Fréttablaðið - 13.02.2019, Qupperneq 4
Það hefur verið
vitað allan tímann
að stjórnvöld eru ákveðinn
lykill að þessu máli.
Drífa Snædal, forseti ASÍ
www.apotekarinn.is
- lægra verð
Nýtt
Strefen 16,2 mg/ml munnholsúði, lausn inniheldur flurbiprofen. Strefen er notað sem skammtímameðferð til að draga úr
einkennum bráðra hálssærinda hjá fullorðnum. Einn skammtur (3 úðaskammtar) aftast í hálsinn á 3-6 klst. fresti eftir þörfum, upp
að hámarki 5 skammtar á 24 klst. tímabili. Ráðlagt er að nota lyfið að hámarki í þrjá daga.
Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari
upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is.
ERT ÞÚ MEÐ
HÁLSBÓLGU?
Bólgueyðandi og
verkjastillandi munnúði
við særindum í hálsi
Strefen-sprey-Apotekarinn-5x10.indd 1 03/10/2018 14:55
DÓMSMÁL Átján ára piltur var í
Héraðsdómi Reykjaness dæmdur í
tveggja og hálfs árs skilorðsbundið
fangelsi fyrir að nauðga fjórtán ára
stúlku í febrúar 2017. Pilturinn var
þá 16 ára og hafði verið í fjögurra
mánaða sambandi með stúlkunni.
Pilturinn var einnig dæmdur
fyrir ólögmæta nauðung fyrir að
hafa læst herbergi stúlkunnar.
Hann handlék hníf, tók stúlkuna
hálstaki, sló höfði hennar utan í
vegg og nauðgaði henni. Stúlkan bar
að hann hefði glott á meðan.
Fram kemur í dómnum að frá-
sögn ákærða um það að hann hafi
fengið samþykki stúlkunnar hafi
breyst þrisvar. – ab
Skilorð fyrir að
nauðga kærustu
KJARAMÁL „Það hefur verið vitað
allan tímann að stjórnvöld eru
ákveðinn lykill að þessu máli. Við
erum ekki að fara að semja um
launahækkanir ef þær brenna svo
bara upp annars staðar, hvort sem
það er í skattkerfinu eða á hús-
næðismarkaðnum. Hver sú niður-
staða verður á eftir að koma í ljós,“
segir Drífa Snædal, forseti ASÍ, um
stöðuna í kjaraviðræðum.
Hún segir ýmislegt undir í sam-
tali aðila vinnumarkaðarins við
stjórnvöld. „Það er verið að reyna að
púsla saman myndinni á mörgum
vígstöðvum en ég er ekki búin að
sjá neinar tillögur frá stjórnvöldum
í skattamálunum.“
Halldór Benjamín Þorbergs-
son, framkvæmdastjóri Samtaka
atvinnulífsins (SA), telur skilaboð
stjórnvalda skýr. „Mér finnst stjórn-
völd hafa gefið mjög skýrt til kynna
að forsenda fyrir aðkomu þeirra sé
sú að kjarasamningar séu á loka-
metrunum og að þeir séu skynsam-
legir.“
Vilhjálmur Birgisson, formaður
Verkalýðsfélags Akraness, segir það
ljóst að krafa sé gerð um að menn
hafi í byrjun næstu viku einhverja
vitneskju um hvað stjórnvöld ætli
að gera.
Fundað verður í deilu SA og fjög-
urra stéttarfélaga hjá ríkissátta-
semjara í dag . „Það var talað um að
Samtök atvinnulífsins myndu koma
með eitthvað varðandi launaliðinn
þannig að við verðum bara að sjá
hvernig þeir bregðast við þar. Ég
held það liggi alveg fyrir að lang-
lundargeð stéttarfélaganna sé nú að
verða að þrotum komið og hef trú á
því að ögurstund muni renna upp í
næstu viku,“ segir Vilhjálmur.
Halldór Benjamín var ekki tilbú-
inn til að greina frá því hvað SA
ætli að koma með að borðinu. „Við
sjáum hverju fram vindur á fund-
inum. Það er samt mikilvægt að
það verði leitt til lykta hvernig við
sjáum þessar kjaraviðræður þróast
áfram.“
Efling kynnti í gær niðurstöður
könnunar sem gerð var meðal
félagsmanna sinna. Tæp 80 pró-
sent þeirra telja kröfugerð félags-
ins sanngjarna og sama hlutfall er
hlynnt því að fara í verkfall til að
knýja á um þær kröfur. Þá sögðust
63 prósent félagsmanna hafa miklar
eða mjög miklar fjárhagsáhyggjur.
