Fréttablaðið - 13.02.2019, Síða 6
LÖGREGLUMÁL Lögreglan á Suður-
nesjum hefur til rannsóknar kyn-
ferðisbrot þar sem grunur leikur á
að konu hafi verið byrluð ólyfjan á
skemmtistað í Reykjanesbæ þannig
að hún hafi ekki getað spornað við
því að brotið væri gegn henni.
Samkvæmt tilkynningu frá lög-
reglu í gær hefur lögreglu borist af
því spurnir að fleiri konur hafi lent í
sömu aðstæðum á skemmtistöðum
í umdæminu að undanförnu án
þess að kærur hafi borist vegna
þeirra tilvika.
Lögreglan vill af þessu tilefni
vekja athygli á þessu og hvetja fólk
til að sýna fyllstu aðgát en telja má
víst að verulega truflað fólk blandi
efnum út í drykki fólks á skemmti-
stöðum með þessum afleiðingum.
Jafnframt beinir lögreglan því til
starfsfólks á skemmti-
stöðum að fylgjast vel
með gestum, kalla
eftir aðstoð lögreglu
og aðstoða gesti eftir
atvikum ef einhver
grunur leikur á lyfja-
byrlun. – smj
Varað við
lyfjabyrlurum
G R A N D I – L I N D I R – S K E I FA N – E L K O . I S
SAMSUNG
55’’ UHD SNJALLSJÓNVARP
UE55NU7105XXC
134.995
EÐA 12.033 KR. Á MÁNUÐI
M.V. 12 MÁN. VAXTAL. - ALLS 144.400 KR. - ÁHK 13,30%
69.995
EÐA 6.427 KR. Á MÁNUÐI
M.V. 12 MÁN. VAXTAL. - ALLS 77.125 KR. - ÁHK 19,80%
Kaupa & prófa
elko.is/brostrygging
hdr10+
SAMSUNG
THE FRAME 43” - 65” SNJALLSJÓNVÖRP
UE43LS03NXXC UE49LS03NXXC UE55LS03NXXC UE65LS03NXXC
Á MÁNUÐI Í 12 MÁNUÐI
15.915
179.995
EÐA 15.915 KR. Á MÁNUÐI
M.V. 12 MÁN. VAXTAL. - ALLS 190.975 KR. - ÁHK 11,53%
43”
239.995
EÐA 21.090 KR. Á MÁNUÐI
M.V. 12 MÁN. VAXTAL. - ALLS 253.0755 KR. - ÁHK 10,32%
55”
afhverju ekki bæði!
sjónvarp eða listaverk?
TCL
55” UHD SNJALLSJÓNVARP
55DP600
4k
DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykja-
ness dæmdi í síðasta mánuði ungan
mann í tveggja ára skilorðsbundið
fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn
skólasystur sinni í útskriftarferða-
lagi vorið 2015. Var maðurinn sak-
felldur fyrir að hafa, þegar hann var
nýorðinn 16 ára, káfað innanklæða
á brjóstum, rassi og kynfærum
skólasystur sinnar, stungið fingri
inn í leggöng hennar gegn vilja
hennar þar sem hún lá sofandi til
hliðar við hann á dýnu á gólfi skál-
ans þar sem gist var.
Samkvæmt dómnum þarf piltur-
inn að greiða stúlkunni 1,5 millj-
ónir í miskabætur og ríf lega 1,6
milljónir í sakarkostnað. – smj
Braut gegn
skólasystur
Forstjóri Íslandspósts
fékk 20 milljónir í laun árið
2017 en lögmanni fyrir-
tækisins var á sama tíma
greidd 31 milljón króna.
VIÐSKIPTI Á síðastliðnum sex árum
hefur Íslandspóstur ohf. (ÍSP) greitt
lögmannsstofunni Juris rúmlega
121 milljón króna vegna starfa
Andra Árnasonar, eins eigenda
stofunnar, fyrir fyrirtækið. Þetta
kemur fram í svari ÍSP við fyrir-
spurn Fréttablaðsins.
Hæstar urðu greiðslurnar til Juris
vegna starfa Andra árið 2017. Þá
námu þær tæplega 31 milljón króna.
Til samanburðar námu laun Ingi-
mundar Sigurpálssonar, forstjóra
ÍSP, það ár um 20 milljónum króna
samkvæmt ársreikningi.
