Stjarnan - 01.12.1956, Side 1

Stjarnan - 01.12.1956, Side 1
STJARNAN DESEMBER, 1956 LUNDAR, MANITOBA Kaupið hentuga tímann Jesús kom til að frelsa sitt fólk frá þess syndum. En það sorglega er að fjöldinn af fólki gefur lítinn gaum að fagnaðarerindi Krists. Margir sem játa trú á Jesúm sýna enga alvöru í því að rannsaka orð hans, eða feta í fótspor hans, í elsku til náungans og hlýðni við öll Guðs boðorð. Þeir kann- ast við að Jesús kom til að deyja fyrir syndir mannanna svo þeir mættu öðlast fyrirgefning synda sinna og eilíft líf. En þeir reyna að telja sjálfum sér og öðrum trú um, að hann með dauða sínum hafi leyst þá frá hlýðnisskyldunni við Guð, og halda því áfram að fótumtroða Guðs boð- orð og lifa þannig í uppreisn gegn Guði. Þeir draga sjálfa sig á tálar sér til glöt- unar, ef þeir ekki breyta stefnu sinni, játa syndir sínar og láta af þeim. „Maðurinn getur ekki séð Guðs ríki nema hann endurfæðist.“ Jóh. 3:3. „Hver sem af Guði er getinn drýgir ekki synd, því sæði hans er varanlegt í honum . . . hann er af Guði getinn.“ 1. Jóh. 3:9. Endurfæðingin á sér stað þegar maður- inn meðtekur Guðs orð og lætur það stjórna öllu lífi sínu. Jesús sagði: „Þau orð sem ég tala til yðar eru andi og líf.“ Jóh. 6:63. Sá sem endurfæddur er af Guðs lifandi og ævarandi orði, hann hefir yndi af því að lesa og hugleiða Guðs orð. Hann fyrir- verður sig ekki fyrir að kannast við að hann sé Jesú lærisveinn, og það sé hans gleði að gjöra föðursins vilja og þannig feta í Jesú fótspor. Hann mætir alskonar freistingum og erfiðleikum, en hann getur líka vitnað með Páli postula að „Vér vinn- um frægan sigur fyrir aðstoð hans sem elskaði oss og gaf sig sjálfan út fyrir oss.“ Vér getum sjálfir ekkert unnið oss til frelsunar. Vér verðum frelsaðir aðeins af Guðs náð fyrir trúna á Krist og fórnar- dauða hans. En ef vér höfum meðtekið Jesúm sem Drottinn vorn og frelsara, þá sést ávöxtur trúar vorrar í fúsri og full- kominni hlýðni við öll Guðs boðorð. Ert þú endurfæddur maður, frelsaður frá synd af Guðs náð fyrir trúna á Krist? —S. J. ------------■☆■--------- Flutningsdagurinn Við þurftum að flytja til annarar borg- ar. Flutningsdagurinn var skínandi bjartur apríl morgun. Við hrúguðum öllu sem komst á flutningsvagninn, en það sem þurfti varlegri meðferð tókum við í bíl- inn með okkur. Meðan við vorum á leið- inni fór ég að hugsa um síðustu flutnings- ferðina til miklu fegri borgar, hinnar nýju Jerúsalem, sem Guð hefir bygt, en enginn maður. Enginn veit, jafnvel ekki englar himins- ins, hvaða dag eða stund Jesús kemur til að leiða sína elskuðu til hins nýja heimilis þeirra. En við höfum fengið aðvörun um að vera sífelt reiðubúnir. Vér höfum heyrt um fólk sem hætti allri vinnu og beið þannig komu frelsarans. Það var ekki til- ætlun Guðs að menn gjörðu þetta. Því í dæmisögunni um pundin, sem hann fékk þjónum sínum á hendur sagði hann: „Verzlið með þau þangað til ég kem.“ Þótt vér höldum áfram starfi er mikill munur á Íífi og starfsaðferð hins trúaða og hins vantrúaða. Hinn trúaði hugsar fyrst og fremst og ætíð um það hvað Guði er þóknanlegt og biður án afláts, svo hjarta \

x

Stjarnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.