Stjarnan - 01.09.1955, Blaðsíða 7
STJARNAN
71
undir komu Krists, og þar eru margir spá-
dómar, sem hljóða upp á hann. 1 Nýja
Testamentinu er frásögnin um líf hans
hér á jörðinni og framtíð þá, er oss stendur
til boða í eilífðinni fyrir starf og for-
þénustu hans.
Önnur regla er þessi að lesa Biblíuna
eins og hún væri rituð einungis fyrir oss,
það er persónulegt bréf frá vorum him-
neska föður til þín og mín. Hann hefir
þar eitthvað fyrir hvern einasta meðal vor.
Vér ættum að lesa hana með þetta fyrir
augum.
Oss er alvarlega bannað að draga nokk-
uð úr eða bæta nokkru við það, sem ritað
er í Biblíunni. Einu sinni þegar ég var
lítill drengur þá bætti ég einhverju við
það sem móðir mín ætlaði að hafa í
vöflur. Það var gott efni en átti ekki við
vöflurnar.
Við fengum óvæntan gest. Móðir mín
var sár yfir hvað vöflurnar voru illa úr
garði gjörðar. Ég var líka sár við sjálfan
mig. Gesturinn hlaut að ímyrida sér að
móðir mín væri mjög ófullkomin elda-
buska, þó þetta væri alt mér að kenna.
Eins er mað Biblíuna. „Þér skuluð engu
auka við þau boðorð, sem ég legg fyrir
yður, né heldur draga nokkuð frá, svo að
þér varðveitið skipanir Guðs yðar, sem ég
legg fyrir yður.“ 5. Mós. 4:2. Með því að
bæta við eða draga úr því, sem Guð hefir
sagt, getum vér dregið úr áliti hans hjá
fólki og látið það misskilja hvað hann er
og hvað hann hefir sagt.
Hvernig er bezt að lesa Biblíuna? Það er
ágætt að lesa og athuga hvert vers fyrir
sig í hverri bók Biblíunnar." En fyrir byrj-
endur er líklega bezta aðferðin að lesa
hvert efni út af fyrir sig. Fyrst eitt atriði,
svo annað. Biblíu-orðabók er ágæt hjálp
til þess, og ennþá betra er að taka Biblíu
lexíur, sem boðnar eru ókeypis hjá „Signs
of the Times,“ Mountain View, California,
eða 1004 Victoria Ave., Saskatbon, Sask.
Þar getur maður til dæmis í einni lexíu
lært alt sem sagt er um Guð, hvað sagt er
um líf og dauða, hvað sagt er um fram-
tíðina og mörg önnur efni.
Eitt sem vér skulum ætíð muna, þegar
vér lesum Biblíuna, er að hún skýrir sig
bezt sjálf, vér þurfum að bera saman hina
ýmsu texta, sem snerta sama málefni.
Þegar vér gjörum þetta munum vér fá æ
skýrari skilning á því sem vér erum að
lesa.
Þegar vér þannig leitum sannleikans
þá verðum vér að vera fúsir til að hlýða
Guðs vilja er vér sjáum hann. Það væri
spaugilegt að sjá verkamann koma til hús-
bónda síns og biðja um meiri vinnu áður
en hann væri jafnvel byrjaður á því, sem
honum hafði verið fengið að vinna.
Guð gefur oss skilning á orði sínu þegar
vér lesum það. Ef vér hlýðum því, sem
vér höfuð séð og lært, þá mun hann gefa
oss meiri skilning og skýrara ljós. Jesús
segir: „Ef sá er nokkur sem vill gjöra
vilja hans, hann mun komast að raun um
hvort kenningin er frá Guði eða ég tala
af sjálfum mér.“
—KENNETH STRAND
-----------☆------------
Gefið oss von
Flestir hafa að líkindum gleymt sögunni
um glæpamennina fjóra, sem höfðu 5 af
fangavörðunum í fangelsi Massachusetts-
ríkis á valdi sínu frá 19. til 21. janúar, en
neyðaróp þeirra um einhvern vonargeisla
hlýtur að enduróma í margra hjörtum.
Þetta voru alt vondir menn, þeir höfðu
framið glæpi og voru fyrir það dæmdir í
margra ára fangelsisvist. Þeir viðurkendu
sekt sína, könnuðust við skuld sína til
þjóðfélagsins og einnig að' þeir ættu
hegninguna skilið. Það helzta sem þeir
kvörtuðu yfir var vonleysi þeirra.
„Gefið oss von,“ sögðu þeir við nefnd
manna, sem skipuð hafði verið til að hlusta
á mál þeirra, „von um að við enda leiðar-
innar megi verða eitt eða tvö ár af frelsi.“
Einn þeirra sagði: „Ég hef gjört margt
ilt. Hin eina ósk mín er að ég geti einhvern
tíma gjört eitthvað gott, gefið blindu barni
augu mín svo það gæti fengið sjónina, eða
líkama minn til þess menn gætu fengið
betri skilning á sjúkdómum. Er ekki ein-
hver vegur fyrir mig til að geta gjört
gott?“
Það hljómaði eins og örvæntingaróp
glataðrar sálar, sem ekki gat lengur vænst
Guðs náðar, eins og þeir sem að síðustu