Stjarnan - 01.09.1955, Qupperneq 6

Stjarnan - 01.09.1955, Qupperneq 6
70 STJARNAN hjálpa börnum sínum til að verða góðir borgarar föðurlandsins, og erfingjar Guðs eilífa ríkis. Hún mun öðlast ríkulega upp- skeru af starfi sínu. —HELEN K. OSWALD -----------☆----------- Jack fann fjársjóðinn Skáldsögur, eða Biblíuna, hvort á ég heldur að lesa? Jack hafði gaman af að lesa sögur. Honum þótti líka skemtun að skrípamyndabókum og skrítlum í blöðun- um. Hann gat varla beðið eftir blöðunum til að ná í skrípamyndasögurnar. Hann hafði líka gaman af að búa til báta og flugvélar. Annar drengur á svipuðum aldri var vanalega með honum hvort sem þeir voru að leika sér að sigla bátum eða láta pappírsdreka fara upp í loftið, búa til eftirlíking loftbáta eða hvað annað sem þeir höfðu fyrir stafni. En þetta skipti var Bob ekki með honum. Hvers vegna? Það var nokkuð sem Jack varð að komast eftir. Bob var svo upptekinn við að lesa nýja bók, sem hann hafði fengið. Það var Nýja Testamentið. „Ef hann er svo- hrifinn af að lesa Biblíuna að hann kemur ekki út til að sigla bátunum,“ hugsaði Jack með sér, „þá má ég til með að lesa hana líka til að vita hvað er svo skemtilegt í henni.“ Þetta gjörði hann. Þá um kvöldið, í stað þess að lesa skrípamyndasögurnar fór hann að lesa um mann sem lifði hér á jörðinni fyrir löngu síðan. Hann hét Jesús og gjörði mörg undraverk. Hann gekk á vatninu, kyrði ofsaveður með orði sínu og margt fleira dásamlegt gjörði hann. Jack lærði ennfremur að þessi maður var Guðs sonur, skapari heimsins, og að hann dó fyrir okkar syndir. Jack varð svo hrifinn af Biblíunni að hann gleymdi brátt skrípamyndunum og öðrum sögum, sem hann hafði verið að lesa áður. Iiefir þú borið Biblíuna saman við annað sem þú hefir lesið? Ef ekki, hvers vegna ekki reyna það. Byrjaðu á að lesa Guðs- spjöllin og Postulasöguna. Lestu svo aðrar bækur Gamla eða Nýja Testamentisins. Eða ef þú vilt getur þú byrjað á fyrstu bók Móse. Það er ástæða fyrir því að Biblían selst betur en nokkur önnur bók. Hún er skemtilegasta bókin sem hefir nokkurn tíma verið rituð. En eini vegurinn til að finna hið skemtilega í henni er að lesa hana. Það eru vissar reglur, sem bezt er að fylgja til að fá sem mest gagn og ánægju af lestri hennar. Fyrst menn verða að leita vizkunnar eins og þeir séu að leita að fólgnum fjár- sjóð. Orðskv. 2:4. Ef þú vissir að miljón dollarar væru grafnir niður bak við húsið þitt, eða að auðug gullnáma væri einhvers staðar á landareign þinni, hvað mundir þú gjöra? Ég er viss um þú mundir grafa. Menn þurfa líka að kynnast höfundi bókarinnar. Ung stúlka var að lesa í einni af skólabókum sínum um kvöldið. Alt í einu fleygði hún henni frá sér og sagði: „Hvernig getur nokkur maður fengið sig til að lesa aðra eins bók og þessa?“ Hún lagði bókina upp á hillu og ætlaði daginn eftir að sleppa þeirri námsgrein, en taka eitthvað annað í staðinn. Næsta kvöld undraðist móðir hennar yfir hvað lengi dóttir hennar sat uppi, svo hún gekk með hægð inn í herbergi hennar og spurði: „Heldur þú ekki það sé kominn hátta- tími?“ „Nei, mamma. Ég er að lesa skemtileg- ustu bók sem ég hef séð, svo ég get ekki farið að hátta ennþá.“ Hvaða bók heldur þú hún hafi verið að lesa? Einmitt sömu bókina, sem hún kvöldið áður hafði með gremju kastað upp á hilluna. Hvað or- sakaði breytinguna? Þennan dag hafði hún haft þau sjald- gæfu einkaréttindi að kynnast höfundi bókarinnar. Henni geðjaðist mjög vel að honum og það gjörði allan mismuninn. Sömuleiðis ef þú lærir að þekkja Jesúm betur þá verður Biblían miklu skemtilegri heldur en hún áður var. Jesús er opinberaður í allri Biblíunni bæði Gamla og Nýja Testamentinu. „Öll Ritning er innblásin af Guði.“ 2. Tím. 3:16. Og öll Biblían vitnar um Jesúm Krist vorn guðdómlega frelsara. I Gamla Testamentinu er frásögn um hvernig Guð leiddi fólkið til að búa það

x

Stjarnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.