem hún stóð í tunglsskininu.
„Hallo, Judy,“ kallaði skólasystir henn-
ar. „Því stendur þú þarna einsömul?
Kom þú til kirkju með pabba og mér.“
Judy fór með þeim, það var vakninga-
samkoma, sem haldin var. Ræðan var
hjartnæm og hrífandi, er hann talaði um
Jesú undraverða kærleika til syndara og
þá miklu fórn er hann bar fram til að
frelsa þá. Þetta snerti hjarta Judy. Allar
hennar veraldlegu óskir urðu sem hismi,
er hún horfði á Jesúm og fórn hans fyrir
hana. Þegar ræðumaður bauð þeim að
gefa sig fram, sem vildu tilheyra Jesú og
fylgja honum, þá gekk Judy ásamt öðrum
fram að ræðupallinum, og tárin streymdu
niður kinnar hennar, er hún bað um fyrir-
gefning og náð.
Stuttu eftir að móðirin stóð upp frá
bæninni í seinna skiptið heyrði hún fóta-
tak dóttur sinnar. Hún lauk upp dyrunum
og lét í ljósi gleði sína yfir því að Judy
kæmi svo snemma heim.
„Elsku mamma mín, Guð talaði til mín í
kvöld. Ég bað um fyrirgefning og kraft
til að lifa nýju lífi. 'Héðan af vil ég vera
meira heima hjá þér og reyna að velja
aðeins góðan félagsskap. Fyrirgefðu kæru-
leysi mitt.“
„Guði sé lof fyrir þessa dásamlegu bæn-
heyrslu,“ sagði móðirin, er þær föðmuðu
hvor aðra.
Allar mæður geta notið sömu einka-
réttinda, að leggja öll sín áhugamál fram
fyrir Guð í bæn. Bænir móðurinnar eru
heitar og kraftmiklar. Guð mun veita
henni náð og hjálp til að mæta öllum
heimilisskyldunum og að kenna börnunum
hinn rétta veg. Guð er ávalt reiðubúinn
að svara bænum mæðra, er þær koma til
hans með byrðar sínar. Hann mun senda
sinn heilaga anda til að verka á hjörtu
barnanna. Um leið og þau læra að treysta
og hlýða foreldrum sínum, þá læra þau
líka að treysta og hlýða Guði. Það er í
barnæsku sem þarf að leggja grundvöllinn,
því fyr, því betur.
„Guð er á himnum. Ljós og dýrð frá
hásæti hans hvílir yfir móðurinni, er hún
reynir að kenna börnum sínum að fylgja
Jesú, en forðast hið illa. Ekkert starf er
jafn áríðandi og hennar.“ M. H.
Hún er samverkamaður Guðs að undir-
búa líf barna sinna svo þau geti mætt
Jesú með gleði. Hún styður að því að
líferni þeirra megi líkjast líferni Krists.
Hún stendur ákveðið á móti öllum spill-
andi áhrifum heimsins, og kennir börnum
sínum að finna ánægju í því að taka þátt
í skyldum heimilisins. Hún kennir þeim
reglusemi, sparsemi og nægjusemi, ráð-
vendni, þolinmæði, hugrekki og sannleiks-
ást. Það er ómögulegt að meta góða móður
eins mikils og hún er verð. Hún leggur
grundvöllinn undir göfgi og velmegun
þjóðarinnar.
Blessun Guðs hvílir yfir heimili þeirrar
móður, sem lifir, starfar og biður til að