Stjarnan - 01.09.1956, Síða 8

Stjarnan - 01.09.1956, Síða 8
72 STJARNAN STJARNAN Authorized as second class mail, Post Office Depart- ment, Ottawa. Published monthly. Price $1.00 a year. Publishers: The Can. Union Conference of S. D. A., Oshawa Ontario. Ritstjðrn og afgreiðslu annast: MISS S. JOHNSON, Lundar, Man. Can. „Fallegi borðdúkurinn minn er alveg eyðilagður.“ Ég tók dúkinn, hljóp með hann út í eldhús og lét vatnið renna yfir blettinn, en það gagnaði ekkert. Ég fór inn aftur og leit á blekflöskuna, á henni stóð: „Litfast.“ En ég vildi nú samt ekki gefast upp við svo búið, svo ég bar sápu á blett- inn og nuggaði og nuggaði, svo náði ég 1 flösku með einhverju efni 1, sem ætlað var til þess að ná lit úr taui og burstaði blettinn vandlega upp úr því. Þetta vann. Blekbletturinn hvarf og dúk- urinn varð snjóhvítur sem áður. Nú skol- riði ég allan dúkinn í vatni og hengdi hann út í sólskinið til að þorna. Nú leit ég aftur á hvar bletturinn hafði verið, hann var skamt frá einu horninu. En hvert hornið var það? Þau voru nú öll fannhvít. Dúk- urinn var alveg eins fallegur og hann var áður. Um leið og ég gekk inn í húsið aftur datt mér í hug Biblíuvers. „Að syndir yðar verði afmáðar.“ Það var nærri ótrúlegt hvernig svarti bletturinn hafði hreinsast burt. En svona fer Guð með syndir vorar, þegar hann fyrirgefur þær. Hann afmáir þær og minnist þeirra aldrei framar. Ég hélt áfram skylduverkum dagsins með innilegri þakklætisbæn í hjarta mínu. „Þvo mig hreinan af minni misgjörð, hreinsa mig af minni synd .... þvo mig með ísópi af' synd, svo ég verði hreinn, þvo þú mig svo ég verði hvítari en snjór.“ Sálm. 51:2.—7. —MADGE H. MORILL ------------☆----------- Árlega deyja 25—35 þúsund manns af höggormsbiti í Asíu, 3,000 í Suður- Ameríku, 300—500 í Norður-Ameríku að Mexico meðtaldri, aðeins örfáir í Evrópu, en fjöldi í Afríku. Menn vita engar ’tölur á því þar. „Ef nokkur þjónar mér, sá fylgi mér, og hvar sem ég er þar mun og þjónn minn vera, og þann sem mér þjónar, mun faðir- inn heiðra.“ Jóh. 12: 26. „Sá sem sigrar, hann skal skrýðast hvítum búningi og hans nafn skal ég ekki afmá af lífsbókinni; ég skal kannast við hans nafn fyrir mínum föður og fyrir hans englum.“ Op. 3:5. „Sælir eru þeir, sem heyra Guðs orð og varðveita það.“ -----------☆------------- Fyrsta auglýsingabók (catalogue) til að panta vörur eftir var gefin út í Banda- ríkjunum árið 1872. Þá voru aðeins 163 vörutegundir á listanum, nú auglýsir sama félag 100,000 tegundir af varningi til sölu. ☆ ☆ ☆ Fyrsti neðansjávarbátur, U.S.S. Hallánd, sem sjóherinn notaði, var smíðaður árið 1899 og kostaði 236,600 dollara. Sjóherinn keypti hann fyrir 150,000. Neðansjávar- bátar, sem nú eru bygðir kosta um 10 miljónir dollara. ☆ ☆ ☆ Fjórtán hundruðustu fleiri konur heldur en menn hafa mist allar tennur sínar, er þær ná 70 ára aldri. ☆ ☆ ☆ Brezkir hermenn í hitabeltinu geta fengið smjör í ílátum, sem geyma það ferskt í tvö ár. ☆ ☆ ☆ Trjáþlöntudagur (Arbor day) var fyrst haldinn í Nebraska 10. apríl 1872. Þá voru yfir ein miljón tré gróðursett í Banda- ríkjunum. ☆ ☆ ☆ Nútíðar neðarsjávarbátur tekur styttra en eina mínútu til að fara alveg í kaf. Hann getur farið með meiri hraða undir vatninu heldur en ofan sjávar. ☆ ☆ ☆ Fimti hver bíll, sem nú er í Bandaríkjun- um hefir þegar verið keyrður 80 þúsund mílur. ☆ ☆ ☆ Eitt af útbreiddustu smáritum Banda- ríkjastjórnarinnar er: Meðferð ungbarna. Það hefir verið endurbætt átta sinnum og þýtt á 8 tungumál. Útbreiðsla þess er yfir 30 miljón eintök.

x

Stjarnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.