Stjarnan - 01.09.1955, Blaðsíða 3
STJARNAN
67
nærast á hinni hreinu mjólk Guðs orðs
til þess að geta þroskast. Andlegur þroski
er ómögulegur án andlegrar fæðu. Með
því að nærast á Guðs orði, lesa það og
breyta eftir því þá höldum vér áfram að
taka guðdómlegum þroska. „Maðurinn lifir
ekki af einu saman brauði heldur af sér-
hverju orði, sem fram gengur af Guðs
munni.“
Andlegur þroski er undir þessu kominn.
Þegar vér snúum oss til Guðs þá gefst oss
tækifæri til að þroskast og ná aldurshæð
Krists fyllingar. Fullkomnun innrætisins
fæst ekki það augnablik, sem maðurinn
snýr sér til Guðs. Páll postuli segir þessu
viðvíkjandi: „Ekki er svo að ég hafi þegar
náð því, eða sé þegar fullkominn, en ég
keppi þannig að markinu, til verðlaun-
anna, sem himinköllun Guðs fyrir Jesúm
Krist býður.“ Fil. 3:12.—14. Jóhannes
postuli bendir á andlega framför, er hann
segir: „Það er ennþá ekki bert hvað vér
munum verða. Vér vitum að þegar hann
birtist þá munum vér verða honum líkir,
því vér munum sjá hann eins og hann er.“
Um þessa von Guðs barna lesum vér:
„Þar eð vér því höfum þessi fyrirheit
elskaðir, þá hreinsum sjálfa oss af allri
saurgun á holdi og anda, svo að vér náum
fullkomnum heilagleik í Guðs óttá.“
2. Kor. 7:1. Þetta er framför og þroski,
sem á að halda áfram þangað til Jesús
kemur.
—H. D. KRESS, M.D.
-----------ú-----------
Góðir nágrannar
Kona í Texas hljóp út á strætið með
máttlaust barn í fanginu og hrópaði til
þess, sem fyrst keyrði um strætið: „Barnið
mitt er dautt, ég skildi það eftir augnablik
í baðkerinu, taktu mig til læknisins.11
Til allrar hepni var keyrslumaðurinn
heldri kona, sem lært hafði hjálp í við-
lögum hjá Rauða Kross félaginu. Hún fékk
einhvern annan til að fara eftir lækninum,
en hún notaði hjúkrunarþekkingu sína
til að bjarga lífi barnsins. Lífgunartilraun-
ir hjálpuðu barninu til að draga andann
eftir örstutta stund.
Hjálp í viðlögum, sem Rauði Krossinn
kennir, hefir frelsað líf fjölda margra,
sem hafa orðið fyrir slysum. Þjáningar
hafa verið linaðar og meiðsli grædd fyrir
þúsundir manna með hjálp í viðlögum.
Eftir að Fellibylurinn gekk yfir Nýja
England þá var áttræður maður sem lá í
dái svo vikum skipti vegna meiðslis á
höfðinu. Rauði Krossinn fékk sérfræðis
læknir til að líta eftir honum þar sem
hann var látinn á sjúkrahús í borg einni
skammt þaðan. Útlærð hjúkrunarkona var
fengin til að vera yfir honum þarna dag
og nótt meðan hann lá þarna milli lífs og
dauða. Hann var ekki fær um að borga
kostrfaðinn svo Rauði Krossinn tók það
upp á sig.
Þetta er eitt af þúsundum slysa, þar sem
Rauði Krossinn hefir hjálpað fólki á öllum
aldri og annast það um lengri eða
skemmri tíma. Rauði Krossinn hjálpar
fólki líka til að koma fótum undir sig
þegar það óhappa vegna þarfnast innan
húss muna, aðgjörðar á heimilum sínum,
eða nauðsynleg verkfæri til vinnu, útveg-
ar áframhald á hjúkrun og læknishjálp,
og hefir jafnvel hjálpað fólki til að læra
nýja atvinnugrein.
Alskonar hjálp í viðlögum er megin-
regla Rauða Krossins. Hann er alls staðar
þektur og viðurkendur sem „Góði ná-
granninn.11 Hvar sem óhöpp vilja til, þar
er Rauði Krossinn að vörmu spori til að
hjálpa þeim, sem hafa orðið fyrir tjóni
eða slysum. Að meðaltali höfðu nauð-
hjálpar atvik komið fyrir 6 sinnum á
viku árið sem leið, þar sem 62,000 manns
höfðu fengið eftirlit, og 7,100 fjölskyldum
hjálpað til að koma fótum undir sig.
Hjálp þegar óhöpp eiga sér stað er að-
eins ein grein af líknarstarfi Rauða Kross-
ins. Hæstu útgjöldin árið sem leið voru
37,183,581 dollar til hjálpar mönnum í
hernum og afturkomnum hermönnum.
Rauði Krossinn hjálpaði 247,000 her-
mönnum að meðaltali á mánuði á her-
stöðvum og sjúkrahúsum og 122,000
manns af fjölskyldum þeirra.
Rauði Krossinn eyddi 15,671, 599 dollur-
um til blóð innsprautinga. Til þess gáfu
241,000 manns mánaðarlega að tiltölu blóð