Fréttablaðið - 13.02.2019, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 13.02.2019, Blaðsíða 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —3 7 . T Ö L U B L A Ð 1 9 . Á R G A N G U R M I Ð V I K U D A G U R 1 3 . F E B R Ú A R 2 0 1 9 Íslandsbanki Fyrirtækjafræðsla Íslandsbanka Fræðslufundir um málefni lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Skráning og dagskrá næstu funda á islandsbanki.is/fyrirtaekjafraedsla DÓMSMÁL  Ragnar Þórisson, stofn­ andi vogunarsjóðsins Boreas Capi­ tal, hafði betur gegn íslenska ríkinu fyrir Mannréttindadómstól Evrópu í gær en dómstóllinn taldi íslenska ríkið brotlegt fyrir að dæma Ragnar tvívegis til refsingar fyrir sama brot sem fer í bága við 4. gr. 7. viðauka Mannréttindasáttmála Evrópu. Ragnar var dæmdur  í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu sektar upp á 21 milljón í Hæstarétti árið 2014 fyrir skatta­ lagabrot en honum hafði áður verið gerð  refsing af hálfu ríkisskatt­ stjóra með 25 prósenta álagi ofan á  endurálagningu árið 2010. Brot hans fólst í því að hafa ekki talið fjármagnstekjur til skatts árið 2007. Málsvörn sína í Hæstarétti hafði Ragnar meðal annars byggt á sömu rökum og forsendur Mannréttinda­ dómstólsins byggja á en Hæstiréttur féllst ekki á að það færi í bága við bann við endurupptekinni máls­ meðferð „þótt stjórnvöld hafi áður gert manni að greiða skatt af álagi á skattstofn og sama manni sé síðan í öðru máli gerð viðurlög vegna sömu málsatvika“. Þessu er Mannréttindadóm­ stóllinn ekki sammála. Dómurinn lítur svo á að sú framkvæmd skatt­ yfirvalda að leggja álag komi ekki endilega í veg fyrir að hefja megi sakamálarannsókn vegna sama brots. Slíka rannsókn má þó ekki hefja hafi fyrri rannsókninni þegar verið lokið. Er íslenska ríkinu gert að greiða Ragnari 5.000 evrur í miska­ bætur og 10.000 evrur í málskostnað eða rúmar tvær milljónir króna sam­ tals. MDE  hafði  áður dæmt ríkinu í óhag fyrir sams konar brot í máli Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar og fóru  þeir í framhaldinu fram á endurupptöku á dómi Hæstaréttar. Fallist var á þá beiðni í fyrra og er mál þeirra nú rekið fyrir Hæstarétti að nýju.  – aá Ríkið tapaði aftur í Strassborg Ríkið refsaði Ragnari Þórissyni tvisvar fyrir sama skattalagabrot segir Mannréttindadómstóll Evrópu. Ragnari dæmdar rúmar tvær milljónir króna. Fallist var á endurupptöku dóms Hæstaréttar í líku máli. VIÐSKIPTI Kaupþing, stærsti hlut­ hafi Arion banka, áformar að selja að lágmarki tíu prósenta hlut í bankanum á komandi vikum. Hluturinn verður seldur í gegn um tilboðsfyrirkomulag.Miðað við núverandi gengi bréfa er tíu pró­ senta hlutur í Arion metinn á um 14,5 milljarða. – hae / sjá Markaðinn Arionbréf í sölu VIÐSKIPTI Seðlabankinn ætti að rétta hlut þeirra sem sættu sektum af hálfu bankans eða gerðu sátt við hann undir þvingun án gildra viðurlagaheimilda. Þetta er mat Birgis Tjörva Péturs­ sonar lögmanns. Álit umboðsmanns Alþingis sé áfellisdómur yfir stjórn­ sýslu bankans. – kij / sjá Markaðinn Borgi til baka Ragnar Þórisson var dæmdur í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu sektar upp á 21 milljón í Hæstarétti árið 2014 fyrir skattalagabrot en honum hafði áður verið gerð refsing af hálfu ríkis- skattstjóra. Réttarhöld yfir katalónskum aðskilnaðarsinnum hófust í Madríd í gær. Ágætis stemning virtist á meðal ákærðu í dómsal. Verjendur þeirra sögðu réttarhöldin hins vegar pólitísk og kvörtuðu yfir því að hafa ekki enn fengið öll gögn í hendur. Fyrir utan mótmæltu bæði spænskir sambandssinnar og katalónskir sjálfstæðissinnar. Sjá nánar á síðu 2. NORDICPHOTOS/AFP 1 3 -0 2 -2 0 1 9 0 4 :2 6 F B 0 4 0 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 4 E -F 4 4 8 2 2 4 E -F 3 0 C 2 2 4 E -F 1 D 0 2 2 4 E -F 0 9 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 0 s _ 1 2 _ 2 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.