Stjarnan - 01.09.1955, Blaðsíða 2
66
STJARNAN
söfnuður Krists gekk sigri hrósandi að
verki.
Loforð Guðs fyrir yfirstandandi tíma
eru alveg eins skýr og áreiðanleg. Vér
getum tekið undir með Pétri postula, er
hann segir: „því áreiðanlegra er oss nú
hið spámannlega orð, og það er rétt af
yður að gefa gaum að því eins og ljósi,
sem skín á myrkum stað þangað til dagur
ljómar og morgunstjarnan rennur upp í
hjörtum yðar.“ 2. Pét. 1:19.
Það er tími til kominn að kirkjan mæti
spurningum heimsins. Hún á að standa
upp hughraust, örugg og fagnandi í von-
inni, prédika loforð Guðs og spádóma hans
fyrir þessa síðustu daga.
Guð þekkir vel þarfir heimsins og safn-
aðar síns á þessum tíma. En hann bíður
þess að börn hans ákalli hann í lifandi trú
á orð hans, og sækist eftir náð hans og
krafti, sem hann hefir heitið þeim fyrir
yfirstandandi tíma. Þörf vor er „Lifandi
trú á Guðs orð."
—L. K. DICKSON
-----------☆------------
Óslítandi samband
Það er tvent í frelsunar áformi Guðs
fyrir mennina, sem er í óslítandi sam-
bandi hvort við annað, það er lögmálið
og fagnaðarerindið. „Af lögmálinu kemur
þekking syndar.“ í fagnaðarerindinu er
lækningin við meini syndarinnar. Lög-
málið bendir á ófullkomleika vorn og
sýnir að vér erum syndarar. Það getur
ekki meira að gjört. Jesús Kristur kom í
heiminn til að frelsa syndara. Synd vorra
fyrstu foreldra gjörði aðskilnað milli
mannanna og Guðs. Jesús kom til þess
aftur að sameina manninn Guði. „Guð,
sem var í Kristi, sætti heiminn við sig, er
hann tilreiknaði þeim ekki yfirtroðslur
þeirra.“ Tilboð hans er: „Látið sættast við
Guð.“ 2. Kor. 5:19.-20.
Þegar vér erum sættir við Guð þá byrjar
nýtt líf. Vér erum þá ættleiddir inn 1
fjölskyldu himinsins, sem synir og dætur
Guðs. Hversu syndspiltir sem vér höfum
verið, þá erum vér íklæddir réttlæti Krists.
Þetta er tileinkað réttlæti, eða réttlæting
fyrir trú án verka. „Réttlættir af trúnni
höfum vér frið við Guð fyrir Drottinn
vorn Jesúm Krists.“ Róm. 5:1.
Það aðeins að þekkja veg sáluhjálpar-
innar frelsar engan. D. L. Moody skýrði
það á þennan hátt: „Hinn daginn fór ég
á járnbrautarlest í New Haven. Vinur, sem
sá mig spurði: „Ert þú að fara til New
York?“ „Nei,“ sagði ég, „heldur til
Boston.“ „En þessi lest fer til New York,“
sagði vinur minn. „Þetta var leiðbeining,
sem veitti mér þekkingu. Það var ekki
afturhvarf,“ sagði Moody. „En þegar ég
greip töskuna mína og fór upp í lest,
sem hélt í gagnstæða átt, það var aftur-
hvarf.“ Afturhvarf er að snúa baki við
syndinni og taka aðra stefnu. „Hinn óguð-
legi láti af breytni sinni og illvirkinn af
vélráðum sínum og snúi sér til Drottins,
þá mun hann miskunna honum, til Guðs
vors, því að hann fyrirgefur ríkulega.“
Jes. 55:7.
Ættleiðing inn í fjölskyldu Guðs tekur
aðeins augnablik, og eins ummyndun Guðs
barna þegar Jesús kemur. En tímabilið
milli ættleiðingar og ummyndunar er æfi-
langt starf. Þegar vér byrjum hið nýja líf
erum vér börn í Kristi. Hið andlega líf
tekur þroska engu síður en hið líkamlega.
Páll postuli sagði löngu eftir afturhvarf
sitt: „Ekki er svo að ég þegar hafi náð
því, eða sé þegar - fullkominn.“ En hann
keppti eftir fullkomnun. Hann átti í sí-
feldri baráttu við sjálfan sig. „En ég leik
líkama minn hart og gjöri hann að þræli
mínum,“ sagði hann. „En við lok lífstíma
síns gat hann sagt: „Ég hef barist góðri
baráttu, hefi fullkomnað skeiðið; hefi varð-
veitt trúna. Og nú er mér geymdur sveig-
ur réttlætisins, sem Drottinn mun gefa
mér á þeim degi, hann hinn réttláti dóm-
ari, en ekki einungis mér, heldur og öllum
sem elskað hafa opinberun hans.“ 2. Tím.
4:7.—8. Líf Guðs barna er stríð og her-
ganga. Hugrekki, hógværð, trú og óbifan-
legt traust á Guði fæst ekki á augnabliki,
heldur gegn um langa lífsreyslu.
Hér er það sem mörgum skjátlast í
kristilegri reynslu sinni. Nýfædd börn geta
ekki lifað án næringar. Eins er með hið
andlega líf. Nýfætt Guðs barn verður að