Störf Andra fyrir félagið hafa að
stórum hluta falist í að gæta hags-
muna ÍSP við meðferð mála sem
tengd eru fyrirtækinu fyrir Sam-
keppniseftirlitinu. Á tímabili hafði
Samkeppniseftirlitið til rannsóknar
níu meint brot ÍSP á samkeppnis-
lögum. Meðferð þeirra lauk með
sátt fyrirtækisins við eftirlitið í
febrúar 2017. Þar játaði ÍSP engin
brot og var ekki gerð sekt en þurfti
aftur á móti að grípa til ýmissa
aðgerða til að bæta samkeppnis-
hætti sína og samkeppnisaðstæður
á póstmarkaði.
Fyrirtækið ÍSP var fært undir
gildissvið upplýsingalaga í ársbyrj-
un 2013 og hefur Pósturinn tekið
þann pólinn í hæðina að af henda
ekki gögn sem urðu til fyrir það
tímamark. Af svari fyrirtækisins
nú má sjá að greiðslur til Juris hafi
farið hækkandi eftir því sem nær
dró endalokum rannsóknar SKE.
Greiðslurnar námu tæpum tíu millj-
ónum árið 2013, fjórtán milljónum
2014, 24 milljónum bæði árið 2015
og 2016 og loks rúmum átján millj-
ónum í fyrra.
Vinna Andra fyrir Póstinn hefur
ekki aðeins takmarkast við með-
ferð mála hjá SKE heldur hefur hann
einnig komið að málum sem eru til
meðferðar hjá Póst- og fjarskipta-
stofnun, úrskurðarnefnd fjarskipta-
og póstmála og að endingu málum
ÍSP fyrir almennum dómstólum. Þá
vann Andri einnig umsögn Póstsins
við frumvarp til nýrra póstþjón-
ustulaga sem er til meðferðar fyrir
þingi og andmæli ÍSP í málum fyrir
úrskurðarnefnd um upplýsingamál.
Fyrir jól fór ÍSP fram á það við
ríkið að fá heimild til að taka allt
að 1,5 milljarða neyðarlán til að
mæta bráðum lausaf járvanda.
Nú þegar hefur fyrirtækið fengið
500 milljónir króna að láni. Lánið
hyggst ÍSP endurgreiða með aftur-
virku 2,6 milljarða króna fram-
lagi úr jöfnunarsjóði alþjónustu
þó allt bendi til að ekki séu upp-
fyllt lagaskilyrði til úthlutunar úr
sjóðnum. Þá skuldar fyrirtækið nú
þegar Landsbanka Íslands, sem er
að nær öllu leyti í eigu ríkisins, ríf-
lega milljarð króna.
Samhliða versnandi fjárhags-
stöðu hafa laun stjórnarmanna og
forstjóra Íslandspósts tekið nokkr-
um hækkunum en frá árinu 2014 og
til ársins 2017 hafa laun forstjórans
hækkað alls um rúm fimmtíu pró-
sent. Laun stjórnarmanna hafa
hækkað um 65 prósent frá árinu
2014 til ársins 2018.
joli@frettabladid.is
Pósturinn varði 121 milljón í
lögmannsþjónustu á sex árum
Árið 2017 fékk lögmaður Íslandspósts, Andri Árnason hjá Juris, meira greitt en forstjóri fyrirtækisins, 31
milljón króna. Samtímis hafa laun stjórnarmanna og forstjóra hækkað um ríflega fimmtíu prósent. Störf
lögmannsins fyrir Íslandspóst hafa að miklu leyti falist í meðferð fjölda mála fyrir samkeppniseftirlitinu.
Frá útibúi Íslandspósts í Pósthússtræti sem fyrirtækið lokaði eftir síðustu jólavertíð. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Andri Árnason,
lögmaður
hjá Juris.
Konu var byrluð ólyfjan á öldurhúsi.
1 3 . F E B R Ú A R 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
1
3
-0
2
-2
0
1
9
0
4
:2
6
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
4
F
-2
0
B
8
2
2
4
F
-1
F
7
C
2
2
4
F
-1
E
4
0
2
2
4
F
-1
D
0
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
4
0
s
_
1
2
_
2
_
2
0
1
9
C
M
Y
K