Fréttablaðið - 13.02.2019, Side 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —3 7 . T Ö L U B L A Ð 1 9 . Á R G A N G U R M I Ð V I K U D A G U R 1 3 . F E B R Ú A R 2 0 1 9
Íslandsbanki
Fyrirtækjafræðsla Íslandsbanka
Fræðslufundir um málefni lítilla og meðalstórra fyrirtækja.
Skráning og dagskrá næstu funda á islandsbanki.is/fyrirtaekjafraedsla
DÓMSMÁL Ragnar Þórisson, stofn
andi vogunarsjóðsins Boreas Capi
tal, hafði betur gegn íslenska ríkinu
fyrir Mannréttindadómstól Evrópu í
gær en dómstóllinn taldi íslenska
ríkið brotlegt fyrir að dæma Ragnar
tvívegis til refsingar fyrir sama brot
sem fer í bága við 4. gr. 7. viðauka
Mannréttindasáttmála Evrópu.
Ragnar var dæmdur í tveggja
ára skilorðsbundið fangelsi og til
greiðslu sektar upp á 21 milljón í
Hæstarétti árið 2014 fyrir skatta
lagabrot en honum hafði áður verið
gerð refsing af hálfu ríkisskatt
stjóra með 25 prósenta álagi ofan
á endurálagningu árið 2010. Brot
hans fólst í því að hafa ekki talið
fjármagnstekjur til skatts árið 2007.
Málsvörn sína í Hæstarétti hafði
Ragnar meðal annars byggt á sömu
rökum og forsendur Mannréttinda
dómstólsins byggja á en Hæstiréttur
féllst ekki á að það færi í bága við
bann við endurupptekinni máls
meðferð „þótt stjórnvöld hafi áður
gert manni að greiða skatt af álagi á
skattstofn og sama manni sé síðan í
öðru máli gerð viðurlög vegna sömu
málsatvika“.
Þessu er Mannréttindadóm
stóllinn ekki sammála. Dómurinn
lítur svo á að sú framkvæmd skatt
yfirvalda að leggja álag komi ekki
endilega í veg fyrir að hefja megi
sakamálarannsókn vegna sama
brots. Slíka rannsókn má þó ekki
hefja hafi fyrri rannsókninni þegar
verið lokið. Er íslenska ríkinu gert að
greiða Ragnari 5.000 evrur í miska
bætur og 10.000 evrur í málskostnað
eða rúmar tvær milljónir króna sam
tals.
MDE hafði áður dæmt ríkinu í
óhag fyrir sams konar brot í máli
Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og
Tryggva Jónssonar og fóru þeir í
framhaldinu fram á endurupptöku
á dómi Hæstaréttar. Fallist var á þá
beiðni í fyrra og er mál þeirra nú
rekið fyrir Hæstarétti að nýju. – aá
Ríkið tapaði aftur í Strassborg
Ríkið refsaði Ragnari Þórissyni tvisvar fyrir sama skattalagabrot segir Mannréttindadómstóll Evrópu.
Ragnari dæmdar rúmar tvær milljónir króna. Fallist var á endurupptöku dóms Hæstaréttar í líku máli.
VIÐSKIPTI Kaupþing, stærsti hlut
hafi Arion banka, áformar að selja
að lágmarki tíu prósenta hlut í
bankanum á komandi vikum.
Hluturinn verður seldur í gegn um
tilboðsfyrirkomulag.Miðað við
núverandi gengi bréfa er tíu pró
senta hlutur í Arion metinn á um
14,5 milljarða. – hae / sjá Markaðinn
Arionbréf í sölu
VIÐSKIPTI Seðlabankinn ætti að
rétta hlut þeirra sem sættu sektum
af hálfu bankans eða gerðu sátt
við hann undir þvingun án gildra
viðurlagaheimilda.
Þetta er mat Birgis Tjörva Péturs
sonar lögmanns. Álit umboðsmanns
Alþingis sé áfellisdómur yfir stjórn
sýslu bankans. – kij / sjá Markaðinn
Borgi til baka
Ragnar Þórisson var
dæmdur í tveggja ára
skilorðsbundið fangelsi og
til greiðslu sektar upp á 21
milljón í Hæstarétti árið
2014 fyrir skattalagabrot en
honum hafði áður verið
gerð refsing af hálfu ríkis-
skattstjóra.
Réttarhöld yfir katalónskum aðskilnaðarsinnum hófust í Madríd í gær. Ágætis stemning virtist á meðal ákærðu í dómsal. Verjendur þeirra sögðu réttarhöldin hins vegar pólitísk og
kvörtuðu yfir því að hafa ekki enn fengið öll gögn í hendur. Fyrir utan mótmæltu bæði spænskir sambandssinnar og katalónskir sjálfstæðissinnar. Sjá nánar á síðu 2. NORDICPHOTOS/AFP
1
3
-0
2
-2
0
1
9
0
4
:2
6
F
B
0
4
0
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
2
4
E
-F
4
4
8
2
2
4
E
-F
3
0
C
2
2
4
E
-F
1
D
0
2
2
4
E
-F
0
9
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
0
4
0
s
_
1
2
_
2
_
2
0
1
9
C
M
Y
K