Stjarnan - 01.09.1956, Side 3
STJARNAN
67
við sjálfan sig. Loks vann hann sigur og
gaf Guði hjarta sitt. „Verði þinn vilji.“
Eftir tvo klukkutíma heyrði Moody að
maðurinn kom inn um bakdyrnar, gekk
upp stigann og hiklaust inn í herbergið til
hægri handar.
í hvaða herbergi ætlar þú að hvílast í
nótt? Hefir þú gefið Guði hjarta þitt svo
þar ríki friður og gleði, eða ert þú ennþá
flæktur í fjötrum syndarinnar, vonlaus og
órólegur? Jesús kallar á þig að koma og
fylgja sér. Framtíð þín er undir því komin
hvaða ákvörðun þú tekur nú. Jesús segir:
„Ef þér elskið mig þá haldið þér mín
boðorð.“ Minstu þess, að einhvern tíma,
ef til vill fyr en þú býst við, verður síðasta
nótt þín í þessum heimi. Hvenær munt þú
vakna? í upprisu réttlátra, eða upprisu
hinna glötuðu? Ásettu þér nú að vera
meðal hinna frelsuðu.
—F. W. DETAMORE
---------------------
Hver syndgaði fyrst?
„Hver sem syndina gjörir er af djöflin-
um, því að djöfullinn syndgar frá upphafi;
til þess birtist Guðs sonur, að hann niður-
bryti djöfulsins verk.“ 1. Jóh. 3:8.
Áður en þessi heimur var skapaður var
voldugur engill á himni, yfirskyggjandi
Kerub, Lúsifer, sem hafði háa stöðu meðal
englanna. Hann fór að finna svo mikið til
sín, varð öfundsjúkur og stofnaði upp-
reisn á himni.
Hvaða stríð var Jóhannes postuli látinn
sjá í sýn?
„Eftir þetta hófst stríð á himni. Mikael
og hans englar stríddu á drekann, en
drekinn og hans englar stríddu ámóti.“
Op. 12:7.
Hver var Mikael? Nafnið Mikael þýðir:
„Líkur Guði.“ í Júdas 9. versi er Mikael
kallaður höfuðengillinn, og í 1. Þess. 4:16.
lesum vér að höfuðengillinn kallar til lífs-
ins hina réttlátu sem hvílast í gröfunum.
Jóhannes postuli bendir á að það er Krist-
ur, sem kallar þá framliðnu til lífsins.
„Eins og faðirinn hefir lífið í sjálfum sér,
svo gaf hann og syninum að hafa lífið í
sjálfum sér og hann hefir gefið honum
vald til að halda dóm, því hann er manns-
ins son. Undrist ekki yfir þessu því sá
tími mun koma að allir þeir sem í gröf-
unum eru munu heyra hans raust og þeir *
munu ganga út.“ Samkvæmt þessum orð-
um Ritningarinnar er Mikael Kristur.
Hver var þessi dreki sem nefndur var?
„Og var þeim mikla dreka, þeim gamla
höggormi, sem kallast djöfull og satan,
honum sem afvegaleiðir alla menn, kastað
niður á jörðina.
Hvaða tignarstöðu hafði satan á himni
áður en hann gjörði uppreisn?“
„Svo segir Drottinn alvaldur, þú varst
einhver hinn gjörvilegasti maður, mesti
vitsmunamaður og fullkominn að fegurð.
Þú bjóst í Eden aldingarði Guðs, varst
þakinn alls konar dýrum steinum, sardíus
tópas, beryllus, krísólítus, sardónyx, jaspis,
safír, karbúnkúlus, smaragdus og gulli.
Þann dag er þú komst var þér fagnað með
bumbuslætti og pípublæstri. Þú varst yfir-
skyggjandi kerúb, sem útbreiðir vængi
sína og hafði sett þig á Guðs heilaga
fiall .... þér lék alt 1 lyndi .... þar til
guðleysið varð opinbert um þig.“ Ez.
28:12.-15.
Hvað orsakaði fall satans?
„Þitt hjarta varð upphrokað af þinni
fegurð. Þú vanbrúkaðir vitsmuni þína
sökum þinnar vegsemdar prýði.“ Ez. 28:17.
Drambsemi og ágirnd leiddi satan til falls.
Hvað ágirntist satan? Hann vildi fá þá
hærri stöðu, sem Kristur hafði.
„Hvernig ertu af himni ofan fallin, þú,
hin fagra morgunstjarna? Hvernig ertu tií
jarðar niður hruninn, þú, sem varla virtir
þjóðirnar viðlits? Þú sagðir í þínu hjarta:
Ég vil upp stíga til himins, upp yfir
stjörnur Guðs vil ég setja hásæti mitt.
Ég vil setjast að á samkundufjallinu lengst
uppi í norðri. Ég vil stíga upp á hæðir
skýjanna og líkur verða hinum allra
hæsta.“ Jes. 14:12.—14.
Hvað gjörði Guð við satan af því að
hann vildi ekki að uppreisn héldi áfram
á himni?
„Honum (satan) var kastað út, og engl-
um hans var kastað út með honum.“
Op. 12:9.
Hve mikill hluti englanna tók þátt í
uppreisn Lúsifers?
„Hann dró með sporðinum þriðjung