Stjarnan - 01.09.1956, Blaðsíða 4

Stjarnan - 01.09.1956, Blaðsíða 4
68 STJARNAN himinsins stjarna og kastaði þeim á jörð- ina.“ 4. vers. Guð skapaði ekki djöfulinn eins og *sumir virðast ímynda sér. Hann skapaði Lúsífer, fagran, fullokminn engil. Lúsífer notaði frjálsræði sitt til að gjöra uppreisn, og gjörði sjálfan sig þannig að djöfli. Hann tók ranga stefnu. Fyrstu sáðkorn syndarinnar fundust í hjarta hans. Hvaða ákvörðun tek ég, þegar satan freistar mín til syndar? Jósef sagði þegar hans var freistað: „Hví skyldi ég syndga móti Guði?“ Hef ég nokkurn snert af hroka eða ágirnd í hjarta mínu, sem gæti leitt mig til að ganga í lið með satan í uppreisn gegn Guði? —S. T. -------------------------- Hvers vegna mér geðjast að 10 boðorðunum Þegar ég var lítill drengur bað faðir minn mig og litlu systur mína að fara ofan í kjallara og sækja tvö epli. Hvorugt okkar kunni að telja 1, 2, 3, svo við komum upp með litla pönnu fulla af eplum. „Ég bað ykkur að koma með tvö,“ sagði faðir minn og sló okkur bæði. Eftir það, þegar pabbi bað mig einhvers, þá reyndi ég fyrst að vita fyrir víst hvað hann vildi fá. Ég fann fljótt að skortur á öryggi orsakaðist af því, að menn vissu ekki hvers krafist var. Þegar ég var orðinn dálítið eldri var mér gefinn hvolpur. Ég tók hann með mér út á beitilandið á hverju kvöldi, þegar ég sctti kýrnar. Hann lærði fljótt og hjálpaði mér mikið. Eitt kvöld sendi ég hann ein- samlan eftir kúnum. Hann fór og rak þær alla leið heim að fjósinu. Við hrósuðum honum fyrir, klöppuðum honum og gáfum honum mat. Næsta dag kom hann heim með kýrnar um hádegið. Hann varð ósköp hryggur og niðurdreginn þegar við sneypt- um hann og sögðum að hann hefði gjört rangt. Við áttum dálítið erfitt með að koma honum í skilning um hvað við vild um að hann gjörði. Stundum eru börn í vandræðum af því foreldrarnir eru sjálf óákveðin. Þau leyfa börnunum eitthvað í dag, en hegna þeim fyrir að gjöra hið sama næsta daginn. Ég hugsaði oft um hvað væri rétt og rangt, og hver gæti vitað það. Ég hef séð feður, sem reyktu segja sonum sínum að það væri rangt að reykja. Mér datt í hug hvart þetta eða hitt væri rétt eða rangt af því fullorðna fólkið segði það væri það. Hvað skyldi ég þurfa að verða gamall til að geta ákveðið hvað er rétt eða rangt. Mér sýndist þetta, frá mínu óþroskaða sjónarmiði, vera góð regla, en ég var þó ekki ánægður. Ég fann mig í óvissu. Mér fanst ég væri eins og maður, sem gengur ókunna gÖtu í myrkri. Það er ekkert til að rétta sig eftir. Ef ég aðeins hefði þekt veginn, svo ég viltist ekki eða yrði fyrir slysi. Svo fann ég 10 boðorðin. Hér var reglan fyrir réttu og röngu, sem stóð ofar öllum mannlegum ímyndunum. Þetta lögmál er fullkomið, auðskilið, og gefið út af Guði sjálfum. Sérhver setning, sem segir: „Þú skalt ekki,“ er vörn gegn hættu og slysum, sem varar mann við villigötum, en bendir á örugga, hættulausa leið. Vinur minn tók mig einu sinni á bát þar sem Mississippi rennur út í hafið nálægt Buras. Ég veitti því eftirtekt, að bátnum Yar stýrt milli tveggja raða af pólum, sem með litlu millibili voru reknir niður í vatnið. Ég spurði hvað þessar stangir hefðu að þýða. „Vatnið er mjög grunnt,“ sagði vinur minn, „aðeins nokkrir þumlungar á dýpt. Hér og þar eru leirhólar undir yfirborði vatnsins. Eina hættulausa leiðin er á milli pólanna. Mér duttu í hug 10 boðorðin. Ég fann mig öruggan nú, þegar ég vissi að einhver hefði rannsakað leiðina og mælt dýpið, það var hættulaust að fara á milli pólanna. Mér datt í hug lítil stúlka, sem í fyrsta sinni var að ferðast með járn- braut. Hún horfði út um gluggann og hræðsla sýndi sig í svip hennar í fyrsta skipti, sem hún sá fljót framundan. Hún dró andann léttara eftir að hún var komin yfir. Eftir að lestin hafði farið yfir fleiri fljót varð hún róleg og sagði: „Ég held það sé öllu óhætt. Einhver hefir byggt brýr yfir öll fljótin.“ Mér geðjast að 10 boðorðunum af því þau veita mér fullvissu um að öruggur

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.