Vilhjálmur segir þessar niður-
stöður segja meira en mörg orð um
stöðuna. „Það er í mínum huga alveg
ljóst að verkalýðshreyfingin er til-
búin að láta kné fylgja kviði í því að
skapa þessu fólki áhyggjulausara
umhverfi en það þarf að búa við
í dag. Það þurfa allir, atvinnurek-
endur, stjórnvöld og verkalýðs-
hreyfingin, að vera með í þessari
vegferð. Ef menn gera það ekki er
alveg ljóst í hvað stefnir. Þetta er
engin hótun, þetta er staðreynd.“
sighvatur@frettabladid.is
Telur ögurstundu renna upp
í kjaraviðræðum í næstu viku
Forseti ASÍ segir að reynt sé að púsla myndinni í kjaraviðræðum saman á mörgum vígstöðvum en engar
tillögur í skattamálum liggi fyrir frá stjórnvöldum. Fundað verður hjá ríkissáttasemjara í dag og vonast
stéttarfélögin til að SA sýni á einhver spil varðandi launaliðinn. Langlundargeð þeirra sé á þrotum.
Halldór Benjamín Þorbergsson og Vilhjálmur Birgisson heilsast á fundi hjá ríkissáttasemjara. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
STJÓRNS ÝSLA Bjarni Benediktsson,
f jármála- og efnahagsráðherra,
hefur sent stjórnum fyrirtækja í
eigu ríkisins bréf þar sem þess er
farið á leit að þær geri grein fyrir því
hvernig brugðist var við tilmælum
ráðuneytisins um að gæta varkárni
við launaákvarðanir.
Fyrrgreind tilmæli voru send í
janúar 2017 og síðan ítrekuð í júní
2017. Samtímis var bréfið sent
Bankasýslu ríkisins. Áður voru
ákvarðanir um kjör forstjóra ríkis-
fyrirtækja teknar af kjararáði en
með breytingum á lögum um ráðið
færðist það vald til stjórna fyrir-
tækjanna, eða Bankasýslu ríkisins
í tilfelli ríkisbankanna, þann 1. júlí
2017.
Sú tilfærsla hafði meðal annars í
för með sér að laun forstjóra ISAVIA
hækkuðu um 36 prósent, forstjóra
Íslandspósts um 25 prósent og for-
stjóra Landsbankans og Landsvirkj-
unar um tæp 60 prósent. Þá var sagt
nýverið frá því í Fréttablaðinu að
laun bankastjóra Landsbankans
hefðu hækkað um sautján prósent
1. apríl í fyrra og hafa þau hækkað
um 82 prósent frá því að starfið
færðist undan kjararáði.
Í hópi stjórnarmanna sem fá bréf
fjármálaráðherra nú er Svanhildur
Hólm Valsdóttir, aðstoðarmaður
fjármálaráðherra, en hún á sæti í
stjórn Íslandspósts. – jóe
Óskar þess að stjórnarmenn geri grein fyrir hækkunum forstjóra
Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR
Fjármálaráðherra gaf
2017 fyrirmæli um launa-
mál fyrirtækja í ríkiseigu.
D Ó M S M Á L Heilbr igðisstof nun
Suður lands, HSU, ber að upplýsa
lækni um nöfn tveggja einstaklinga
sem tilkynntu stofnuninni um að
hann hefði verið í annarlegu ástandi
í útkalli í lok maí 2015. Læknirinn
var á bakvakt þegar hann var kall-
aður út, á vettvangi var lögregla og
sjúkraflutningamenn.
HSU bárust tvær tilkynningar frá
fólki sem var á vettvangi. Læknirinn
var sendur í leyfi í nokkra daga.
Hann vildi vita hverjir hefðu til-
kynnt en fékk synjun frá HSU.
Vísaði hann sy njuninni til
úrskurðarnefndar upplýsingamála
sem úrskurðaði í lok janúar að
læknirinn fengi að vita hverjir til-
kynntu um meint ástand hans. – ab
Fær að vita
hverjir klöguðu
Sjúkrabíll. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
1 3 . F E B R Ú A R 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
1
3
-0
2
-2
0
1
9
0
4
:2
6
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
4
F
-0
C
F
8
2
2
4
F
-0
B
B
C
2
2
4
F
-0
A
8
0
2
2
4
F
-0
9
4
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
4
0
s
_
1
2
_
2
_
2
0
1
9
C
M
Y
K