Stjarnan - 01.09.1955, Side 8
72
STJARNAN
STJARNAN Authorized as second class
mail, Post Office Depart-
ment, Ottawa. Published monthly. Price
$1.00 a year. Publishers: The Can. Union
Conference of S. D. A., Oshawa Ontario.
Ritstjórn og afgreiCslu annast:
MISS S. JOHNSON, Lundar, Man. Can.
kveina: „Uppskeran er liðin, sumarið er á
enda og vér erum ekki frelsaðir.“ Þetta er
hið voðalega endurgjald syndarinnar.
„Er þá engin von fyrir þessa menn?
Vissulega er von fyrir þá, því „Svo elskaði
Guð heiminn að hann gaf sinn eingetinn
son, til þess að hver sem á hann trúir
ekki glatist, heldur hafi eilíft líf.“ Er það
ekki dásamlegt? Það náði til ræningjans á
krossinum. Það nær til allra glæpamanna
til tímans enda.
„Það er dýrðlegt að Jesús Kristur kom
til að vekja von hjá hinum stærsta synd-
ara og frelsa til hins ýtrasta alla, sem
koma til Guðs fyrir hann.“ Hebr. 7:25.
Hinir vonlausu menn í fangelsi Massa-
chusetts-ríkisins geta öðlast von ef þeir
vilja. Við enda leiðarinnar er fögur fram-
tíð fyrir þá, ef þeir í sanleika óska þess.
Vera má þeir fái aldrei að sjá þennan
heim fyrir utan veggi fangelsisins, en
Jesús breiðir út faðminn móti þeim og
býður þá velkomna. Þeir geta að líkindum
aldrei talist meðal postulanna eða píslar-
vottanna, en þeir geta sameinast hinum
óteljandi syndurum, sem frelsaðir eru af
Guðs náð fyrir trúna á Krist, og ásamt
þeim gengið inn um perluhliðin inn í Guðs
ríki á þeim mikla degi.
—A. S. M.
Látið ekki villa yður
Prestar og Biblíu kennarar mæta oft
þessari spurningu: „Hvaða mismun gjörir
það hverju maðurinn trúir, ef hann
breytir vel?“
Slík spurning getur ekki komið frá
hjarta þess manns, sem lifir 1 innilegu
samfélagi við Krist. Frelsarinn hvetur
lærisveina sína til að halda fast við sann-
leikann. Hann segir: „Ég er vegurinn,
sannleikurinn og lífið.“ Jóh. 14:6. Og hann
bað: „Helgaðu þá í þínum sannleika, þitt
orð er sannleikur.“ Jóh. 17:17. Þetta bendir
skýrt á að þeir sem lítilsvirða Guðs opin-
beraða orð eru ekki helgaðir. Þá skortir
kristilega reynslu. Jóhannes postuli segir:
„Ef vér framgöngum í ljósinu eins og
hann er sjálfur í ljósinu, þá höfum vér
samfélag hver við annan og blóð Jesú
sonar hans hreinsar oss af allri synd.“
1. Jóh. 1:7. Jesús sagði: „Þegar hann, sann-
leiksandinn, kemur mun hann leiða yður
1 allan sannleika.“ Jóh. 16:13. Hann ætlað-
ist til að lærisveinar hans leituðu sann-
leikans einlæglega.
Prófessor Alfred Whitehead hafði rétt
fyrir sér, er hann sagði: „Það sem Ameríka
þarfnast er ekki vísindamaður, heldur
spámaður.11 Þetta auglýsir sömu hugsun
og spámaðurinn lét í ljósi fyrir 27 öldum:
„Til lögmálsins og til vitnisburðarins, ef
þeir tala ekki samkvæmt þessu þá er
ekkert ljós í þeim.“
Aldrei hefir þessi aðvörun verið nauð-
synlegri en nú. Því á yfirstandandi tíma
vinnur óvinur sannleikans „með alls konar
vélum ranglætisins fyrir þá sem glatast.“
Hvað er það sem greiðir óvininum veg í
hjörtu manna? „Þeir veittu ekki viðtöku
kærleikanum til sannleikans að þeir
mættu verða hólpnir.“ 2. Þess. 2:10.
Uppeldisfræðingár eru sammála um það,
að hið mest áríðandi er ekki hve mikið
nemendur vita heldur hitt hvað það er
sem þeir elska. í andlegum efnum er
kærleikurinn miklu meira verður en
þekking. Augústínus sagði: „Elskið Guð
og gjörið það, sem yður þóknast.“ í þessu
birtist elskan til Guðs að vér höldum hans
boðorð, og hans boðorð eru ekki þung.“
1. Jóh. 5:3. Samkvæmt þessu munu allir
sem í raun og veru elska höfund sann-
leikans með gleði laga líf sitt eftir vilja
hans, og þegar tími og eilífð mætast munu
þeir heyra frá hásæti himinsins: „Látið
upp hliðin svo réttlátur lýður megi inn
ganga, sá er trúnaðinn varðveitir.“
—P. K. FREIWIRTH
-------------------------
Hér um bil einn þriðji af giftum konum í
Stokkhólmi, Svíþjóð, hafa atvinnu utan
heimilisins.