Stjarnan - 01.12.1956, Blaðsíða 2
90
STJARNAN
hans sé ávalt í samfélagi við Guð. Hann
finnur sig líka knúðan til að tala við ást-
vini sína og aðra um það eina nauðsynlega
svo þeir einnig verði viðbúnir þegar Jesús
kemur. Hinn vantrúaði aftur á móti er
hugsunarlaus um andleg efni og er því
óviðbúinn.
Á undan flutningsdeginum verður líka
að hreinsa húsið. Alt er rannsakað og því
er kastað burtu, sem er einskisvert. Ef
vér rannsökum líf vort finnum vér ef til
vill eitthvað, sem mundi hindra flutning-
inn, til dæmis vondan vana eða leyndar
syndir. Sumt hjá oss má vera að ekki sé
ilt, en þó alls ekki gagnlegt eða nauðsyn-
legt, þegar að því kemur að flytja. Hjá
flestum vor á meðal eru það smásynd-
irnar sem hindra. En synd, jafnvel hin
minsta verður að sópast í burt áður en vér
getum flutt til hinna himnesku bústaða.
Hið sorglegasta við bústaðaskipti er að
skilja við góða gamla vini. Jesús hefir
gefið oss tækifæri til að gjöra þeim aðvart
um komu sína, svo þeir einnig geti verið
viðbúnir og fylgst með oss. Við erum
fljótir að segja vinum vorum frá nýja
heimilinu, sem vér væntum að flytja inn í
hér í heimi, en ég óttast fyrir að vér séum
ekki eins áhugasamir með að segja þeim
frá hinu indæla heimili á hinni nýju jörð
og hvetja þá til að tryggja sér pláss þar,
með trú og hlýðni við fagnaðarerindi
Krists.
Að flytja þung húsgögn og hlaða kassa
ofan á kassa er erfitt verk. En vér þurfum
ekki að hafa fyrir neinu þess háttar þegar
Jesús kemur. Þá skiljum vér eftir allar
vorar jarðnesku eigur, þær verða allar
einskis virði. Hið eina sem þá er nokkurs
virði er göfugt hugarfar og hjarta hreinsað
af allri synd fyrir blóð hins flekklausa,
lýtalausa lambsins Krists.
Mánuðinn sem við vorum að leita að
hæfilegu heimili fyrir fjölskylduna slitum
við út tveimur landabréfum, sem sýndu
götur og byggingar borgarinnar. Vér höf-
um líka landabréf af hinni himnesku borg,
það er í Biblíunni og sýnir hvernig vér
getum komist þangað. Það er vegur kross-
ins. Jesús er þangað undan oss genginn og
hefir skilið oss eftir óræk vegamerki. Hann
sagði: „Ég er vegurinn, sannleikurinn og
lífið.“ Jóh. 14:6.
Jesús hefir dásamlega framtíð fyrir þá
sem elska hann: „Hjörtu yðar skelfist ekki
né hræðist. Trúið á Guð og trúið á mig.
í húsi Föður míns eru mörg híbýli, væri
ekki svo hefði ég sagt yður það. Ég fer
burt að tilbúa yður stað og þegar ég er
burt farinn og hefi tilbúið yður stað, þá
mun ég koma aftur og taka yður til mín
svo að þér séuð þar sem ég er.“ Jóh. 14:l.-3.
Þegar vér flytjum til annarar borgar
verðum vér að kynnast nýjum nágrönnum
og taka tillit til þeirra. En á voru nýja
himneska heimkynni verðum vér öll
bræður og systur, börn sama himneska
Föður. Líf vort verður fullkomnara og
ánægjulegra, og skilningur vor skýrari.
Vér munum njóta hamingju lífsins í fylsta
mæli, sitja við fætur hins mikla kennara
og læra af honum það sem hér var ofvaxið
skilningi vorum. Alheimurinn verður
lærdómsbók- vor. Ég vil vera tilbúin þegar
Jesús kemur. Óskar þú þess ekki líka?
—PHYLLIS SOMERVILLE
------------☆-----------
Annað sporið til frelsunar
„Sú hrygð sem er eftir Guði aflar sálu-
hjálplegrar betrunar sem enginn iðrast
eftir, en veraldleg hrygð veldur dauða.“
2. Kor. 7:10.
Eftir að syndarinn hefir sannfærst um
synd sína fyrir áhrif Guðs anda, þá er
næsta sporið að iðrast hennar og snúa frá
henni. Til er tvenns konar iðrun, önnur er
hrygð yfir að hafa gjört rangt, hin er að-
eins hrygð yfir að þurfa að mæta afleið-
ingunum.
Hvað gerði faðir tunglsjúka drengsins
þegar hann sá þörf sína fyrir að fá hjálp
hjá Kristi?
„Faðir sveinsins grét hástöfum og sagði:
Ég trúi, en hjálpa þú trúarleysi mínu.“
Mark. 9:23.
Hvernig lýsir Jóel spámaður sannri
iðrun?
„Þess vegna, svo segir Drottinn, snúið
yður nú til mín af öllu hjarta, með föstum,
gráti og kveini.“ Jóel 2:12.
Hvað sagði Davíð þegar hann skildi
synd sína?
„Ég vil játa minn misgjörning og gráta
mína synd.“ Sálm. 38:18.